26.1.2025 | 10:00
Alþingisfólk varið fyrir gagnrýni
Sumir eiga víst að komast upp með sín skemmdarverk en aðrir ekki. Jafnvel Trump sem lifir í geitungabúinu sjálfu finnur hvað athugavert er við ástandið á Gaza og vill flytja íbúana í burtu til að forða þeim frá fleiri árásum og mannfalli. Sú lausn ætti að henta bæði gyðingum og múslimum, en erfitt að fá slíkt samþykkt þegar aðilar eru fastir fyrir og vilja ekki breytast eða taka á móti svona uppástungum. Aldrei fleiri drepnir, en mótmæli sjaldan verið minni eða máttlausari. Hvað veldur því? Vill fólk leyfa þetta?
Mannréttindi, hafa þau misst kraft sinn og gildi, er flestum orðið sama?
Krot af þessu tagi mætti flokkast sem mótmæli. Það ætti því að vera réttlætanlegt, en sjálfur hef ég aldrei tekið þátt í slíku, krotaði jafnvel ekki á strætóskýli í æsku eins og sumir unglingar. Ég varð ekki mótþróafullur fyrr en á fullorðinsárunum, nema í litlum stíl, með því að hlusta á Megas, sem þótti guðlast á mínu heimili, af ömmu.
Eru það skemmdarverk að kenna alþingismennina við þeirra ógæfuverk?
En hvers vegna eru það ekki skemmdarverk að krota á fólk með húðflúrum? Er þá fólk ekki heilagt, bara byggingar, og þá bara sumar byggingar?
![]() |
Krotaði Gaza á Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Samtalið við Jesúm Krist árið 1996. Ég fór útí kristilegt sta...
- Hin þöglu ár Cat Stevens, 1968 og 1969, berklana fékk hann 19...
- Sumir eru góðmenni og bera það með sér. Nafni minn og Bogi Ág...
- "Á endanum kemur þetta til okkar", (Stríðsmáttur eða stríðsvé...
- Vatnaguðinn sem ræður á okkar tímum, Toutates
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 19
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 553
- Frá upphafi: 156109
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.