19.12.2024 | 14:08
Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þarf að hemja meira en Covid-19
Án þess að ég vilji vera með neinn hræðsluáróður þá byrjaði Spænska veikin svona, í Bandaríkjunum en ekki á Spáni, og hún var af þessum fuglaflensuveirustofni svo sannarlega sem nú er aftur farinn að láta á sér kræla.
Hvort sem Covid-19 var manngerð eða náttúruleg, þá var hún viðvörun um miklu skæðari drepsóttir sem geta komið fram - og hljóta að koma fram - samkvæmt lögmáli Murphys.
Aftur vaknar spurningin: Er þessi fuglaflensufaraldur í fuglum náttúrulegur, eða var hann settur af stað af mönnum eins og Covid-19 mögulega? Á þetta að vera næsti heimsfaraldur í mönnum og er Bill Gates viðriðinn það og slíkir sem tengdir eru við að gera samsæri gegn almenningi oft?
Nú til dags er meira þéttbýli en áður, og því má segja að fleiri gætu dáið í svona faröldrum og drepsóttum. Hinsvegar er læknisfræðin komin uppá miklu hærra stig, þótt sumt af þeirri tækni geti verið varasamt eða skaðsamt, eins og kannski mRNA tæknin er samkvæmt sumra áliti.
Þegar svona sýking grasserar í dýrum sem getur farið í mannfólk, þá hljóta að koma upp svona tilfelli. Jafnvel er líklegt að ekki sé hægt að hemja öll fjöldasmit stór eða smá, en samt er það auðvitað mögulegt, ef um er að ræða litla hópa og fólkið kemst á spítala til aðhlynningar þar sem öryggis er gætt.
Afi minn var tveggja ára þegar Spænska veikin gekk á Íslandi, og sum landsvæði voru lokuð af, eins og þar sem hann bjó, og það var viljandi gert, og þar björguðust mannslíf og pestin náði aldrei þangað.
Liggur þungt haldinn á spítala með fuglaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 121
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 673
- Frá upphafi: 132801
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.