29.11.2024 | 03:27
Málfræðiþáttur. Hættið að tala um "góð gæði". Gæði eru annaðhvort mikil eða lítil!
Bjarni Benediktsson sem yfirleitt talar góða íslenzku sagði í kappræðunum á Stöð 2 í gær, "geta lútið að", en hann hikaði því hann hefur ekki verið viss og grunað að hann væri að beygja rangt. Það á auðvitað að vera "geta lotið að". Sögnin að lúta beygist eins, hvort sem það er fólk sem lýtur, eða eitthvað sem lýtur að einhverju.
Enn vil ég minna á:
Við segjum "bæði epli og appelsínur", því þá notum við hin orðin með, til að vísa í. En ef við spyrjum:"Hvort viltu epli eða appelsínur?", þá svörum við:"Ég vil HVORT TVEGGJA". Við segjum ekki:"Ég vil bæði". Það er enskusletta og vont mál.
Annað sem er orðið alltof algengt og heyrist í fjölmiðlum:
"Góð gæði?" "Betri gæði?" "Vond gæði?" Hvað er nú það eiginlega?
Annaðhvort eru gæði mikil eða lítil, lakari eða meiri, svo einfalt er það. Annað er endurtekning og stagl.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 12
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 606
- Frá upphafi: 131962
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 501
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.