8.12.2024 | 08:02
Löngun til valda æðri þýlundinni?
Það var tekið viðtal við Dag B. Eggertsson nýlega vegna um 1500 útstrikana á nafni hans eftir kosningarnar. Svör hans vöktu athygli mína.
Hann sagði um útstrikanirnar að fólk hefði "strikað við" sig, sem er allt annað en að strika út nafnið hans eins og var gert. Hann sagði einnig að í stað þess að þiggja ekki embætti muni hann þjóna fólkinu enn betur til að gera þá ánægða sem "strikuðu við" sig, (strikuðu hann út).
Eins og kemur fram í þessari frétt sem ég blogga um, þá eru sumir á því að Þórður Snær geti ekki afsalað sér þingmennsku og sé réttkjörinn. Hann fékk þó ekki "nema" um 500 útstrikanir, en Dagur B. Eggertsson sló metið og fékk um 1500 útstrikanir!
Dagur B. Eggertsson mun hafa fengið nákvæmlega 1453 útstrikanir, en það slagar hátt í 1500 stykki sem er dágóður slatti og mikil andstaða við hann.
Dagur færist því niður um eitt sæti samkvæmt fréttum.
Sennilega er Dagur B. Eggertsson sama týpan og Donald Trump, hefur lært hjá Dale Carnegie eða svipuðum hreyfingum um að viðurkenna aldrei ósigur og að snúa alltaf ósigri í sigur með þrjózku og trú á sjálfan sig eða eitthvað slíkt sem þar er kennt. Margt af því sem einkennir Donald Trump lærði hann af þannig hreyfingum, og það hefur komið fram í heimildamyndum um hann. Sýnist mér að hugarfar og stríðskænska Dags B. Eggertssonar sé af sama meiði og útskýri hversu þaulsetinn hann var sem borgarstjóri Reykjavíkur.
Þetta er ákveðin afneitun á raunveruleikanum og slíkt hafa sumir til að bera sem ná árangri og eru afburðamenn og sigurvegarar, forríkir auðrónar til dæmis, en einnig sumir geðsjúklingar, siðblindingjar og kannski fleiri hópar, þannig að slíkt er ekki alltaf kostur eða vænlegt til sigurs eða árangurs. Er þar dönsuð fín lína.
En ef Þórður Snær er réttkjörinn og sezt á Alþingi og einnig Dagur B. Eggertsson, þá má eiginlega segja að flokkakerfið sjái um sína, og það skipti ekki máli þótt almenningur vilji ekki pólitíkusana, og mikið óréttlæti má það jú kallast.
Það er mjög áhugavert að Samfylkingin er orðinn stærsti flokkur landsins ÞRÁTT FYRIR þessa spillingu og þessa óvinsælu, eða umdeildu menn innanborðs.
Það vekur upp spurningar: Getur það verið að verið sé að refsa VG fyrir að rýmka lögin um fóstureyðingar eða að standa fyrir vinstriöflum almennt sem landsmönnum er langfæstum að skapi?
Greinilegt er að flestum Íslendingum er sama um siðferðisleg álitamál frambjóðenda Samfylkingarinnar, því hún er stærsti flokkurinn og þessi hneykslismál eða umdeildu mál minnkuðu allra sízt fylgi flokksins eða kom í veg fyrir þennan glæsilega kosningasigur, sem Samfylkingin vann vissulega í þessum kosningum.
En þetta er ekki nógu góð byrjun fyrir Samfylkinguna, finnst mér. Þarna er strax í upphafi væntanlegs ferils sem stjórnarsetuflokks sleginn tónn spillingar og þrjózku, þaulsætni en ekki auðmýktar og þýlundar í garð kjósenda.
Ef Samfylkingin fær forsætisráðuneytið, og þessir ágætu menn kannski veigamikil embætti, þá er auðvelt að sjá það fyrir sér að þetta sé byrjunin á löngum spillingarferli og dvínandi vinsældum flokkanna og stjórnarinnar sem margir binda vonir við, Kristrúnarstjórnin, vil ég kalla hana.
PS. Ég veit að þýlund er orð sem er oftast notað í neikvæðri merkingu, sem þrælslund og undirlægjuháttur, en ég er oft að leika mér með orðin. Úr því að menn saurga og eyðileggja jákvæð orð er alveg eins hægt að nota neikvæð orð í jákvæðri merkingu líka.
Þórður Snær er réttkjörinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 14
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 794
- Frá upphafi: 129966
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 600
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.