4.2.2025 | 15:55
Tollastefna Bandaríkjanna mun ekki duga ein til að snúa við helstefnu fjölmenningar og alþjóðavæðingar, en er eitt skref í rétta átt
Ryðbeltin svonefndu í Bandaríkjunum eru bílaborgirnar og þar sem annar iðnaður var einnig, ekki bara bílaframleiðsla. Áður fyrr var þarna blómlegt mannlíf og mikill gróði, en þetta eru hálfgerðar draugaborgir núna, fátækt mikið, færra fólk, minna að gera, allt miklu daufara.
Með því að láta framleiða hlutina í Kína og Kóreu gátu forstjórar og aðrir peningapúkar grætt morð fjár á meðan starfsfólki var sagt upp í stórum stíl. Með tímanum lærðu Kínverjar og aðrir að gera eiginlega allt sjálfir, gátu hnuplað teikningum og hugmyndum, og vinnuaflið var ódýrara þar, og svo fjórða iðnbyltingin, róbótabæðingin, sem sennilega er lengst komin í Kína en ekki á Vesturlöndum.
Fjölmenningin hefur svo sannarlega skemmt fyrir Bandaríkjunum og Vesturlöndum, auðvelt er að rökstyðja það. Það má tala um fjölmenningarfylleríið, skjótfengur gróði en hrikalegir timburmenn á eftir.
Tollafyrirætlanir Trumps eru ekki útí loftið heldur ígrunduð stefna sem á að lífga við Bandaríkin.
Það koma vaxtaverkir í kjölfarið, það er eðlilegt, hækkandi verð og samsvarandi aðgerðir að utan, en ef Trump ætlar að fá líf í deyjandi Bandaríkin þarf að gera eitthvað af þessu tagi, til að spyrna gegn fjölmenningunni, alþjóðavæðingunni.
Þessu má líkja við einstakling sem hefur ekkert unnið í áratugi eftir slys, vöðvarnir rýrna og þegar stoðtæki eru ekki til staðar virðist ekkert ganga. En eigi endurhæfing að duga og heilsan að koma aftur þarf einstaklingurinn að reyna á sig, og þessi ólga og óánægja með tollahækkanir Trumps eru bara vaxtaverkir óhjákvæmilegir.
Margir furða sig á því að Rússar hafa af eigin rammleik staðið sig betur en haldið var, þótt mjög sé orðið þungt þar margt og erfitt vegna skorts á varningi að utan. Þeir hafa einmitt orðið að treysta á eigin mannskap að miklu leyti vegna deilna um þeirra framferði og pólitík, en selt úr landi ýmislegt, og ef ekki til Evrópu þá til Bricsþjóðanna í staðinn.
Fjölmenningin hefur lamandi áhrif á Íslandi einnig. Kornframleiðsla hefur lagzt af, bókaframleiðsla, og fleira, allt er þetta nú gert í útlöndum þar sem það kostar minna.
Stefna Trumps ætti með tímanum að verða umhverfisvæn, því hún ætti að kosta minna eldsneyti og flugferðir á milli landa eða skipasiglingar.
Mannkynið á öld gervigreindar, fjórðu iðnbyltingarinnar og alþjóðavæðingarinnar er á góðri leið með að drepa sig.
Eina leiðin til að bæta úr því er að leita til rótanna, leiðrétta mistökin, hafna "framförum", tækni, ofurgróða, því sem Satan býður, auðrónar og elíta.
Það þarf bara miklu meira til en það sem Trump gerir og hans stjórn. Það þarf samstillt átak í öðrum löndum líka, þótt það geti tímabundið kallað á minnkandi hagvöxt eða gróða.
![]() |
Samþykkir að fresta tollum á vörur frá Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 47
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 138711
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 375
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.