30.12.2024 | 18:00
Þegar eldra fólk reynir að slá um sig með wók hugmyndum
Það hefur vakið athygli mína að í DV er frétt um deilu Jóns Sigurgeirssonar og Snorra Mássonar um hinseginleikann. Síðan kemur Jón Magnússon með ágæta athugasemd þar undir, en hún fær miður góða dóma hjá þeim sem eru virkir í athugasemdum. Ég hef raunar grun um að þeir sem fyrstir koma með athugasemdir fyrir neðan hann séu mjög langt til vinstri. Ég kannast við nöfnin og þetta er fólk sem hefur allt aðrar skoðanir en við Jón Magnússon.
Mér er farið að blöskra þessi umræða. Þegar einn fyrir neðan athugasemd Jóns Magnússonar setur innan gæsalappa "líffræðilegar staðreyndir" þá spyr ég mig hvað er farið að gerast í þessu þjóðfélagi okkar.
Ef fólk getur ekki viðurkennt einfalda líffræði, hvað er þá farið að gerast?
Síðan þessi setning hjá Smára Sverrissyni (sem er ósammála Snorra):"Hvern andskotann kemur ókunnugu fólki það við hvaða upplifun annað fólk hefur?"
Í þessari setningu Smára Sverrissonar er innifalin þversögn, því hann gæti þá spurt sig með sömu rökum: "Hvern andskotann kemur mér það við hvaða skoðanir Jón Magnússon hefur og það fólk sem er sammála honum?"
Síðan er ýmislegt í bullinu í Jóni Sigurgeirssyni sem hægt er að mótmæla.
Af hverju eru þeir minniháttar sem skilgreina sig af öðru kyni en þeim var úthlutað við fæðingu? Eða hommar og lesbíur? Eru ekki duldir fordómar í því að kalla þetta fólk minnimáttar?
Þótt einhver tilheyri hópi sem er ekki fjölmennur þurfa einstaklingarnir sem slíkir ekki að vera neitt meira minniháttar eða minnimáttar sem eru þannig.
Jón Sigurgeirsson fullyrðir að tilfinningin sé ekki lærð að sú er fæðast með leg geti ekki talið sig vera annað en kona. "Hún breytist ekki vegna árása öfgamanna sem hafa enga ástæðu fyrir fullyrðingum sínum aðra en ofbeldishneigð." Ja, hvílík tendemis bull og vitleysa í Jóni Sigurgeirssyni. Snorri Másson er ekki ofbeldismaður eða þeir sem tjá sig á annan hátt en hann sjálfur. Það sem Jón Sigurgeirsson vill er að múlbinda alla tjáningu í wók.
Jón Sigurgeirsson segir "Það er kjarninn í vestrænum frelsishugmyndum að fólk megi skilgreina sig sjálft og að það sé aumingjaskapur að ráðast á minnimáttar."
Ja það er þá aumingjaskapur með gott markmið, að auka frjósemi og halda saman þjóðarheildinni með kristilegum gildum.
En setning hans er röng. Kjarninn í vestrænum frelsishugmyndum er frekar að aðrir hafi rétt en aðallinn, bæði til að tjá sig og komast í vinnu, græða peninga, fá virðingu og slíkt.
Að skilgreina sjálfan sig sem eitthvað annað en það sem maður er við fæðingu, það er eitthvað nýtt sem er mjög vafasamt að telja mannréttindi.
Það skiptir engu máli þótt gamlir kallar eins og Jón Sigurgeirsson skrifi í vígi íhaldsmennskunnar og kristninnar, Morgunblaðið og lýsi því yfir að hann sé yfirmáta wók eins og unga fólkið (sumt, en ekki allt, vel að merkja). Þær skoðanir verða ekkert skárri fyrir vikið.
Athugasemd Jóns Magnússonar er góð þarna undir þessari grein.
Ég hinsvegar nenni ekki að koma með athugasemdir í DV undir svona greinum, sem eru skrifaðar til að æsa fólk í þessu máli og skapa andstæð viðbrögð.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 97
- Sl. sólarhring: 173
- Sl. viku: 822
- Frá upphafi: 131303
Annað
- Innlit í dag: 78
- Innlit sl. viku: 598
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning