30.11.2024 | 05:29
Allir þykjast vita hvað er manni fyrir beztu, ljóð frá 23. apríl 1991.
Þá verða breytingar,
hinn dæmalausi og hjörðin hans...
Ég er of ungur
til að hafa skoðanir
og maður kýs
til að þóknast öðrum
alveg eins.
Nágrannaþrýstingur,
svo kommarnir komist ekki aftur að.
Mér er alveg sama,
hef engar skoðun á þessu.
Maður var kjáni
þegar maður trúði á jöfnuð
og kommúnisma.
"Til hamingju með að hafa kosið rétt",
segir nágrannakonan við mig.
Hún og amma kusu alltaf Sjálfstæðisflokkinn,
maður er vélaður til þess,
þær eru svo kurteisar og gestrisnar
þessar indælu konur
sem bjóða heim og ræða um sína uppáhaldspólitík,
og spyrja svo:
"Muntu ekki kjósa rétt?"
Ja, ef maður kaus Sjálfstæðisflokkinn
þá gerði maður það bara til að prófa,
en hefur svo frelsi til að kjósa alla hina seinna.
Já þetta er indælt samfélag,
þetta er sveitasamfélagið
og fólk stendur saman.
En útlönd munu ryðja þessu öllu um koll,
tröllkarlar, tröllskessur
með sínar alþjóðastofnanir
sem kalla það mennsku
sem er ekki mennska
og sem kalla það mannúð
sem er ekki mannúð
og sem kalla það mannréttindi
sem eru ekki mannréttindi.
Mér var alveg sama,
hafði enga skoðun.
En það er alveg eins hægt að kjósa flokk
sem hefur staðið sig vel áður
eins og Sjálfstæðisflokkinn,
þau skaffa vel, segir fólk sem bezt veit...
þau eru traust,
er ekki komið nóg af kommunum
og Skattmanni hjá þeim?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Joe Biden hefði ekki þurft að veita Hunter Biden sakaruppgjöf...
- Vargöld leynist grá, ljóð frá 2. desember 2024.
- Fyrstu tölur ekki samkvæmt skoðanakönnunum - hægribylgja eða ...
- Allir þykjast vita hvað er manni fyrir beztu, ljóð frá 23. ap...
- Allir sem töluðu á Stöð 2 í gær vildu að íslenzkar sveitir væ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 6
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 128224
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning