Málfræðiþáttur. Hættið að tala um "góð gæði". Gæði eru annaðhvort mikil eða lítil!

Bjarni Benediktsson sem yfirleitt talar góða íslenzku sagði í kappræðunum á Stöð 2 í gær, "geta lútið að", en hann hikaði því hann hefur ekki verið viss og grunað að hann væri að beygja rangt. Það á auðvitað að vera "geta lotið að". Sögnin að lúta beygist eins, hvort sem það er fólk sem lýtur, eða eitthvað sem lýtur að einhverju.

Enn vil ég minna á:

Við segjum "bæði epli og appelsínur", því þá notum við hin orðin með, til að vísa í. En ef við spyrjum:"Hvort viltu epli eða appelsínur?", þá svörum við:"Ég vil HVORT TVEGGJA". Við segjum ekki:"Ég vil bæði". Það er enskusletta og vont mál.

Annað sem er orðið alltof algengt og heyrist í fjölmiðlum:

"Góð gæði?" "Betri gæði?" "Vond gæði?" Hvað er nú það eiginlega?

Annaðhvort eru gæði mikil eða lítil, lakari eða meiri, svo einfalt er það. Annað er endurtekning og stagl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 131962

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 501
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband