16.2.2025 | 01:17
Stillumst saman stundarbann, ljóð frá 18. febrúar 2003
Hefur loksins hann
heimsins ljóna stillt?
Taranis, þruman sem þýtur,
þarfleysu nútímans brýtur!
Eigum að samstillast öll,
ekki þó finn mína höll.
Reyndar stendur fyrir utan, ekki þið,
eins og skiljum trauðla. Þetta? Við?
Stillumst saman stundarbann,
stríðið gerist villt.
Reiði magnast mín,
mun sjá reglur Týs.
Taranis, löggjafinn ljúfi,
leggur að andlit sá hrjúfi.
Streymandi stjarnfræði týnd,
stundanna skelfing því brýnd.
Þrumufleygur viljans gegnum skaddað skref,
skilið þetta fyrsta kannski hef...
Einnig lokast augun þín,
aðeins vorkunn rís.
Eins og andlát hvert,
örskot velur næst.
Taranis, Perqwunos prúði,
pellvirkinn stjarnanna lúði!
Allt mun þér umsnúast því,
ef þú vilt dvelja þér í.
Svona heimur aldrei þolir réttsýnt ról,
reiðir fram því kvennaveldistól.
Síðan verður sargað bert,
syndin galar hæst.
Skýringar:Pellvirki: Sá sem klæðir upp, gerir menninguna virðulegri.
Lúður, lýsingarorð:Lúinn, þreyttur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 113
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 714
- Frá upphafi: 136531
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning