11.12.2024 | 07:34
Leggið ekki nafn Guðs - eða Guða og Gyðja við hégóma.
Þegar ég fermdist skildi ég ekki þetta boðorð. Ég skildi þetta boðorð ekki fyrr en ég varð almennilega heiðinn.
Ef ég er ósammála læt ég ekki alltaf eftir mér að rífast eða deila eða vera í rökræðum. Nema ef maður hefur sérlega mikinn áhuga á viðfangsefninu, þá á endanum getur maður ekki þagað og fer að tjá sig. Þannig er þetta um valkyrjur og önnur heiðin efni, en það var ákveðin löðun að því að leggja orð í belg þegar tveir af betri bloggurum þessa svæðis óskuðu eftir því að ég reyndi að hnýta slaufur þar á markverðan pistil. En ég hafði of margt að segja, og var eiginlega móðgaður yfir því að sumir sem eru þó frekar hneigðari að kristnum viðhorfum en aðrir misskilji heiðna trú, eins og Ásatrúna.
En svo ég svari því sem ég er ósammála, til að vera heiðarlegur, við sjálfan mig og aðra, þá sem lesa og hafa áhuga þá er ég ósammála um þetta:
Valkyrja getur jú "áður" hafa verið ung stúlka, en hún er það enn, því Ásynjur eldast ekki frekar en Æsir, Tívar eða Vanir eða Vanynjur. Epli Iðunnar valda því, og annaðhvort trúir maður eða ekki.
Þetta er eins og brandarinn með guð Biblíunnar. Ef maður trúir á gamlan mann uppi í einhverju skýi sem er gigtveikur og skapvondur, þá trúir maður ekki á hann. Guðdómur er ekki sjúkur, hvorki af elli né öðru, heldur eitthvað endurnýjandi afl og eilíft.
"Leggið ekki nafn Guðs við hégóma" er eitt af boðorðunum tíu í Biblíunni. Þau eru mér enn heilög þótt ég sé ekki viss um hvort ég er frekar kristinn eða heiðinn eða hvort tveggja.
Ég er enn að læra um þessi heiðnu fræði, og veit ekki allt, skil ekki allt. En "leggið ekki nafn Guðs við hégóma". Það þýðir líka, "leggið ekki nafn Guða eða Gyðja við hégóma, eða nöfn heilagleikans almennt".
Það sem er verðmætt, satt og rétt í eingyðistrúnni, það kemur úr heiðnum trúarbrögðum. Sama hvaðan gott og satt kemur, það er heilagt og nýtilegt, skal haft í heiðri.
Ég er ekki móðgaður útí Guðjón eða aðra sem gera atlögu að Ásatrúnni. Það er heiðarleg tilraun og viðleitninnar virði. Sagt er um Þór að hann hvetji þá sem trúa á sig til að afsanna sig og leggja til atlögu við sig. Þetta er einn af muninum á raunverulegri trú og falstrú, satanisma.
En hann ruglar saman valkyrjum og örlaganornum þegar hann skrifar "hún er hvorki lífs né liðin".
Örlaganornirnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, þær hafa verið mér ráðgáta og öðrum. Það má vel vera að þær séu hvorki lífs né liðnar heldur dautt gangverk blekkingarinnar og tröllaheimsins, Útgarðs eða Suðurálfu.
En valkyrjur eru svo sannarlega miklu meira lifandi en nokkur mannvera þessarar jarðar! Það get ég fullyrt því ég þekki þær og hef hitt þær og rætt við þær. Það er alger óþarfi að hræðast þær.
En "leggið ekki nafn Guðs við hégóma". Nefnið því ekki mannlegar verur nöfnum eða heitum sem eru of stór.
Glitnir var nafn sem var fengið úr goðafræðinni. Menn fyllast af ofdrambi, húbris, ofrisi við slíkt, og kreppa kemur eða eitthvað enn verra.
Magnús fjallaði um Darraðaljóðin í sama pistli. Ógeðslegar lýsingarnar í Darraðarljóðum eru meira lýsandi fyrir forna menningu en valkyrjur sem slíkar.
Fólk reyndi að líkja eftir guðdómnum með ógeðslegum hætti. Það er gert enn, á annan hátt.
Klígjugirni og hneykslunargirni var varla til á heiðnum tíma landnámsaldar, ef marka má þessar merkilegu frásagnir.
Ég virði Guðjón og les oft það sem hann skrifar. En þegar hann skrifar í nýjum pistli, "Norður-Evrópskir frímúrarar á þrettándu öld "smíðuðu" Ásatrúna", er það augljóslega ekki rétt.
Við getum talað um að einhverjir, kannski þessir aðilar, hafi mótað Ásatrúna eins og hún birtist í Snorra Eddu eða Sæmundar Eddu, en Ásatrúin er ævaforn og ekki hægt að segja að hún hafi verið búin til af neinum mannlegum mætti.
Að öðru leyti er ég sammála honum í þeim pistli um tengsl Egypta og gyðingdóms, og Rómverja og kristni, til dæmis.
Um valkyrjurnar vil ég segja að það á fyrir öllum að liggja að deyja. Það vantar ýmislegt inní þessar frásagnir frá kristnum tíma um heiðin goðmögn, eða þær eru bara rangar, skrifaðar af fólki sem hvorki trúði né skildi.
Valkyrjurnar geta bæði kosið feigð á fólk en einnig blessun og langlífi.
Valkyrjur geta bæði tilheyrt helstefnuhnöttum og lífstefnuhnöttum. Ég kann ekki nafnið yfir þær jötunmeyjar sem eru helkyrjur, sem réttara væri að nefna allar konur okkar jarðar.
Til forna var einnig talað um valkura, karlkyns valkyrjur, sem völdu sér konur til fylgilags, kusu á þær feigð og fóru með heim til Valhallar.
Ég hef miklar efasemdir um Urð, Verðandi og Skuld. Skuld mun vefa þræði framtíðarinnar, Verðandi nútíðarinn en Urður fortíðarinnar. Margt er þó rétt í þessum fræðum.
Urður þýðir:"Það sem varð".
Verðandi þýðir:"Það sem verður og gerist núna, á hverju andartaki".
Skuld þýðir:"Það sem skal gerast, er annaðhvort óhjákvæmilegt eða næstum því óhjákvæmilegt".
Ég hef áhuga á nútímavísindum einnig.
Tíminn er ekki til, hann er blekking, samkvæmt ýmsum nýlegum eðlisfræðikenningum og samkvæmt heimsfræðingum sumum sem rannsaka geiminn og alheiminn, og móta eðlisfræðilögmál og breyta þeim.
Sumt í Ásatrúnni eins og kristni eða öðrum trúarbrögðum er til að blekkja.
Þó er það annað í nútímavísindum sem er þessu tengt.
Kenningar eru uppi um það að fortíðin sé mótuð af nútíð og framtíð, það er að segja að allt séu þetta fyrirbæri í deiglu en ekki fastmótuð.
Ásatrúin kenndi þetta löngu áður en nokkrir vísindamenn nútímans uppgötvuðu það.
Því þannig ætti maður að skilja Urð, Verðandi og Skuld. Þær móta þetta þríþætta eðli tímans.
Einn misskilningur er á reiki. Sumir halda að örlaganornirnar skapi mönnum örlög. Nei, þetta er ekki þannig.
Ásatrúin er hið fullkomna lýðræði og dreifing valds. Þar er enginn einræðisherra. Jafnvel Týr er leyndardómur.
Sagt er um Tý að hann sé löggjafinn og hin alvaldi Ás.
Urður, Verðandi og Skuld, þær vefa örlög í samræmi við vilja guðanna og gyðjanna, en ekki af eigin vilja. Þetta er þeirra eilífa starf.
Enn fremur viðhalda þær blekkingunni um tímann, og eru því hluti af Útgarði, og Útgarða Loku, og Útgarða Loka.
Kjánahroll vekur nafnið Valkyrjustjórn. Leggið ekki nöfn guðanna við hégóma ekki frekar en nafn guðs Biblíunnar. Boðorðin 10 ættu að kenna mönnum langt umfram kristnum mönnum, langt umfram það sem telst kristilegt. Flest í Biblíunni á sér heiðnar rætur, og sumt því heilagt, rétt.
Nafnið Glitnir er heilagt, en það var misnotað af Íslendingum og þeim var refsað fyrir það með bankahruninu 2008.
Menn verða að skilja að það að leggja heilög nöfn við hégóma er verst fyrir þá sjálfa, ekki guðina eða gyðjurnar.
Margt úr goðafræðinni norrænu er orðið að allragagni, búið að útþynna það og nota yfir hvaða hégóma sem vera skal, en stundum er reynt að upphefja það mannlega með þessum heitum.
Þessi nöfn og heiti eru frátekin fyrir guðdómleikann og goðdómleikann. Maður nýtur ekki náðar guðanna ef maður aðskilur ekki heilagleika frá svívirðu og mannlegum breyzkleika.
Glitnir er bústaður guðsins sem heitir Forseti.
Forseti er sonur Baldurs.
Sumir fræðimenn telja að nafnið Forseti sé dregið af frísaheitinu Fosite.
Fyrir Hrunið 2008 var banka gefið þetta nafn.
Það táknaði hubris, ofris og hroka sem leiddi til hrunsins, þegar Íslandsbanka var gefið þetta nafn, frá 2006-2008, og svo var það Nýi Glitnir frá 2008-2009, en sem betur fer var hann endurnefndur Íslandsbanki 20. febrúar 2009, og fór auðvitað betur á því.
Mig langar í þessum pistli að finna heitir yfir helkyrjurnar.
Við erum í Helvíti af ákveðinni tegund hér á þessari jörð. Ekki er rétt að blekkja sig meira en þörf þykir.
Hel er eitt risastórt sjúkrahús. Hel er miskunnsöm og kristin en ekki grimm og blóðþyrst.
Helkurar og helkyrjur ættu að fá sitt upprunalega nafn, eða annað nafn.
Valur er sá sem fellur í heiðarlegu stríði. Það gerist ekki í Helju.
Í Helju deyr fólk af öðrum ástæðum. Þar þjáist fólk og veslast upp af elli og sjúkdómum, enda er það einkenni á okkar jörð.
Helsækjandi er ágætt nafn, en of langt.
Heldrífa er enn betra heiti. Heldrifill myndi þá vera karlkyns valkyrja Helvítis, og Heldrífustjórnin væru því rétt heiti á konurnar þrjár sem nú eru að reyna að mynda stjórn, því "leggið ekki nafn Guðs við hégóma", valkyrjur eru of merkilegar fyrir okkar tilveru.
Drífa mun vera valkyrjuheiti fornt, og Drífur karlmannsnafn eða valkuraheiti.
Heldrífa er sú sem togar í verri eða skárri víti, og samsvörun við orðið valkyrja.
Ég tel mig ekki vera heiðinn trúboða þótt ég hafi áhuga á þessu og tjái mig um þetta. Ég tel mig vera leitandi.
Flestir þurfa trú.
Ég gafst upp á kristninni þegar ég gerði mér grein fyrir því að hún verndar ekki gegn kynþáttavillu. Kristnin verndar gegn kynvillu samt, og er það einn af kostunum við hana.
Kynþáttavilla er að "verða ástfanginn" af einstaklinga af öðrum kynþætti eða eignast þannig börn.
Þó verður fólk ekki ástfangið. Annaðhvort viljandi eða óviljandi fellur það í gildru og lætur sefast af öndum.
Höður er ástarguðinn í Ásatrú, eins og Cupid, Eros, Amor í grískri og rómverskri trú.
Það er framúrskarandi góður pistill sem Guðjón skrifaði nýlega, um BDSM menningu og margt fleira, hverjir fjármögnuðu endurreisnina kristnu og fleira.
En það er ekki hægt að taka af mér mína heiðnu von og trú.
Þetta er eins og með Jahve. Þú getur hvorki sannað né afsannað tilveru hans eða mátt. Þú getur heldur hvorki afsannað né sannað tilveru eða mátt Týs.
Þetta eru svona vinnutilgátur sem maður notar á meðan ekkert skárra er til.
Spennulosun heldur vonandi áfram, því hún er skárri en innihaldslaus froða blekkingameistaranna. Í spennulosun geta verið gullkorn.
Vonast eftir myndun ríkisstjórnar fyrir jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 107
- Sl. sólarhring: 185
- Sl. viku: 791
- Frá upphafi: 129906
Annað
- Innlit í dag: 96
- Innlit sl. viku: 607
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning