9.1.2025 | 00:50
Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
Rödd Þorgerðar Katrínar og annarra innan Evrópu er orðin hjáróma um reglurnar sem fara skuli eftir, Natólög, ESB-lög, alþjóðalög og slíkt.
Hér skal ég vitna í sjálfan Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, þekktan álitsgjafa. DV vitnar í hann líka.
Hér eru fyrirsagnir í DV fréttinni, hafðar eftir honum:
A) "Vilji hins sterka vegur þyngra en alþjóðalög".
Hér útskýrir Hilmar að Íslendingar og fleiri hefðu átt að tala fyrir friði en ekki stríði (undir yfirskrift samúðar með Úkraínumönnum), því með valdatöku Trumps er óvíst hvort hann mun ganga í lið með Pútín eða Selenskí - eða fara mitt á milli einhvernveginn. Framtíð Nató er einnig óviss, hvort Bandaríkin verða þar áfram, eða í óbreyttri mynd.
B) "Gæti orðið til góðs fyrir Grænland".
Grænlendingar eru um þessar mundir að semja nýja stjórnarskrá og þeir vilja fullt sjálfstæði frá Dönum.
"Að kaupa Grænland" er ekkert annað en orðalag, og gæti þýtt aukið sjálfstæði og völd Grænlendinga í framtíðinni, og tengsl við stórveldi eins og Bandaríkin hefur kosti í för með sér, framþróun í tækni og vísindum, hagvöxt.
Hilmar endurtekur að nú eru stríðstímar. Bidenstjórnin og Evróputrúðar eins og á okkar þingi hafa átt jafn mikla sök á því stríði, ef ekki meiri en Rússar, með því að styðja ögranir við Rússa frá 2014, og jafnvel enn lengur.
Að Grænland sé "keypt af Trump" er svipað því og að Ísland gangi í ESB. Grænlendingar fá þá sæti við "stóra borðið", eins og Íslendingar inní ESB - (Þau völd geta verið ímyndun eða í raun, um það má deila).
C) "Hætta á norðurslóðum og vopnakaup Íslands".
"Það er verið að gefa Rússum tilefni til að ráðast á okkur", er haft eftir Hilmari í Háskólanum á Akureyri. "Það er eins og stjórnvöld skilji þetta ekki og séu að hugsa um einhverja aðra hagsmuni en íslenzkra ríkisborgara".
Hann talar um sæstrengina og hættuna á að þeir verði rofnir, og afskipti trúðanna á Íslandi sem telja sig stóra og mikla auki hættuna á því. (Orðalagið er mitt, um trúðana að minnsta kosti).
Sumir í athugasemdum tala um það að við höfum ekki einu sinni haft burði til að halda úti landhelgisgæzlu. Við erum eins og maurar miðað við stjórþjóðirnar, en maurarnir þenja sig nú samt.
Það er hægt að ná tökum á löndum eins og Grænlandi öðruvísi en með beinni hernaðaríhlutun, til dæmis með efnahagsþvingunum, og allskyns bolabrögðum eða klækjabrögðum, eins og samningum, en þeir geta verið mjög mismunandi, og stundum með íþyngjandi ákvæði.
Yfirlýsingar Trumps ber því ekki að taka bókstaflega, en alvarlega, eins og hér kemur fram í fréttinni.
Mér þykir margt - ef ekki allt - benda til þess að breytingar verði, úr því að Grænlendingar sjálfir eru að þrýsta á sitt sjálfstæði.
Hugmyndir og stefna Trumps er því hluti af heimsmynd sem er að breytast.
Á yfirborðinu er talað um lýðræði næstum allsstaðar, en í reynd er einræðið í sókn í ýmsum myndum, og vald hins sterka.
Þannig að Netanyahu og sókn hans og svo Pútín og sókn hans, þetta er allt hluti af sömu breytingunum sem eru að verða í menningunni og pólitíkinni, heimsmyndin breytist.
Með hervaldi og beinu stríði við Grænland myndi Trump sennilega ná Grænlandi, því enn á ekki Evrópa neinn her sem kemst í hálfkvist við þann bandaríska. Um þetta er til dæmis bloggarinn Gunnar Rögnvaldsson miklu fróðari en ég, og vonast ég eindregið eftir því að hann skrifi um þetta, enda er hans þekking mikil.
Þannig að þótt Evrópa hóti stríðsaðgerðum gegn Trump ef hann lætur sverfa til stáls, þá er erfitt, mjög erfitt að sjá það í framkvæmd.
Á einn eða annan hátt munu Bandaríkin sennilega fá sitt fram í þessu máli.
Nú verða andstæðingar Pútíns og Trump og fleiri svona sterkra leiðtoga að spyrja sig að því hvers vegna það dugar ekki að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa, það breytir ekki stóru atburðarásinni, og alþjóðaþróun.
Tekur hugmyndir Trumps alvarlega en ekki bókstaflega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 74
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 668
- Frá upphafi: 132024
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 557
- Gestir í dag: 64
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning