Stjórnin fær á sig verðuga gagnrýni

Ég hlustaði á Þorgerði Katrínu utanríkisráðherra í Kastljósinu á RÚV í gær. Hún var mjög vandræðaleg út af öllu sem rætt var um, og það er ekki gott að ríkisstjórnin skuli vera komin í vanda svona strax og búið er að mynda hana.

Hún var spurð útí Trump og Grænlandsmálið. Mér fannst hún mjög hikandi og tvístígandi, vandræðaleg. Hún talaði um tvær stoðir, varnarsamninginn við Bandaríkin og Natósamninginn. Nú virðist sem þessar tvær stoðir geti orðið í andstöðu hvor við aðra.

Þorgerður Katrín var einnig vandræðaleg út af klúðrinu í kringum Flokk fólksins og þeirra mál.

Síðan var það hvar Kristrún átti að vera og hvar hún var ekki og hversvegna. Mér fannst hún ekki svara því skýrt heldur.

Stjórnarandstaðan komin á fullt.

Við sem trúðum á þessa ríkisstjórn strax farin að efast.


mbl.is Inga Sæland keypti tvær fasteignir með stuttu millibili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hef ekki trúað á þessa ríkisstjórn frá upphafi en ég man ekki eftir öðru eins niðurfalli á einni stjórn og það áður en þing kemur saman.

Rúnar Már Bragason, 30.1.2025 kl. 12:05

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvað varð til þess að stjórnarandstaða varð til, í janúar 2025, eftir að landið hafði verið stjórnarandstöðulaust síðan í september 2017?

Guðjón E. Hreinberg, 30.1.2025 kl. 13:07

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég bjóst alveg við að þetta myndi klúðrast hjá þeim... en ekki á þennan hátt.  Og ekki svona snögglega.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2025 kl. 17:36

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rúnar, mér finnst þetta fremur léttvæg mál ennþá, en samt nógu hrikalega vandræðalegt til að allur dýrðarljóminn hverfi af þessum stoltu og sjálfsánægðu konum - og vandræðahrollur kominn í staðinn, kjánahrollur.

Guðjón, nú er stjórnarandstaðan frá hægri, nokkuð sem hefur ekki verið lengi, og sjaldnast. Síðan 2017 var stjórnarandstaðan í klessu og klofin. Þessi stjórnarandstaða er einbeittari í skoðunum nú þegar VG er dautt kvikindi og Píratar. Það breytir rosalega miklu, þessir flokkar voru lengst til vinstri. Sósíalistar - þetta er eins og eitthvað yfirborðsmennskudæmi, hrifning á fortíðinni, ungt fólk að reyna að endurvekja 100 ára vitleysu. 

Ásgrímur - já margt til í því, en þetta er bara rétt að byrja, erfiðleikarnir hjá stjórninni. Ekki búið enn.

Beztu kveðjur allir saman.

Ingólfur Sigurðsson, 30.1.2025 kl. 17:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Það koma stundir þar sem maður vafrar um og les, sjaldgæfar reyndar í seinni tíð vegna einhvers sem ég ræð ekki við, en stundir engu að síður.

Ég hafði gaman af fyrirsögn þinn; Hún snýst nú samt, sem fékk mig til að kíkja við.

Og ég hnaut um þessa setningu í ráfi mínu, mér finnst hún svo mjög á skjön við margt annað sem þú hefur sagt og staðið við, til dæmis með orðum þínum að Jörðin snúist nú samt.

"Við sem trúðum á þessa ríkisstjórn strax farin að efast.".

Í alvöru Ingólfur, trúðir þú á ríkisstjórn auðs og frjálshyggju???

Og ef svo er, hvernig samræmist það öllu því sem þú hefur sagt hér í langan, langan tíma??

Svo dæmi sé tekið, þá fór Trump, sem ég veit að þú ert hrifinn af, gegn auðnum og frjálshyggjunni, með þeirri stefnu sinni að gera Bandaríkin Great again.

Ekki að það komi mér við Ingólfur hverju þú trúir, en ég hef sjaldan lesið eins ákveðinn fingurbrjót gagnvart fyrri rökum og skoðunum.

Samt hríslast um mig forvitnin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2025 kl. 16:33

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er heiður að fá spurningar og athugasemdir frá þér Ómar, sem ert mér miklu reyndari og hefur verið mikilvirkur lengi hér.

En ertu ekki að ruglast á ríkisstjórn? Var sú gamla (Katrínarstjórnin) ekki ríkisstjórn auðs og valda?

Já Trump fór gegn auðnum og frjálshyggjunni - og á ferskan hátt, allt gott og blessað um það að segja.

En að kalla ríkisstjórn Kristrúnar stjórn "auðs og frjálshyggju", getur það verið rétt?

Já, það er rétt. Það er í mér femínisti ennþá. Ég hef gengið í gegnum það að snúast oft 180 gráður með og á móti femínisma, kommúnisma, frjálshyggju og slíkum andstæðum.

Ég horfði á mjúku málin, trúði því að konur stæðu fyrir mjúku málin, ég var svo auðtrúa að halda að eitthvað gott kæmi með þessum konum, trúi því enn. 

Já, bíddu við, ég man að þú sagðir í fyrra margt jákvætt um Samfylkinguna, man ekki orðrétt, en að Kristrún hefði gefið henni líf eða eitthvað slíkt.

En orð þín láta mig staldra við og athuga mín viðbrögð.

Já, þegar þú kallar þessa Kristrúnarstjórn "auðs og frjálshyggju", þá eru á því fletir, ESB frjálshyggjan og Kvikubankafrjálshyggjan hennar Kristrúnar. Já, þetta er svolítið fláræði í þessari stjórn, frjálshyggja undir yfirskini jafnaðar.

En já, ég tel enn eða vona að þessi stjórn sé ekki alveg vonlaus.

Sko, voru ekki allir Íslendingar orðnir uppgefnir og dauðleiðir á Katrínarstjórninni? Var það ekki mikill munur að fá eitthvað allt annað í staðinn?

Ég segi bara enn, gefum þessum dömum smá séns, þótt Inga Sæland sé orðin fégjörn og hrokafull að því er virðist.

Þegar ég ber vonir til stjórnarinnar, er það vegna þess að í Flokki fólksins og Samfylkingunni er 100% samhljómur um að koma á réttlátara samfélagi. Ef þessir flokkar gera það ekki, þá veit ég ekki hverjir.

Eitt hef ég aldrei talið gott við þessa stjórn, það er ESB samhljómurinn. Það lærði ég hjá ömmu og afa að það drekkir þjóðinni í alþjóðlega hafinu.

Takk fyrir innlitið og hressilega spurningu. Já, ég vona enn að eitthvað gott geri þessar dömur.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 31.1.2025 kl. 22:40

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Ingólfur.

Ég veit ekki hvað á að kalla ríkisstjórn Katrínar, það eina sem ég veit að hún kom í veg fyrir algjöra upplausn í stjórnmálum þjóðarinnar, ruglandinn, sem núna er dottinn út af þingi, hefði tekið yfir, og við værum ekki að tala um sjálfstæða þjóð í dag. Sú ríkisstjórn dó hins vegar daginn sem Katrín gat ekki stöðvað aðför Svanhvítar að henni undir yfirskininu að banna hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast.  Það var þá sem Katrín fór að leita að útgönguleið.

En Viðreisn er úr ranni frjálshyggjunnar, meint velferðarstefna hennar er álíka trúverðug eins og þegar köngulóin í teiknimyndum segir við fluguna; Eigum við ekki að setjast niður og spjalla.

Og hún er flokkur auðsins, sem fjármagnar og gerir út frjálshyggjuna, því hún er tæki hans til að gera hina ríkustu, ennþá ríkari, á kostnað hins venjulega og fyrirtækja hans.

Sá auður vildi í Evrópusambandið á landsfundinum fræga þar sem Davíð Oddsson og Styrmir Gunnarsson berhentir felldu það auðskrímsli.  Þá var Þorgerður láta kljúfa með Þorsteini Pálssyni, og nokkrum öðrum fótgönguliðum, flestir tengdust Samtökum Atvinnulífsins eða hvað sem þetta hét þá.

Auðurinn vildi í Evrópusambandið því krónan var hindrun við að skipta innlendum ránsfeng hans í evrur.

Þetta snýst ekki séns Ingólfur, þetta snýst um staðreyndir. 

Þá staðreynd að vaxtastefna Seðlabankans er leiðarvísir ríkisstjórnar Kristrúnar, og fjármálaráðherra Viðreisnar fer með öll völd um útgjöld og eyðslu.

Það þarf hins vegar kerfisbreytingu til að framkvæma það sem þú ert að tala um, eða láta þig dreyma um. 

Sú kerfisbreyting er ekki boðuð.

Vonin dó í fæðingu, í alvöru Ingólfur, það er að segja að ef þú ert venjulegur en ekki frjálshyggjumaður.

Kveðja úr snarvitlausu rigningarveðri hér fyrir austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2025 kl. 12:22

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jú, rétt er það hjá þér að Viðreisn er kapítalískur holdgervingur Sjálfstæðisflokksins eins og ég orðaði það í pistli áður. Þessum kolsvarta kapítalisma hef ég ekki áhuga á að gefa séns, en þeir sem kusu Viðreisn þó greinilega og það voru margir.

Þetta eru jú staðreyndir og gott hjá þér að gera það skýrt.

Kerfisbreytingu þarf, skrifar þú. Já, vafalaust.

Það er þessi flötur sem mér finnst áhugaverður við kvennastjórnina, ekki kalla ég hana valkyrjustjórn. Þær eru gyðjurnar sem sækja dauða og við erum ekki alveg steindauð ennþá, svo mér finnst sú líking ósmekkleg.

Það sem er vonandi jákvætt við þessa stjórn, það eru tveir sterkir manngæzkupólar sem mætast í Samfylkingu og Flokki fólksins.

Að vísu er vandinn þessi, að Inga Sæland virðist nú farin að hugsa meira um eigin stöðu en annarra og Kristrún var held ég aðeins að nota þessa frasa til að fá athygli og völd.

Samt, við sjáum á skoðanakönnunum að nýja stjórnin hefur miklu meiri stuðning en fráfarandi stjórn.

Sem þýðir að almenningur er sammála mér, vill binda vonir við þessar dömur, eitthvað aðeins lengur.

Sem sagt: Almenningur hefur eitt vopn á þessa stjórn: Óvinsældir, ef reiðin verður nógu mikil og fleiri skandalar koma en ekki verið að efna loforðin.

Maður verður að vinna með það sem maður hefur, og nú hefur þjóðin þessa stjórn. 

Hin stjórnin var alveg komin á leiðarenda.

Ég er ekki venjulegur frjálshyggjumaður, heldur blanda af ýmsu.

Það verður hver og einn að halda í sínar vonir eða hafna þeim. Ég ætla aðeins að vona lengur, en er ekki alveg ánægður með nýju stjórnina.

Kveðja úr brjáluðu roki og rigningu hér fyrir sunnan, en klaki og frost eru líka á förum í bili.

Ingólfur Sigurðsson, 1.2.2025 kl. 14:33

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur og takk fyrir þitt góða spjall.

Klakinn kemur og fer, en við skulum sannarlega vona að Vonin lifi, meðal okkar sem og annarra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2025 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 111
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 675
  • Frá upphafi: 137722

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband