10.12.2024 | 07:45
Brostu! - Vertu bara góður nú, ljóð frá 18. desember 2021.
Eitthvað fallegt eða gott
á erfiðum tíma.
Hún er góð og gírug sál
sem getur ekki skilið.
Snýr sér snót í þilið?
Snemma þekkti bál?
Þó að andlit hennar hylji gríma
hef ég fegurð séð.
Það góða einnig getur skeð
ef glaður verður þú.
Ekki missa ástar þinnar trú,
enn má reisa brú.
Fyrr en þessi fer á brott
farðu að snerta gilið.
Þrýstin brjóstin bjóða enn
bjarmalandssælu.
Eitthvað mennskt er undir hér
sem einnig heillað getur.
Víða þókt sé vetur
viltu reyna ber.
Finnur hún í fjandskap hinna gælu?
Fattar stelpan þitt?
Eða verður annað síðla hitt?
Ekki beizkjast nú!
Brostu! - Vertu bara góður nú!
Blíðu á sú kú!
Kannski færðu sæta senn,
sjáðu ástarletur!
Þörf var mér að finna fljóð,
fullnægjukroppinn!
Efast kannski ennþá samt,
aðeins þetta er byrjun.
Vill hún vonda kyrjun?
Að visna þeim er tamt!
Varð ég oft af bið svo bitur, loppinn,
bara vona nú.
Þetta er reyndar falleg frú,
sem fann á minni leið.
Reyndar verður angan einnig reið
þá yfir hvelfist skreið.
Verður hún svo glöð og góð
ef vaknar andans hyrjun?
Orðaskýringar, nýyrði eða fornyrði: Beizkjast: Verða beizkur, tortrygginn, þora ekki að elska eða verða hrifinn af einhverjum (einhverri).
Hyrjun: Ástarbál, samskipti náin.
Skreið: Vara eða ástand sem kalla mætti undir vafasömum formerkjum helstefnunnar.
Hvelfast: Þekja eða standa yfir, ástand sem er vegna andsetningar púka oft, getur þó verið jákvætt líka.
Kyrjun: Heilaþvottur Frankfurtskólans eða kommúnista og jafnaðarfasista eða eitthvað álíka. Áróður fjölmiðla og skólastofnana á Vesturlöndum sem skaðar fólk.
Bjarmalandssæla: Bjarmaland var orð yfir Gandvík, Hvítahaf nálægt Finnlandi og Rússlandi hér áður fyrr, eða fjarlægar slóðir galdra og galdramanna. Hér er það yfir okkar land, eða hvaða land sem er, sem er orðið undarlegt sökum innfluttrar, framandi menningar.
Eitthvað mennskt: Undirliggjandi er samsæriskenning um að geimverur séu að yfirtaka jörðina og okkar mannkyn með lúmskum hætti sem eiginlega enginn veit um eða tekur eftir eða viðurkennir.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 142
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 750
- Frá upphafi: 133221
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.