1.12.2024 | 00:39
Fyrstu tölur ekki samkvæmt skoðanakönnunum - hægribylgja eða miðjubylgja, ekki vinstribylgja, wók tapar, VG
Ég kaus ekki því ég notaði rökin - maður fer ekki að velja á milli kommúnistaflokkanna sem eru í boði - engin ástæða til að kjósa - þetta eru allt kommúnistaflokkar á vinstrarófinu.
En ég birti ljóð í gær frá þeim tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur 1991 og ég kaus fyrst, ef ég man rétt. Ég hafði óljósan grun um að kannski fengi Sjálfstæðisflokkurinn meira en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Engu að síður, Brynjar Níelsson ætti að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins - Bjarni hefur sveigt flokkinn of langt til vinstri og hans eftirlætisdömur.
Það þarf karl til að vera formaður Sjálfstæðisflokksins, þetta er flokkur karlmennskunnar og hefðanna. Brynjar uppfyllir öll skilyrðin. Hann er landsþekktur og þorir að standa með sínum skoðunum, en tæplega Bjarni.
Vinstrimenn ætla að hrúgast á Samfylkinguna. Það er nýtt að þeir sameinist, en gamall draumur vinstrimanna að rætast.
Það er gott ef stórsigur Viðreisnar raungerist ekki. Það hefði orðið stílbrot í pólitík á Íslandi. Að Sjálfstæðisflokkurinn stækki var viðbúið, það eru hlýðnu rollurnar að smalast heim í sitt gamla fjárhús.
Ef þessar fyrstu tölur standast, þá er þetta ekki vinstrisveifla, miðjusveifla og hægrisveifla frekar.
Fólk er að hafna wók-stefnunni greinilega eins og í Bandaríkjunum.
Kristrún er alls ekki eins hörð wók manneskja og Svandís í VG, eða Þórhildur Sunna í Pírötum eða Sanna í Sósíalistum.
Stórsigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar sýnir miklar áherzlubreytingar hjá vinstrinu. Það er verið að hafna vinstriöfgum, en koma inn með Kristrúnu og þannig fólk sem er nær Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. Þetta eru ágæt úrslit, ef þau standa.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Yrði heimurinn betur staddur ef Rússar myndu tapa Úkraínustrí...
- Joe Biden hefði ekki þurft að veita Hunter Biden sakaruppgjöf...
- Vargöld leynist grá, ljóð frá 2. desember 2024.
- Fyrstu tölur ekki samkvæmt skoðanakönnunum - hægribylgja eða ...
- Allir þykjast vita hvað er manni fyrir beztu, ljóð frá 23. ap...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 9
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 458
- Frá upphafi: 128227
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 325
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning