10.1.2025 | 03:26
Í Loku launum, ljóð frá 23. nóvember 2018.
Ekkert stendur eftir þetta,
eyðingin guðsins þíns, fyrir var mælt.
Bara þetta bága að frétta,
börnin þó gátu í fyrndinni skælt.
Fordæmd af Jahve, það er þetta,
þú ert svo maurinn, forritið eitt.
Segir allt svo ei af létta,
engum treystir lokuð, kjötið feitt.
Útilokuð aftur verða
áreitin sem hún þig truflar með, sjá...
Milli sinna mögru gerða,
maðurinn kom aftur himnastöð frá.
Iðrunin hverfur, aðeins vélin,
ekkert samvizkan kennir meir.
Bundin saman, stýfð svo stélin,
stefnan glötuð, konumyndin deyr.
Þar sem enginn losti lifir
líkin upp hrannast og spurningin gleymd.
Komst hún þetta ekki yfir,
aðeins af Jahve til helvíta teymd.
Ógæfu hrintu, viljinn virki,
verði hver dagur starfið í raun.
Hrós svo færðu, herrann styrki,
hafna muntu því ei, mest færð laun!
Hjálp ég veitti henni í raunum,
hafði þó rænt frá mér gullskeið mjög oft.
Borgað fær í Loku launum,
líkast til fjarstýrt, ó ættanna skopt!
Lát það ei harma, drag þig á dýrið,
daprast svo minning, enginn það veit.
Rúst ein, móðir, myrkvað stýrið,
múrverks stöðluð feðradæmissveit.
Andlát hennar enginn harmar,
öll jafnvel börnin þau flugu svo langt.
Eftir standa stolnir garmar,
starfið frá öndverðu þrældómsok rangt.
Forritað allt er fólkið bara,
fallvölt er gæfan, takmörkuð þjóð.
Kanntu að hjálpa gjálpum gara?
glötuð menning, fyrri virðisslóð.
Þannig margir þér ei veitast
þegar ei metinn að verðleikum er.
Eftir rusli ýmsir leitast,
allt er svo fánýtt og kjánalegt hér.
Samfélag við mér sundrað blasir,
samstaðan lítil, eigingjörn tík.
Þó er helgur þeirra Glasir,
því ég mér á betri stalla vík.
Skýringar á orðum:
Skopt:Hár, flýtir, asi, stress.
Gjálpur, lýsingarorð: Sjálfhælinn, sem með hroka og yfirlæti breiðir yfir minnimáttarkennd.
Gari: Hrokafullur maður, drambssamur.
Virðisslóð: Hámenning.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 7
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 611
- Frá upphafi: 132064
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning