Grundarstólpinn, ljóð frá 9. júlí 2018.

Hve góðmennskan henni var handbær,

en hafnandi nútíminn birtir ei slíka.

Hafi ég kynnzt þannig heimsmynd í gær,

hofin nú lokast þér, klíka.

Fórnar sér fyrir

fallinn son.

Eigingjarn heimur ekki finnur von.

aðeins í syndum hlær.

Hreyfiaflið, vondir vindar, byrir,

verður þetta minnisvarðinn þinn,

og mannsins, kvenna, minn?

 

Loks þegar við hittum svo háþjóð,

hundruðir sjúkdóma neyða í vanda...

fylgjandi eitraðri frelsarans slóð,

foringinn nýslegins anda?

Aðeins um aðra

átti leið.

Nú eru liðnir dagar, nautnaneyð,

neðanfrá Esus, hljóð...

Raunar var hún göfug, gæðri blaðra,

Grundarstólpinn, Miðrás verður hér,

já, eins og alltaf ber...

 

Loks eigingjörn afhelgast, framlaus,

einsog hvert smábarn sem tyftun ei hlýtur.

Loksins er orðið svo rakalaust raus

að roðinn þinn helgina brýtur.

Göfgin er gengin,

glötun vís.

Ljóst honum, fjarri dýrmæt, þroskuð dís!

djöflurnar frekar kaus...

Heilög verður hérna aldrei fengin,

hefur Víti birt sig, skilja menn,

já, sundureyddir enn.

 

 

Skýringar:

Góður, gæðri, gæðztur - forn stigbreyting.

Batur, betri betztur, - forn stigbreyting.

Miðrás:Míþras, guðinn.

Grundarstólpi: Jarðar helgidómur, fornminjar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 131949

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband