Almannahagur og einkarétturinn, útsýnið og þétting byggðar - um skerðingu lóðarinnar okkar árið 1964.

Vöruhúsið hataða og umtalaða við Álfabakka minnir mig á vatnstankinn sem var byggður árið 1964 við hliðina á einbýlishúsinu sem afi reisti, æskuheimilinu mínu við Digranesveg 92.

Þetta gerðist áður en ég fæddist, en ég heyrði ömmu mína Sigríði mjög oft tala um þetta og lýsa þessu í smáatriðum.

Mér finnst þessi saga alveg eiga erindi við fólk. Þetta er nefnilega saga sem svo margir þekkja úr eigin lífi - eða kunningja og vina sinna lífi.

Þetta er þessi eilífa saga um yfirgang ríkisins og bæjarfélaganna, og hvernig traðkað er á einstaklingunum af valdinu einatt, og því þarf að breyta.

Amma og afi voru Sjálfstæðisfólk, ekta í bezta skilningi þess orðs. Það var þeim áfall þegar svona var tekið fram fyrir hendurnar á þeim og útsýnið skert með þessum óþolandi hætti. Einnig fannst þeim óþolandi að RÁÐA EKKI YFIR SÍNU EIGIN LANDI!!!

Þannig var að afi sagði þvert nei í fyrstu þegar hann var spurður um það hvort hann gæfi leyfi fyrir því að byggt væri á hans landi þarna við hliðina á húsinu.

Þá komu þvinganir og klækjabrögð.

Þetta var sagt vera "fyrir almannahag" og því væri hægt að taka þetta eignarnámi af honum. En hann gafst ekki upp við slíkar hótanir í fyrstu og sagði enn nei.

En valdamenn höfðu fleiri spil uppi í erminni gegn honum.

Það kom í ljós að hann hafði öll réttindi fyrir húsið og átti stór landsvæði, erfðafestuland, sem náði talsvert niður brekkuna.

En hinsvegar kom vandamál í ljós í sambandi við verkstæðið.

Það hafði sem sagt verið byggt 1947 (eða eldra verkstæðið, nýtt var reist á grunni þess gamla 1955) og afi byrjað að vinna þar áður en lokið var við húsið, árið 1950.

Það kom í ljós að hann hafði gert munnlegan samning við Finnboga Rút 1947 og með handabandi gengið frá samningunum en ekki með neinum pappírum.

Þá var honum hótað að leyfið undir verkstæðið yrði gert ónýtt og hann yrði að færa það annað ef hann samþykkti ekki að leyfa byggingu vatnstanksins þarna við hliðina.

Það sem verra var, það var gerður nýr samningur um lóðaleigu til 50 ára í stað erfðafestulandsins sem hann átti eða hafði fengið 1946 eða 1947, þegar hann keypti lóðina og var að skipuleggja að byggja þarna.

Miklir peningar töpuðust við þennan gjörning, því hann hefði getað selt landið fyrir neðan húsið á opnum markaði. En hann var því miður ekki nógu mikill fjárglæframaður.

Ef menn tala um að leita til rótanna og því sem gerði Sjálfstæðisflokkinn að stærsta flokki landsins um langt árabil, þá þarf að leita miklu lengra en til 2000, eða 1990, eða 1980. Það þarf að leita allt til fyrstu áratuga 20. aldarinnar, og stríðslokanna, og hversu miklu sterkari tilfinning allra fyrir sjálfstæði og stolti einstaklinganna var á þeim tíma, og sameignarþjónkunin óþekkt svo til.

Árið 1964 voru held ég kommúnistar komnir til valda í Kópavogi. Þá var eitthvað svona fyrir "almannahag" mikilvægara en að fólk fengi að njóta eigna sinna og útsýnis.

Sögurnar um það þegar afi var að byggja þarna og allir hjálpuðust að, og svo fyrstu árin hvernig fólk var náið og samgangur mikill á milli fjölskyldna, þær lýsa einhverju sem hefur tapazt að einhverju leyti á Íslandi með árunum.

Amma mín Sigríður Tómasdóttir var mjög pólitísk. Morgunblaðið var keypt og amma talaði oft um pólitíkina.

Við vorum öll stolt af útsýninu, við sem bjuggum þarna. Amma kallaði tankinn "þennan gráa kumbalda", og var mjög óánægð með hann, sagði hann skemma útsýnið mjög fyrir sér.

Þetta er svo fáránlegt. Það er til nóg landsvæði á Íslandi. Það er óþarfi að vilja þéttingu byggðar eins og í útlöndum. Ég er algjörlega hlynntur þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að auðvelda sem flestum að eignast eigið hús, byggja það eða fá með öðrum hætti. Einnig finnst mér rétt að fólk hafi hæfileg lóðamörk og nægilegan gróður á milli, enda vilja það kannski flestir, frekar en að of þétt sem byggt.

Ef verkstæðið hans afa að Digranesheiði 8 hefði verið gert að safni, þá hefði einstaklingsframtakinu verið lyft upp, og það hefði verið hvatning fyrir annað duglegt fólk. Í staðinn er alltaf verið að berja einstaklingsframtakið niður og upphefða aumingjaskap og kommúnisma, og fólk gert að vesalingum með öllum ráðum.

Afi minn, Jón Agnarsson var fullkomið dæmi um sjálfstæðishetju, þjóðinni til sóma, hluti af þessari þjóðrækni sem gerði fólk að hetjum í upphafi 20. aldarinnar.


mbl.is Vöruhús byggt við íbúðablokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 132809

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband