Vargöld leynist grá, ljóð frá 2. desember 2024.

Manstu eða gleymdir gleði?

Gagnslaus lýður frjáls?

Þarna svo verða að þurrum blómum,

þessar sem gegndu ei karla ómum.

Eitthvað skaðsamt skeði,

en skerið varnar máls.

 

Aðeins konur, biturð, bani,

blæs nær frjálslynt afl.

Herdísir vilja stríðið styrkja,

stefnuna fjöldinn hyggst svo virkja.

Stoltur stúlkna hani

stefnir fyrir gafl.

 

Ef sú ást var köld,

yfirborð og stöðluð kveðja,

nálgast leiðans leðja,

lýkur þinni öld.

 

Þroskaskert og þrá,

þunnlynd, eftir tímans boðum,

þó á værðarvoðum,

en vargöld leynist grá.

 

Vinskap vildi hann,

varla losti á þessum tíma,

er það aðeins gríma?

Elskar sannleikann?

 

Heiður, hann ei teinn,

hún er skildi forna njólu

fór í fjandans gjólu,

fretar rakki einn?

 

Arðrán, annars svar,

auðlegð, konur þannig tala,

mun hjá svínum svala

svírans losta þar.

 

Sokkið syndasker,

sjáðu tapið, fær það ekki,

aðeins aðra hrekki,

ábyrgð ræfill ber.

 

Sorg og synd því hlær,

sá er ræður lítill bógur,

ríkir hinna rógur,

raunin færist nær.

 

Ekki mun þeim eftir leita,

aðeins fortíð hans.

Fjólurnar skarta fjarri litum,

fer því að mengun herrans vitum.

Draumsýn blífur beita,

böðla lokadans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 128223

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband