Bölvun Selenskis - stuðningsfólk hans missir völd

Arnar Loftsson skrifaði um það seint í fyrra, þegar Bjarni var enn við völd að Bjarni Benediktsson hefði fengið á sig bölvun Selenskis. Hún er á þá leið að allir sem hafa smjaðrað fyrir honum, tekið í hönd hans og hjálpað Úkraínu fjárhagslega fari frá völdum. Reyndar krydda ég þetta, en inntakið er það sama. Nú hefur spá hans ræzt og Bjarni farinn frá völdum. Örlög Bjarna Benediktssonar urðu þau sömu og Katrínar Jakobsdóttur, að kveðja pólitíkina alveg, ekki bara ráðherraembættin.

Ég get ekki tekið undir það að Bjarni hafi verið stórmenni í pólitík, miðað við fylgishrun flokksins, og ég tel vel hægt að segja að þar hafi hann verið mikill áhrifavaldur, að fylgistapinu.

Bjarni Benediktsson var útfararstjóri Sjálfstæðisflokksins, því nú eru ekki í sjónmáli meiri leiðtogar en hann á vígvellinum.

Vinstri grænir minna á skonnortu sem er sokkin með allri áhöfninni og ekki björgun eygjanleg.

Sjálfstæðisflokkurinn minnir á Titanic, búið að sigla á borgarísjakann og er að sökkva dýpra.

Valið stendur á milli Þórdísar Kolbrúnar og Jóns Gunnarssonar, þar eru skýrir valkostir hvert Sjálfstæðisflokkurinn gæti farið - alveg inná miðjuna eða aftur til hægri þar sem hann var í upphafi

Áslaug Arna hefur slípað af sér ákveðna wók-vinstriöfgaímynd, og ég hrósaði henni fyrir það í pistli áður. Samt minnir Þórdís Kolbrún á stál, ósveigjanlegt, og því minnir hún meira á formann, með hörku sinni.

Mér þykir líklegast að Þórdís Kolbrún verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er miðað við stefnu flokkseigendafélagsins, að afneita fyrri stefnu flokksins en gera hann að eftirmynd Samfylkingarinnar.

Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur unnið mikla kosningasigra undir forystu Donalds Trump. Minnumst þess að hann var kallaður nýr Adolf Hitler af fjölmörgum vinstrisinnum þegar hann fyrst kom í ljós og var á sínu fyrra kjörtímabili. Menn óttuðust að Bandaríkin yrðu eins og Þýzkaland nazismans frá 1933 til 1945, en svo varð ekki.

Repúblikanaflokkurinn er ákveðin hliðstæða við Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi. Munurinn er þó sá að tveggjaflokkakerfi er í Bandaríkjunum í reynd, þó fleiri flokkar bjóði þar fram, nema þeir ná aldrei neinu raunhæfu fylgi. Hér á Íslandi dreifist fylgið víðar.

Þegar fjórflokkurinn var við lýði á Íslandi má segja að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi myndað sama afl og Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum og Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið sama afl og Demókrataflokkurinn.

Nú er þetta flóknara - en undir hulunni þó svipað - nema kjósendur eru óákveðnir og úrslit ráðast oft seint, í kjörklefanum jafnvel.

Það er hreinlega alls engin eftirspurn eftir Sjálfstæðisflokknum sem lélegri eftirhermu Samfylkingarinnar. Það hefur komið í ljós í stjórnartíð Bjarna.

Eftirmæli Bjarna Benediktssonar verða þessi:

Hann reyndi að gera öllum til hæfis en það tókst ekki.

Hann reyndi að vera femínisti og kom konum til valda innan síns flokks og utan hans. Hann uppskar vantþakklæti og hatur meirihluta þjóðarinnar.

Hann er myndarlegur maður sem minnir á hörkukarlrembur fyrri áratuga í útliti, en hann er mjúkur maður í reynd, myndu margir segja, góður maður og sveigjanlegur, réttlátur, einum of kannski.

Þó er það rétt að hann er stórveldi í íslenzkri pólitík, eins og sérfræðingarnir hafa sagt. Tómarúmið eftir hann er gígantískt.

Ef reynt verður að fylla það með Guðlaugi Þór, Þórdísi, Áslaugu eða öðru fólki sem reynir að herma eftir honum, þá má búast við að árangurinn verði lélegri en hjá Bjarna. Þetta snýst ekki um hvort viðkomandi er kona eða karlmaður, heldur eftirherma Samfylkingarfólks, hægrikrati með öðrum orðum.

Ef hinsvegar alvöru hægripólitíkus verður valinn sem næsti formaður, eins og Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson eða Ásgrímur Friðriksson, - eða jafnvel kona eins og Sigríður Á. Andersen, sem er ekta íhald og sjálfstæðiskona eins og upprunastefnan gerir ráð fyrir þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn rétt úr kútnum eins og Repúblikanaflokkurinn undir stjórn Donalds Trump.

Vandinn er sá að reynt var að gera þessa menn (eða þetta fólk) áhrifalaust innan flokksins fyrir síðastu kosningar, þótt sýndaruppbót væri í boði fyrir suma.

"Nótt hinna löngu hnífa" um þetta var pistill eftir mig (22/10/24), sem fékk gott hrós lesenda, og einn bloggari skrifaði jafnvel enn betri pistla uppúr mínum pistli um þetta, Ómar Geirsson, í kjölfarið

"Slátrunin mikla", það voru orð sem notuð voru um það hvernig reynt var að femínismavæða Sjálfstæðisflokkinn fyrir síðustu kosningar, í nóvember.

"Víglínur skýrast" eftir Ómar Geirsson (28/10/24) er mjög góður pistill um femínismavæðingu og hægrikratavæðingu Sjálfstæðisflokksins um þær mundir. Slík aðför að upprunagildum flokksins var endurtekning á sama ferli í gegnum mörg ár.

Miðað við það að Sjálfstæðisflokkurinn fær næstum því ALLTAF meira fylgi í kosningum en skoðanakönnunum, þá má segja að femínismavæðing flokksins hafi eytt honum, og að hann hafi EKKI unnið varnarsigur í þessum kosningum.

Auðvitað saknar maður Bjarna úr pólitíkinni. Hann hefur sett svip sinn á þjóðlífið og pólitíkina um langt skeið. Tómið sem hann skilur eftir sig er mjög stórt.

Manni virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera í vanda. Það er ekki auðvelt að fylla tómið sem formaðurinn Bjarni skilur eftir sig. Kannski tekst það þó. Öldur þjóðfélagsumræðunnar eru óútskýranlegar - þær fara í allar áttir.

Af einhverjum ástæðum gæti því samúð og velvild þjóðarinnar farið að leggjast á sveif með hægrisinnum á Íslandi - hver veit?

Bjarni er sennilega ágætismaður.

Mín skoðun er sú að einhver eins og Jón Gunnarsson, Brynjar Níelsson eða Ásmundur Friðriksson ætti pottþétt að verða næsti formaður, eða Sigríður Á. Andersen, ef fólk vill frekar konu í þetta embætti eins og víða í hinum flokkunum.

Þó finnst mér sennilegast að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verði næsti formaður, eða Áslaug Arna.

Ef það gerist, og ef fylgi Sjálfstæðisflokksins fer niður fyrir 10%, þá er ljóst að flokkur Arnars Þórs gæti fyllt uppí tómið og Miðflokkurinn, eða Frelsisflokkurinn eða Íslenzka þjóðfylkingin. Þeir flokkar hafa sumum gleymzt, en ekki öllum, eftirminnilegir flokkar með skýra stefnu til hægri, nokkuð sem hefur mjög skort í íslenzka pólitík á þinginu mjög lengi.


mbl.is Bjarni hættir á þingi og fer ekki í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vel hægt að taka undir með þér að ætli Sjálfstæðisflokkurinn að ná fyrri hæðum þá þarf að skipta um stefnu. Helst þýðir það óþekkt nafn sem enginn til eigi það að ganga upp. Þórdís, Áslaug eða Guðlaugur munu ekki gera gott fyrir flokkinn.

Rúnar Már Bragason, 7.1.2025 kl. 12:36

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir innleggið Rúnar, sammála þessu. Þetta verður spennandi að fylgjast með. Finnst einhver aðili með mikla persónutöfra og forystufylgi?

Þau sem hafa verið nefnd geta mjög tæplega gert betur en Bjarni.

Ingólfur Sigurðsson, 7.1.2025 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 723
  • Frá upphafi: 131929

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 596
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband