Oft er komin önnur Þökk, ljóð frá 17. desember 1991.

Inn um dyrnar dökk,

dagar breytast.

Jafnvel barðir þegar þreytast,

þú ert sú er skín.

Allir tala um Myrkramessu,

muntu lenda í nýrri pressu?

Fyrirgef ég grand?

Getur byrjað þar að nýju?

Laus við Loku hlýju?

Oft er komin önnur Þökk,

eins og þurr við land...

Aftur vitja mun þó mín...

 

Góð er út í gegn,

girndin vaknar.

Maður þeirrar Þóru saknar,

þar sem Mjöllnir hvein.

Vígslu tók á vegum þeirra,

varla nema á öðrum fleira.

Sátu saman þær?

Sundur berja eða hlýða?

Mun þann naður níða?

Varð að þeirra vilja, um megn,

væn hún gengur nær...

Sezt svo sinn á stein...

 

Andlit tvö þar enn,

eins og þessi.

Meðan hann og mig ég hressi,

meyjar ganga nær.

Gegnum eldinn gengu fleiri,

gremju marga um enn þótt heyri,

nú er tíðin ný.

Náttúran og hefðin fallin,

Ungar, ekki gallinn?

Auðvelt þeim að elska menn,

eins og gráta ský...

Við mér blasir blær...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 152
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 133231

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 562
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband