1.2.2025 | 00:29
Orkupakki þrjú var samþykktur 2019, verulegar hækkanir, því var búið að spá af andstæðingum Orkupakka þrjú
Eins og fólk veit þá vantar Evrópu orku. Andstæðingar Orkupakka þrjú spáðu því að orkuverð myndi hækka hérlendis með innleiðingu.
Tíðindi og fréttir núna nýlega ættu að sannfæra hina mestu stuðningsmenn allra þessara orkupakka um að andstæðingar Orkupakka þrjú höfðu kannski rétt fyrir sér.
Norska stjórnin féll út af Orkupakka fjögur.
Það sem ég skil ekki er að maður heyrir í RÚV fólk segja að Angela Merkel hafi gert mistök með að semja um rússneska orku.
Getur þá engum á RÚV dottið í hug að það hafi verið mistök að slíta á þau tengsl og berjast við Rússland?
Einstefna í hugsun þar...
![]() |
Rafmagnsverð hækkar verulega milli mánaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.3.): 27
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 591
- Frá upphafi: 137638
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 437
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það ætti varla að fara fram hjá neinum að medían er að endurskrifa söguna. Þetta sést best nú þegar að Evrópa situr uppi með svarta Pétur í kjölfar Úkraínu stríðsins.
Það verður samt ekki nema í smá stund sem þessi endurritun sögunnar er sýnileg, -gullfiskaminni neytenda medíunar mun sjá til þess.
Magnús Sigurðsson, 1.2.2025 kl. 06:39
Já Magnús, ég tek undir þetta allt. Þó vil ég bæta við, það breytist margt ört þessa dagana. Kannski smá vonarglæta að eitthvað fari skár en virðist, en maður er ekki of viss.
Þegar fólk og þjóðir snýr baki við vættunum eins og Guðjón segir, já þá er ekki von á góðu.
En þetta með gullfiskaminnið, það er held ég jafnvel hér á Íslandi smá hópur af fólki sem vill læra af reynslunni. En er hann ekki of smár?
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 1.2.2025 kl. 09:44
Vissulega er til hópur sem vill læra af reynslunni, -en í honum virðast margir umpólast þegar á hólminn er komið.
Það sem verra er, -er sá stóri hópur sem sér sér ekki fært að standa með sjálfum sér, og snýst eftir því sem medían boðar.
Magnús Sigurðsson, 1.2.2025 kl. 16:49
Þetta verður varla betur orðað. Tek undir þetta. Bæði í pólitík og persónulegu lífi rekst maður á þetta. Þetta er dálítið það sem ég hef verið að rita um með ömmu og afa og þær kynslóðir, þessi mikla áherzla á karakter, tryggð og traust, handaband, innsiglað.
Ég gleymi aldrei sögunni um Finnboga Rút og afa sem innsigluðu leyfið fyrir verkstæðinu 1946 með handabandi. Afi trúði því að þetta stæði vegna handabandsins og hefði verið fært inní bækur. En svo var ekki. Þetta hefur jú haft gildi á meðan hann var áhrifamikill, en síðan komust kommarnir til valda - eða bara eitthvað kerfisfólk.
Þannig að 1964 var allt breytt, þá var munnlegt samkomulag ekki nægilegt eða handaband.
Já, við lifum á öld hraðans og tækninnar. Ég held að minni fólks sé sífellt að hraka eins og ég skrifaði í annarri athugasemd þar sem Guðjón spjallaði við mig.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 1.2.2025 kl. 19:29
Ég hef ekki séð neinn hlutaðeigandi aðila kenna orkupakka þrjú um hækkun raforkuverðs hér á landi að undanförnu. Þeir sem eiga hlut að máli hafa kennt áralangri kyrrstöðu í virkjunarframkvæmdum um þá þróun. Orkupakkinn kom ekki í veg fyrir virkjanaframkvæmdir.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2025 kl. 21:38
Ég er ekki sérfræðingur í orkupakka þrjú. Það var fyrir mína tíð hér á blogginu, en ég hlustaði á það á Útvarpi Sögu. Ég skrifaði þennan pistil til að gleðja vini mína hér á blogginu, því mér skilst að Ómar Geirsson, Gunnar Rögnvaldsson og fleiri hafi allavega verið virkir í að blogga gegn Icesafe samningunum, og mér skilst á umræðunni að orkupakki þrjú væri framhald á slíkri frelsisbaráttu. Það var sama fólkið í þessum hópum, gegn Iseslave og orkupakka þrjú.
Ég veit það um orkupakka þrjú að hann gekk útá að innleiða ESB regluverk og að þar eru klausur sem ganga út á að Evrópa sé sameiginlegt orkusvæði, á sama verði, eða það er ætlunin með hinum orkupökkunum, 4, 5 og svo framvegis.
Þetta er gegn minni sjálfstæðisvitund.
Það sem ég er að segja með þessum pistli, ef mistök voru gerð með svona innleiðingu eða samþykkt, þá þarf að rifta samningunum, ekki sitja uppi með mistökin sem voru gerð.
Nei orkupakkinn kom ekki í veg fyrir virkjanaframkvæmdir.
En eins og Ómar Ragnarsson hefur bloggað um, það hefur ekki verið þörf á virkjunum, orkuþörfin er til komin vegna mannfjölda að utan sem hefur fluzt til landsins á meðan innfæddir eru hættir að fjölga sér, og því að orkan er notuð í gagnaver, álver og aðra framleiðslu í samstarfi við erlenda auðróna.
Það er eitthvað að þessu. Við eigum ekki að vera að virkja nema það sé nauðsynlegt.
Og orkupakki þrjú, ef hann gengur út á að sjá orkulausri Evrópu fyrir orku á kostnað okkar, þá þarf að endurskoða hann.
Ingólfur Sigurðsson, 2.2.2025 kl. 09:06
Ingólfur. Ég var líka meðal þeirra sem fóru fremst í flokki gegn Icesave eins og það var kallað. Var annar af tveimur ábyrgðarmönnum undirskriftasöfnunarinnar sem knúði fram synjun Forseta í síðara sinn og þjóðaratkvæðagreiðslu sem okkar málstaður vann að lokum sigur í. Þegar orkupakki 3 var til umræðu lagðist ég líka gegn innleiðingu á honum óbreyttum. Ég gerðist ekki eins mikill sérfræðingur í því máli en eins og ég skildi það myndu verstu áhrifin ekki koma fram nema ef svo færi að Ísland yrði tengt við Evrópu með sæstreng. Þá yrði Ísland hluti af þeim markaði og verðið á raforkunni myndi taka mið af verðmyndun í álfunni allri sem myndi leiða til hækkunar hér. Þó að sú vofa hangi yfir sé ég engin rök fyrir því að leggja slíkan rafstreng til að selja úr landi orku sem er ekki til ef það er rétt að nú þegar sé orkuskortur hér innanlands.
Eitt sem ég hef lært á öllu þessu brölti er að maður þarf að passa sig að horfa ekki eins á öll mál og vera alltaf á móti öllu sem hefur með tengsl við önnur lönd að gera, heldur þarf að kynna sér hvert mál og vega það og meta með sjálfstæðum hætti. Sumt er gott annað slæmt.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2025 kl. 15:49
Þakka þér fyrir þetta góða svar Guðmundur. Ég vissi reyndar ekki að þú hafir líka verið í þessum merkilega hópi, en kemur mér ekki á óvart, þú hefur enn áhuga á þessu og fjallar um þetta.
Það var einmitt þetta sem ég var að vitna í en mundi ekki samhengið í smáatriðum. Ég mundi sem sé eftir umræðunni gegn orkupakka þrjú, að rökin gegn honum voru að ef sæstrengur yrði lagður og rafmagnið selt myndi það valda hækkun. En þó held ég að sumir hafi talað um sameiginlegar reglugerðir ESB og talið að hækkun yrði út af þeim.
Kannski er það ekki rétt og kannski koma reglugerðir ESB ekkert við þessari hækkun á raforkuverði í fréttinni, en grunur vaknar og þegar stjórnin í Noregi féll út af 4. orkupakkanum kemst þetta í fréttirnar og maður veltir upp steinum, endurvekur umræðuna.
En þú getur kannski upplýst mig um muninn á orkupakka 3 og 4? Er þar meiri tenging við orkumarkað Evrópu og þá meiri hækkun.
Annars er sagt að raforkuverð sé háð því hverjir selja það, jafnvel innanlands.
Ég vil ekki taka afstöðu nema ég hafi réttar upplýsingar.
Þó finnst mér það standa sem ég held að Jóhann Elíasson eða einhver annar hafi skrifað, að út af þriðja orkupakkanum væri rétt að endurskoða EES samningin og Schengensamstarfið.
En takk fyrir að leiðrétta og fræða. Hef áður tekið eftir því að þú þekkir ýmislegt vel.
Ingólfur Sigurðsson, 2.2.2025 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.