Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988

Ætla að taka upp eina skræðu,

aðeins til að muna bullið.

Vakna fyrir vöntun,

vilja þær nú sullið.

Nennti að reyna að ná þeim prófum, sjáðu...

nútíminn er spilltur,

enda alveg trylltur!

Ástarskilning fáðu!

Goðin góðu þráðu!

Gellu fæ og snotra læðu!

Forðumst þeirra felgulegu köntun,

finnst mér Rembrandt leynast víða!

Málandi mest,

mér finnst það bezt,

tónlistartær,

túnlappasær,

elskumst, stundin stríða,

strekkist alltof víða.

 

Feiminn því ég feitar lofa,

finnst það ekki hægt að segja.

Opna bækur ekki,

ætla bara að þegja...

Er svo glaður einmitt þeim að kynnast,

eftir trega sáran.

Bleik er orðin báran.

Bara vont að sinnast.

Segðu: Mýkt vil minnast,

myrkvun tímans boðar dofa.

Þú munt finna þjóðfélagsins hlekki,

þegar reglum ferð að hlýða!

Óhlýðnin er

allra bezt hér,

finna sér fljóð,

flytja út á lóð.

Bara vilt ei bíða,

blíð er milli tíða.

 

Elska margar einmitt núna,

ótalmargar þrýstnar finnast

hér í bekknum blíða,

bara gott að kynnast

þeim og kannski ná í eina og njóta

náttúrunnar gjafa

utan allra tafa,

engu skaltu hóta,

bara goðin blóta.

Bezt að missa kristnu trúna.

Finn mig hér í fýsn og utan stríða!

Fljóð er ljúfast hérna inni!

María mær,

mér virðist tær,

Herdís er hott,

hefur ei skott,

nei, ei nóg að sinni,

nauðsyn handa minni.

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 132141

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 371
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband