Sammála, ekki var skaupið mjög skemmtilegt

Ekki var þetta beitt skaup og ekki var það heldur fyndið. Erfitt er að skynja hvað fyrir þeim vakti sem gerðu það. Var verið að forðast pólitísk deilumál? Jú eins og venjulega voru nokkrir sketsar fyndnir, en að þessu sinni aðeins mildilega.

Ég gat svolítið brosað að brandaranum um Miðflokkinn.

Hitt sýndi ekki nýjar hliðar.

Krakkaskaupið var eiginlega fjörlegra, með meira af tónlist sem var hressandi.

En tónlistin var sæmilega góð í fullorðinsskaupinu líka, en hvorki pólitísk né beitt eða framúrskarandi heldur.

Fólkið sem framleiddi og skrifaði skaupið er margreynt og hefur áður gert betur. Hvað kom fyrir? Metnaðarleysi? Ekki gott að segja.

En skaupin eru alltaf svona, misgóð. Þarna var of mikið af ófyndnu efni.

Hvar var til dæmis sketsinn um deilu Sigríðar og Helga um ríkissaksóknaraembættið? Þar var efniviðurinn í fyndið atriði.

Hvar voru fleiri og fyndnari sketsar um allar kosningarnar á síðasta ári, og biskupskosningarnar þar með?

Það litla sem var komið inná kosningarnar skorti að vera beitt og fyndið.

Floppið hennar Katrínar var ekki notað mikið, og brandarinn alveg ófyndinn um hana í þessu skaupi.

Langflestir brandarar misheppnuðust fullkomlega í þessu skaupi en mikið var um bitastæðan efnivið á síðasta ári. Skrýtið hvernig svona skaup misheppnast þegar vel hefði getað tekizt.

Þegar tónlistaratriðin eru betri en sketsarnir, þá segir það meira en allt annað um gæði skaupanna eða lélegleika þeirra.

Að því sögðu bið ég Kötlu Margréti velvirðingar á hreinskilni minni í þessari tjáningu, hún er æskuvinkona frænku minnar og ég þekki hana.

Ég get sagt það þó að skaupin eru ALLTAF skárri en ekkert, og þetta þar með talið.

Það var örlítið hægt að brosa.


mbl.is Íslendingar tjá sig um skaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég leyfi mér að giska; aðeins sprautaðir horfa enn á elítusjónvarpið.

Guðjón E. Hreinberg, 1.1.2025 kl. 14:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég tel mig geta horft á elítusjónvarpið án þess að þurfa að vera sammála öllu þar. Það er bara samkvæmisleikur að fjalla um dagskrárliðina í fjölmiðlunum, líka í RÚV.

Lastu ekki pistilinn minn sem heitir:"Náungakærleikurinn er bezta vörnin gegn umgangspestum!". 

Þar segi ég það alveg út að Kamilla og sprauturnar hennar eru ekki endilega mér að skapi og tel að lélegra ónæmiskerfi hjá landsmönnum og miklu meira af umgangspestum geti verið út af þessum bóluefnum, - eða erfðabreytiefnum, meira réttnefni.

Ég er með þér í þessu máli á sama máli, með að vera á varðbergi gegn sprautum og bólusetningum. Það hefur ekki breyzt.

Að fjalla um léttvæga sjónvarpsdagskrá finnst mér ákveðin spennulosun og frí frá þyngri umfjöllunarefnum.

Óska þér gleðilegs nýárs,

beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 2.1.2025 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 858
  • Frá upphafi: 131468

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 648
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband