Aftur fáum við þrjá flokka. Yfirborðsbreyting en ekki innihaldsbreyting? Aftur fáum við tvo flokka sem eru hálfkratískir og hálffrálshyggjulegir og einn flokk þar sem málflutningurinn minnir á vinstriflokka en verkin á frjálshyggjumenn.
Viðreisn er klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Báðir flokkar eru hægrikrataflokkar, en Sjálfstæðisflokkurinn með djúpar rætur í þjóðernisíhaldi og þjóðernishyggju sem ekki á upp á pallborðið nú á dögum eins og þá. Viðreisn hinsvegar ESB flokkur, sem felur þá ásýnd sína núna vegna þess að ESB er í kreppu og helztu löndin þar.
Samfylkingin er jafnaðarflokkur eins og Framsókn Sigurðar Inga. Jónas frá Hriflu átti drjúgan þátt í að stofna báða flokkana - ef við tökum Samfylkinguna sem beinan afkomenda Alþýðuflokksins. 1916 kom Jónas frá Hriflu að því að stofna Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkinn, og árið eftir kom hann að því að stofna Framsóknarflokkinn, og varð formaður hans í 10 ár.
Samvinnuhugsjónin er sameiginleg Samfylkingunni og Framsókn, og ákveðin jafnaðarmennska. Áherzlan á bændur og þjóðmenningu er þó tilviljanakenndari í Samfylkingunni en regla frekar en undantekning í Framsókn.
Flokkur fólksins er blanda af vinstrigildum og hægrigildum. Fólk kaus þann flokk núna sem var orðinn þreytt á vinstrinu, býst ég við.
Verður þetta Elítustjórn? Áherzla á þá ríku en ekki jöfnuð? Verða örlög Ingu Sælands sömu og Katrínar Jakobsdóttur urðu, að verða óvinsæl eins og hennar flokkur, fyrir að gefa of mikið eftir, og breytast í liðsmann fjármagnsflokkanna?
Ef það gerist, þá verður Flokkur fólksins að engu eins og aðrir flokkar sem fóru þá leið.
Ekki er nóg fyrir Ingu Sæland að tala um fallega ríkisstjórn, ef landsmenn verða ekki sammála henni um það.
Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 38
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 722
- Frá upphafi: 129837
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni gugnaði á að hætta stuðningi við UNRWA
Ef til vill gengur Kristrúnu betur nú þegar vagga Sósíaldemókrata hefur ákveðið að hætta öllum stuðningi við UNRWA
Sverige slopar stödet till FN-organet Unrwa | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 20.12.2024 kl. 20:55
Já þetta er áhugaverður punktur Grímur. En þetta er nú eins og hvað Samfylkingin er eins og bikkja sem lætur ekki að stjórn, hvað hún bregzt seint og illa við breytingum á öðrum Norðurlöndum á stefnunni hvað varðar opin landamæri og að taka upp skynsamlegri stefnu.
Eins og Páll Vilhjálmsson fjallar um á síðu sinni í dag, við erum með fullt af óhæfum embættismönnum við völd. Dillur og sérstök áhugamál geta þannig stjórnað miklu í þessu þjóðfélagi.
Jú það má vera að Kristrún skipti eitthvað um skoðun með UNRWA, en kannski ekki. Nú virðist framtíðin óráðin gáta með þessar þrjár dömur við völd.
En ég ætla að halda fast í þá skoðun mína að íslenzkir kjósendur ráði því hvort þessir flokkar verði örflokkar næst eða ekki.
Það er merkilegt við þessa flokka, að þeir gætu allir orðið mjög litlir aftur. 2016 Var Samfylkingin við það að þurrkast út. Úr því að VG þurrkaðist út, þá getur það líka gerzt fyrir þessa þrjá flokka. Flokkur fólks er ekki búinn að treysta sig í sessi eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, með þessa "kjölfestu", og Viðreisn gæti líka horfið eins og Samfylkingin.
Sjáum til, mér finnst þetta allt fremur óráðið.
Takk fyrir athugasemdina og heimsóknina.
Ingólfur Sigurðsson, 20.12.2024 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning