"Við þurfum að finna diplómatíska lausn", sagði Selenskí við japönsku fréttastofuna Kyodo News. Þar með er það viðurkennt að þeir sem töluðu um friðarsamninga höfðu alltaf rétt fyrir sér.

"Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin" er tilvitnun í Selenskí Úkraínuforseta og ný frétt á Vísi. Þetta er stórfrétt og skrýtið að þetta komi ekki í fleiri fjölmiðlum. Allir þeir sem tjá sig um þetta Úkraínustríð þurfa að kynna sér þetta til að fylgjast með nýjustu vendingum.

Einn af þeim fyrstu hér á blogginu sem talaði um að Rússland ynni og það væri lítt raunsætt að halda öðru fram var Gunnar Rögnvaldsson bloggari. Ættu menn að taka meira mark á honum og mörgum öðrum sem ekki taka undir pólitískan rétttrúnað.

Í þessari frétt kemur fram að sennilega muni möguleg Natóaðild Úkraínu aðeins fela í sér "frjáls svæði" Úkraínu, sem Rússar hafa ekki náð á sitt vald.

Af orðum Selenskís má þó ráða að hann vill aftur ná þessu landsvæði. Hann vill ekki friðarviðræður við Rússa fyrr en Úkraína nái þeim styrk að Rússar veigri sér við að ráðast aftur gegn landinu.

"Her okkar skortir styrk til þess" (að ná aftur hernumdu landsvæðunum"), eru hans orð við japönsku fréttastofuna Kyodo News.

Þessi frétt sem birtist í Vísi 2. desember síðastliðinn ætti að sannfæra menn um að það að raunsæ hefur sú ályktun mín verið, og í anda þess sem aðrir hafa haldið fram, að þetta Úkraínustríð yrði fyrst og fremst skammarlegt blóðbað í anda sumra tilgangslausra stríða. Engu að síður tek ég undir það að árásir á "sjálfstæð" ríki eru brot á alþjóðalögum. En um sjálfstæði Úkraínu má deila. Hún er leppríki og það ríki sem Vesturlönd hafa læst klónum í sem inngönguleið í Rússaveldið sem nú er komið í nokkra búta, og sumt sjálfstæð ríki.

Önnur frétt á Vísi er áhugaverð. "Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum", vitnað í Tony Radakin, aðmírál og æðsta hernaðarleiðtoga Bretlands.

Þar er fjallað um margþættari ógnir en áður sem Vesturlönd standa frammi fyrir. Þar er fjallað um varnarmál tengd netöryggi og fleiru.

Eins og bloggarinn Arnar Loftsson hefur fjallað um, þá má segja að Vesturlönd hafi ekki efni á því að hafa ekki Rússland í liði með sér á tímum rísandi Kínaveldis og margs annars sem breytist í heimsmálunum.

Í fréttinni þar sem vitnað er í Tony Radakin kemur fram að lýðræðið er á undanhaldi í heiminum en einræðisríkjum fjölgar, og þau eru ekki öll af sömu tegundinni, heldur mörg með einkenni lýðræðis með.

Að vinna með einræðisherrum og fá þá til að fylgja lýðræðislegum leikreglum, það hlýtur að vera keppikefli þegar svona breytingar hafa orðið, og ekki er kannski mögulegt að sigra þá alla í stríði.

Eftir stendur spurningin: Hvað varð til þess að Vesturlöndum fór hnignandi og lýðræðinu?

 


mbl.is Heitir 100 milljörðum í hernaðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hnignunin var í raun engin, því Lýðræðið var alla tíð "Lýgræði" og hið eina sem breyttist er að fortjald lýginnar rofnaði.

Svo vitnað sé í ofurdiplómatanna Javad Zarif, time of zero-sum diplomacy of The West is over.

Guðjón E. Hreinberg, 6.12.2024 kl. 14:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Alltaf gott að fá heimspeki. Lýðræði er lýgræði því lýðurinn hefur ekki vit til að stjórna sér, fyrir það fyrsta. Jú jú, fortjaldið í burtu og keisarinn er nakinn, en samt heldur áfram blekkingin og sterkari en nokkru sinni fyrr, að lýðurinn geti stjórnað og SÉ AÐ stjórna!!!

Ég reyni stundum að laða að lesendur með því að einfalda fyrir börnum í anda. 

En vegna þess að vestrið er fallandi stórveldi, þá er verið að útbreiða leiktjöldin með því að láta til dæmis þrjár konur stjórna, eins og hér. 

Síðan má spyrja: Hvar eru allir sem ættu að mótmæla sóun af þessu tagi? Sóun á fjármunum, úr því stríðið var fyrirfram tapað, og sóun á mannslífum?

Hvað er gott við þetta? Góða fólkið? Er það blekkingin sem er svona góð og dýrmæt, og fyrir öllu?

Takk fyrir athugasemd sem veltir við steinum og vekur upp fleiri spurningar.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 6.12.2024 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 76
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 856
  • Frá upphafi: 130028

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 648
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband