Er skynsamlegt að treysta alfarið á Nató? Hér virðist um þrátefli að ræða og jafn sterka óvini.

Stuðningsmaður Nató til margra ára, Björn Bjarnason, skrifar í dag (eða í gær raunar, 28. nóvember 2024) um orð Þórdísar Kolbrúnar "spenna vegna innrásarstríðs Rússa fari enn vaxandi og að ekki "sé lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum"."

Hér er því voldugt fólk í stjórnmálum eins og Þórdís og Björn að tala um stigmögnun, því hvað annað er hægt að kalla það sem lýst er með þessum orðum þeirra?

Síðan eru aðrir með minni völd að lepja upp Natóstuðninginn sem slíkir forystusauðir halda á lofti með misjöfnum árangri og rökstuðningi misgóðum eða lélegum. Sumt sem Natóistar ýmsir hér á landi segja eða skrifa er Rússahatur eða mismikil fyrirlitning á vopnagetu þeirra eða efnahagslegum styrkleika. Vegna þess að margir sem skrifa athugasemdir í DV og víðar halda að Rússar geti ekkert og kunni ekkert er þörf á að leiðrétta það stundum.

En ástæðan fyrir því að skrifa þennan pistil er frétt í RÚV frá því í gær, þar sem venju samkvæmt var sagt frá þeim hryllingi sem fylgir stríði sem þessu.

Í fréttinni í RÚV í sjónvarpinu í gær kom fram að svar Rússa við þeirri ákvörðun hins ellihruma Joe Bidens að leyfa langdræg vopn bandarísk sem ná inn fyrir landamærin í Rússland, er að fjöldaframleiða og nota enn langdrægri vopn sem ná til Úkraínu og raunar miklu lengra.

En það sem kom mér á óvart og fæstir vita er að þessi langdrægu vopn Rússa ná tíu sinnum lengra en bandarísku eldflaugarnar sem Joe Biden leyfði Úkraínumönnum að nota, og voru taldar mjög fullkomnar og eru taldar mjög fullkomnar.

Það sem meira er. Þessar langdrægu eldflaugar Rússa geta borið kjarnorkuvopn og voru hönnuð sem kjarnorkuflugskeyti, en eru ekki notaðar þannig, enn.

Mér ofbýður þegar Íslendingar réttlæta ákvörðun  Joe Bidens. Mér ofbýður þegar Íslendingar réttlæta þessa stigmögnun. Mér ofbýður þegar Íslendingar gera lítið úr vopnagetu Rússa eða stríðsvilja þeirra og sigurvissu.

Það var sýnt á tölvulíkani HVERT þessar rússnesku eldflaugar ná. Það var sýnt, að ef þeim væri skotið frá Moskvu næðu þær UM ALLA EVRÓPU, næstum því.

Á þeirri mynd kom einnig annað fram sem vakti athygli mína.

Þessar rússnesku eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn eru komnar í FJÖLDAFRAMLEIÐSLU í Rússlandi eftir vafasama ákvörðun  Joe Bidens, og þær ná á austfirðina á Íslandi til dæmis og út um alla Evrópu, til Fáskrúðsfjarðar og þar um slóðir!!!

Það þarf vissulega klikkun til að byrja kjarnorkustríð, en eins og stigmögnunin hefur verið er rétt að orða það svo, "aldrei að segja aldrei"!

Því miður, allt getur gerzt!

Þau sem vilja stöðva Pútín og Rússa með vopnavaldi hafa þetta á samvizkunni. Þetta er þeirra brestur á dómgreind en ekki okkar hinna sem viljum frið og hætta þessari vitleysu með samningum, jafnvel þótt þeir kosti úkraínskt landsvæði.

Annað eins er víst að gerast út um allan heim, meðal annars á Íslandi, og í FULLU SAMRÁÐI við ríkisstjórnirnar, þegar áhættufjárfestar og auðrónar mæta með sínar billjónir og milljónir og gull og græna skóga.

Allt tal um að Rússar geti ekkert og kunni ekkert það er óráðshjal. Jafnvel flugskeyti með hefðbundnum vopnum yllu óskaplegum skaða í Evrópu, til dæmis hér á þessu landi okkar.

Og eins og stuðningurinn var við okkur eftir Hrunið 2008, er ekki hægt að treysta á stuðning Nató eftir rússneska árás.

Hvaða þjóðir hjálpuðu okkur í Hruninu 2008 fyrst?

Voru það Norðurlöndin?

Voru það Natóþjóðirnar?

Það voru RÚSSAR og Færeyingar!

Já, Þórdís Kolbrún velur sér aldeilis félagsskap eða sigurstranglega, heiðarlega og samúðarríka og áreiðanlega bandamenn!


mbl.is Heimildarmenn tala um hápólitískt drama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 737
  • Frá upphafi: 131943

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 606
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband