15.2.2025 | 01:38
Hugsanlegt er að mál skipstjórans hafi orðið til þess að einhverjum hafi orðið nóg boðið af vinstrisinnavinnubrögðum ákveðinna fjölmiðla
Það eru víst mjög margir sammála því sem kemur fram hér að fólk telur peningum sínum ekki vel varið í stofnun eins og RÚV. Enda er RÚV leifar af þeim kommúnisma sem féll til jarðar með miklum ósköpum í austantjaldslöndunum og þar eru margir með svo mikla óbeit á slíku að þeirra stjórnskipulag er af jafnaðarfasistum Vesturlanda kallað fasismi og hægriöfgar.
Niðurstaðan sem fékkst úr þessu máli samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar var að miklar líkur væru á að byrlað hafi verið fyrir honum með svipuðum hætti og Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari hér hefur lýst en að það væri ekki hægt að sanna það.
Annars er það merkilegt að stór hluti Íslendinga vill ekki líta á þetta sem annað en bull og hægrisinnasamsæriskenningu. Hvar er þá réttlætiskennd vinstrimanna og jafnaðarmanna sem oft eru kallaðir "góða fólkið?"
Ég hef lesið athugasemdirnar í DV um fréttir sem tengjast þessu máli. Þær eru merkilega tempraðar og skiptast til helminga. Hægrisinnaðir vilja réttlæti og telja RÚV-liða seka og allt það, en margir sem hljóta að vera vinstrisinnaðir reyna að segja að ruglað fólk sé að sjóða saman samsæriskenningar.
En einstaka sinnum verð ég forvitinn og skoða fréttir á Heimildinni. Hún er vissulega mildari fjölmiðill en Stundin og Kjarninn, fyrirrennarar Heimildarinnar.
En fréttafólkið á Stundinni og Kjarnanum var mjög herskátt og það hjólaði í Samherja og önnur fyrirtæki sem þau töldu tengjast Sjálfstæðisflokknum.
Það er vissulega háskalegt þegar fréttamennskan verður svo herská að grunur leikur á að eitthvað misjafnt fari fram undir merkjum hennar, til að afla frétta, til að sannfæra almenning og til að setja fram "fréttir", sem eru áróður þegar vel er að gáð.
En kannski skammast sá stóri hópur sín sem tók þátt í múgæsingu gegn Samherja og kannski er það ástæðan fyrir að nú eru engin stórmál í gangi til að reyna að gera lítið úr Sjálfstæðismönnum.
Ég horfði á Vikuna með Gísla Marteini í gær. Eitt sinn fór það í taugarnar á mér hvað sá þáttur er svívirðilega langt til vinstri, í sjónvarpi "allra landsmanna".
En nú finnst mér þessi þáttur hans vorkunnarverður.
Sérstaklega þegar hann hélt því fram að meirihluti jarðarbúa væri á móti Trump.
Meirihluti jarðarbúa er EKKI hópurinn sem samanstendur af vinstrisinnuðum Vesturlandabúum, wókistum og femínistum. Þótt lágt sé risið á RÚV oft, þá finnst mér ekki einu sinni hægt að pirrast á svona rugli í RÚV, þetta er svo augljóslega rangt.
BRICS samanstendur af meirihluta mannkynsins, Indverjar, Kínverjar, allnokkrar Afríkuþjóðir, og fleiri fjölmennar þjóðir.
Það er í raun ágætt að við hér á Íslandi séum með spjallþátt eins og Vikuna með Gísla Marteini, því hann er alveg eins og spjallþættirnir í Bandaríkjunum þar sem vinstrisinnaða fólkið reynir að sannfæra sjálft sig um að það sé meirihluti jarðarbúa, þótt svo sé augljóslega ekki!
Þegar maður horfir á þátt eins og Vikuna með Gísla Marteini, þá skilur maður hvernig bergmálshellir eins og fræga fólkið í Hollywood treður sér í hefur takmörkuð áhrif, og er bara draumaheimur og ekkert annað.
Þáttaröðin á Stöð 2 um glanstímaritið Séð og heyrt er einnig merkilegur og vel unninn, og kemur inná þessa umræðu. Þetta glanstímarit var hvorki betra né verra en önnur froðumenning sem nú er komin á Twitter og Xið og þessa samfélagsmiðla mest.
En maður sér það núna sem betur fer að þessi froðumenning og glansmenning er að líða undir lok, það er farið að falla á glansinn og hann er að verða mattur.
Kannski endar þetta með því að þættir eins og Vikan með Gísla Marteini verða lagðir niður og einhverjir vandaðri skemmtiþættir koma í staðinn.
Þegar RÚV var uppá sitt bezta voru sýndir vandaðir fræðsluþættir frá BBC og ýmsum, og innlend dagskrárgerð var fjölbreytt og allskonar, og skoðanir ekki frá einni hlið heldur mörgum.
Þegar unga fólkið fer að skilja hvað það fer á mis með því að fara aldrei á dýptina heldur vera alltaf í fíflaskap og einfeldni, þá kannski breytist þetta loksins aftur, og verður eins og RÚV 1967-1980, alvarleg, vönduð sjónvarpsstöð, en með góðu gríni líka, ekki bara siðspillandi fíflaskap og rugl.
![]() |
Ég get ekki hætt að borga þótt ég viti hvað þau gerðu mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 115
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 716
- Frá upphafi: 136533
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning