27.1.2025 | 05:16
Merkileg tíðindi ef konur verða í næstum öllum flokkum formenn
Áslaug Arna hefur rétt fyrir sér að ýmsu leyti. Til dæmis að það er að hrökkva eða stökkva núna, miðað við tízkubylgjuna sem er núna að konur séu í efstu sætunum í flokkunum og formenn þá er þetta rétti tíminn fyrir hana og aðrar konur að bjóða sig fram til formennsku.
Ef hún nær að draga ungar konur í stórum stíl til að kjósa flokkinn undir sinni forystu sem er mögulegt, þá er það rétt hjá henni að þetta sé nýtt upphaf fyrir flokkinn, en það á allt eftir að koma í ljós. Verður hún formaður og mun hún trekkja að svo marga kjósendur með persónutöfrum sínum að flokkurinn verði aftur stærsti flokkur landsins?
Ef maður þekkir kveneðlið verður margt skiljanlegt og maður þarf að þekkja hjarðhegðun kvenna þannig að ég veit að þetta er rétt hjá Áslaugu mögulega, að þetta sé nýtt upphaf hvað varðar fylgi.
Að fá fallega konu sem formann flokksins er bara nokkuð gott. Ef hún vex í embætti og verður skynsöm einnig og sannur leiðtogi, þá getur enginn kvartað.
Áslaug býður sig fram í formannssætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 83
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 887
- Frá upphafi: 133832
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eðli kvenna er slíkt að þetta boðar líklegast stöðnun, til góðs eða ills.
Hlutir versna ekki á meðan þeir breytast ekki, en þeir batna heldur ekki á meðan.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2025 kl. 10:11
Ég er hér að líta á það sem mér finnst jákvætt við það ef hún verður næsti formaður. Óbreytanleiki í merkingunni stöðnun er sjaldgæf. Yfirleitt afturför eða framför. Ég er enn á þeirri skoðun þótt maður geti litið á einhverja gleðilega punkta við að hún verði næsti formaður (kannski), að femínisminn allur sé hörmulegur og afturför, helstefna Harmageddon, Ragnarök.
Þessi menning okkar snýst um þetta afstæða. Á meðan allt fer til fjandans reynum við að finna fréttir um eitthvað jákvætt, úr tengslum við heildina. Sjálfsblekkingar. Stundum nenni ég ekki öðru en að taka þátt í þeim skrípaleik. "Skemmta Skrattanum" eins og amma sagði. Það er nútíminn.
Ingólfur Sigurðsson, 27.1.2025 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning