Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbúnaðinum eins og Framsókn hefur gert

Hér er enn eitt dæmið um hnignun á þessu landi, það sem má betur fara. Hveitiframleiðsla hættir, vegna skorts á stuðningi og EES reglugerða sem gera umhverfið erfiðara.

Þetta er svipað og með greiðslukortin sem ættu að vera íslenzk og studd með íslenzkri tækni gervihnatta, en ekki rándýr í gegnum erlend fyrirtæki.


mbl.is Allt hveiti er nú innflutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi ríkisstjórn verður tæplega ríkisstjórn þeirra sem gera hlutina, hún verður ríkisstjórn þeirra sem panta þá að utan og leggja á til að græða. Það eru einfaldlega orðnir svo svakalega margir menntaðir í þannig sjálfbærni og kunna ekki annað.

Magnús Sigurðsson, 19.1.2025 kl. 07:43

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ó já, rétt er það. Síðan er það þessi keðjuverkun, að á meðan þau grafa undan sjálfstæði og innlendri framleiðslu ljóst og leynt, stundum með því að draga leyfisveitingar eða vera með vafstur í ráðuneytum, þykjast ekki skilja, þá verður þörfin meira fyrir ESB þjónustu og afslátt, undanþágur, styrki og hvað þetta allt heitir.

Eins og ég orðaði við stjórnarskiptin - þessi stjórn er beint framhald af þeirri síðustu í vissum skilningi. Flokkarnir þrír sem drápu sig eða hálfdrápu sig í síðustu ríkisstjórn sýndu einhvernveginn verstu hliðarnar á stefnu sinni. Vinstri grænir eltust bara við öfgakvenréttindi - og hreinlega þurrkuðust út. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur náðu ekki að sýna styrk, hlýddu öfgunum í VG. Því fór sem fór.

Nú vill fólk leyfa ESB krötunum að sýna hvað í þeim býr.

Við höldum að grafa okkar gröf í átt að ósjálfbærni og ósjálfstæði. Þó hef ég þá trú að oft sé vonin næst þá ógnin er stærst, eins og að Donald Trump var kosinn þegar heimsbyggðin var að stefna í átt að WW3 undir stjórn hins hræðilega Joe Bidens, eða Kamölu, eða skuggastjórnendanna þeirra.

Beztu kveðjur, mjög góð athugasemd eins og oft.

Ingólfur Sigurðsson, 19.1.2025 kl. 20:58

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

... Við höldum áfram að grafa okkar gröf í átt að ósjálfbærni og ósjálfstæði... osfv átti þetta að vera.

Ingólfur Sigurðsson, 19.1.2025 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 83
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 807
  • Frá upphafi: 137130

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 616
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband