16.1.2025 | 02:17
Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
Bob Dylan gisti hjá kunningja sínum nótt eina í marz 1964 á svefnsófa. Kunninginn var blaðamaðurinn Al Aronowitz í New Jersey. Það borgaði sig fyrir kunningjann að fá Bob Dylan í heimsókn. Aronowitz skoðaði innihald öskutunnu sinnar þegar lagahöfundurinn var farinn. Fann hann þar samankrypplað blað með uppkasti að laginu "Mr. Tambourine Man". Geymdi hann þetta vélritaða blað Dylans árum saman í safni sínu.
Aronowitz lézt 2005 og nú eru erfingjar hans að selja muni úr safni hans.
Búizt er við því að vélritaða síðan í öskutunnunni seljist á allt að 90 milljónir á uppboði! Bob Dylan á marga aðdáendur sem vilja greiða stórfé fyrir slíkt. Menn vita alveg að slíkar tölur eru réttar, því handrit og annað frá Dylan hafa oft farið á uppboð. Hann skrifaði á alla snepla sem hann fann fyrstu árin sem tónlistarmaður og þeir sneplar hafa einatt ratað á uppboð og fengizt góður peningur fyrir.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 5
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 419
- Frá upphafi: 132476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 316
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning