17.1.2025 | 01:55
Stefnuleysi
Mögulega næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún var í viðtali í gær á Stöð 2 hjá Heimi Má. Ekkert nýtt kom fram í þessu viðtali. Hún svamlaði í gömlum frösum og var hvorki viss um að hún hefði áhuga á að verða næsti formaður eða að flokkurinn yrði aftur eins stór og hann var. Var á henni að skilja að flokkurinn og Bjarni hefðu nú þegar gagnazt henni við að ná þeim femínísku markmiðum sem hún lærði ung - og þessum smáa slatta af gildum flokksins sem hún hefur tileinkað sér.
Dökkhærður og laglegur - hún er það - en þegar hún lýsti framtíðarsýn sinni fyrir flokkinn var það moðvolgt og ósannfærandi - áframhaldandi stuðningur við NATÓ og Bandaríkjaher hér á þessu landi, að drepa Úkraínumenn og Rússa með Úkraínustuðningi, og síðan þetta hefðbundna að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera við völd og að minnka ríkisbáknið. Nema sumt af þessu gengur eftir en annað síður. Nató er samtaka í að framlengja stríðið á milli Úkraínu og Rússa, en Trump er síður umhugað um það.
Þórdís Kolbrún er ekki af þessum kynslóðum sem skildu hvers vegna flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn var nauðsynlegur, þegar við vorum að losna undan Dönum og þeirri áratuga niðurlægingu. Fyrir suma er Sjálfstæðisflokkurinn hræ sem hægt er að nærast á, til að ná fram þjóðfélagsbreytingum kvenréttindanna ýktustu og alþjóðavæðingarinnar.
Auðvitað eru þau svipuð, bæði Guðlaugur og Áslaug - með örlítið meira af skynbragði fyrir fortíðinni kannski, um það má deila, en varla meira en svo.
Mér virðist sem Viðreisn hafi tekið við hlutverki Sjálfstæðisflokksins vegna þess að þar er engin forysta, eða forystan ónýt og hugsjónir dauðar.
Nýtt forystuleysi eða sama gamla forystuleysið í Sjálfstæðisflokknum?
Er ekki miklu skemmtilegra að tala um Viðreisn en Sjálfstæðisflokkinn?
Mér finnst bara mjög áhugavert að sjá og fylgjast með því hvernig ráðherrar og ráðherfur Viðreisnar standa sig. Það hvort þjóðin fer inní ESB 2027 er svo enn ein spurningin sem er áhugaverð.
Viðreisnarfólkið hefur staðið í skugga sjálfstæðismanna. Nú breytist það.
Það er hægt að segja að Viðreisn sé hinn nýi Sjálfstæðisflokkur, eða það brot út Sjálfstæðisflokknum sem situr í ríkisstjórn - þannig að hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn er sjálfur hluti af ríkisstjórn eða brotin úr honum virðast örlög þjóðarinnar alltaf vera þau að hann komi að stjórn landsins á einn eða annan hátt.
![]() |
Ný forysta í uppsiglingu: Hver tekur við taumunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvers vegna gerir ekki ungt fólk á Íslandi uppreisn gegn komm...
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 113
- Sl. sólarhring: 119
- Sl. viku: 837
- Frá upphafi: 137160
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 640
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ingólfur það er alveg rétt hún er "ísmeygileg" er varla dugir það eitt til að komast að sem formaður stjórnmálaflokks. Formaður Viðreisnar þurfti að gera aðeins betur, ÞVÍ HÚN VARÐ AÐ VERA BÆÐI ÍSMEYGILEG OG FREK (þó svo að aðeins hafi ísmeygilegheitin fölnað en á móti hefur frekjan aukist alveg gífurlega). ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR VIÐREISN Á EKKERT SKYLT VIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN HELDUR ERU ÞETTA "UNDANVILLINGAR" OG ERU BARA "SAMFYLKINGARFÓLK (LANDRÁÐAFYLKINGARFÓLK).........
Jóhann Elíasson, 17.1.2025 kl. 04:24
Hrút leiðinlegt fðolk!
Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2025 kl. 23:24
Fólk samt.
Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2025 kl. 23:25
Takk fyrir þetta Helga og Jóhann. Eitt sinn var nóg af úrvalsfólki í flokknum og kringum hann. Eitthvað hefur þetta að gera með lélega stjórnmálamenningu eins og einhver skrifaði nýlega. Vinstrimenningin skemmir fyrir hæfileikum og hindrar að þeir komi fram og njóti vinsælda. Wókið er þannig, það er ekki hvetjandi.
Jæja, vonandi að þessi tími í stjórnarandstöðu hressi flokkinn.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 17.1.2025 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.