Sakaruppgjöf yfir Hunter Biden þýðir að Joe Biden bjóst við að ekki væri önnur leið fær, að sonurinn væri sekur sem sé. Þetta gefur margvísleg skilaboð, eins og að þessi aðferð verði meira notuð í framtíðinni, að æðstu menn verði náðaðir þótt þeir hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Pólitískir andstæðingar Trumps verða að skilja að þeirra fólk er sízt skárra. Þetta verður notað í deilum og rökræðum, notað sem staðfesting á að vinstrimenn og jafnaðarmenn ættu ekki að telja sig betri en aðra.
Mörkin eru enn að mást út og verða óljósari á milli góðs og ills, á milli þeirra sem eru sekir eða saklausir - eða taldir það.
Þegar æðstu valdamenn heimsins og þeirra nánustu skyldmenni eru viðriðnir afbrot og dómsmál, (Hunter Biden, Donald Trump), þá gefur það mjög merkileg skilaboð.
Það hlýtur að vera erfitt að rökstyðja að þetta séu einhver sérstök merki um að vestrænt samfélag sé í blóma eða á réttri leið - sigurleið.
Biden veitti syni sínum sakaruppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 65
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 912
- Frá upphafi: 131733
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt málið sem hann er sakfeldur fyrir er að hafa ekki útfyllt umsókn um byssuleyfi eftir bestu samvisku
vegna þess átti hann á hættu langa fangelsivist - þetta lyktar nú af ofsóknum
Grímur Kjartansson, 3.12.2024 kl. 14:34
Já svona svipaðar aðferðir og þeir beita gegn Donald Trump. Þetta er orðinn sandkassaleikur, en það versta sem ég hef lesið um Hunter Biden, held að Hallur Hallsson hafi skrifað það, er að hann hafi átt þátt í að koma Úkraínustríðinu af stað 2013, staðgengilsstríðinu, "(ó)sæmdarbyltingunni, vestrænu strengjabrúðunni í Úkraínu.
Ingólfur Sigurðsson, 4.12.2024 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.