28.11.2024 | 00:14
Meira af mistökum, meira af því sama. Nú þegar of seint að snúa við.
Viðreisn vill miklu, miklu meiri kerfisvæðingu. Það felst að hluta til í miklu fleiri sérfræðimenntuðum læknum, til dæmis í geðheilbrigðismálin. Viðreisn vill miklu meiri ríkisvæðingu og stærra ríkisbákn, hvað sem þau segja. Þau munu halda áfram með raunstefnu Sjálfstæðisflokksins eins og annarra kommúnistaflokka landsins um að þenja út báknið og koma sem flestu undir það.
Frankfurt skólinn hefur mótað heimsmenninguna. Fyrst er að búa til vandamál, síðan að gefa plástra sem leysa 1/4 vandamálsins. Þetta hleður utaná sig á meðan eitthvað fólk er til sem hægt er að arðræna og einhver óspillt náttúra eftir einhversstaðar. Þannig eru sníkjudýrin kommúnísku. Hýslarnir drepast svo að lokum, mannkynið allt.
Ég vil túlka þetta þannig að "geðveikin" sem fólk er hrjáð af, hún er til marks um að viðkomandi einstaklingar eru að rakna við sér úr dáinu og fá einhverskonar vott af geðheilbrigði, en allt er öfugt í Víti, eins og fólk veit.
Það er mikill og útbreiddur misskilningur að með því að ausa sífellt meiri fjármunum í geðheilbrigðismál eða aðra málaflokka leysist allt af sjálfu sér. Þessi ofurtrú á ofmenntaða einstaklinga er orðin meiri en fyrir Hrunið 2008, og allir vita hvernig það endaði.
Í gamla daga var reynt að láta alla vinna. Ef það gekk ekki varð fólk að hreppsómögum eða niðursetningum á annarra framfæri. Það voru að minnsta kosti miklu færri einstaklingar en í nútímanum, þegar allt er greint niður í vitleysu og ímyndanir.
Fólk ætti að fá hroll af málflutningi Viðreisnar. Nóg er af regluvæðingu nú þegar.
Starri, sá sem tjáir sig í fréttinni, hættir í Viðreisn af rangri ástæðu, þeirri ástæðu að hún sé ekki nógu mikill kommúnistaflokkur fyrir hann.
Nú á að taka upp starfsgetumat til að hleypa öryrkjum útá vinnumarkaðinn.
Þetta er nú kannski svolítið flóknara en það.
Öryrkjar eru með skerta starfsgetu en ekki óvinnufærir eins og það heiti gefur til kynna. En sjálfum hefur mér fundizt skemmtilegra að öryrki sé sá sem yrki hratt!
Öryrki merkir sá sem ekkert gerir. En auðvitað er það fordómaorð og rangt.
Eins og örskotsstund, mjög stutt stund sem skýzt fram hjá er það orð myndað.
Af einhverri ástæðu byrja öryrkjar ekki að vinna eða detta út af vinnumarkaði eða út úr skólakerfinu. Hvort sem ástæðan er líkamleg eða andleg hljóta alltaf að vera meiri líkur á því að hún viðhaldist í gegnum árin, og fólk komist því ekki af örorku sjálfkrafa, eða læknist af því sem veldur örorkunni, ekki frekar en að samkynhneigðir hætti að vera samkynhneigðir þótt þeir fái hvatningu eða gagnrýni til að breyta sér.
Inga Sæland hefur talað um reynsluna frá Bretlandi, þar sem sjálfsmorðum fjölgaði í kjölfar þess að starfsgetumat var tekið upp og reynt að láta öryrkja fara að vinna fyrir sér. Eitthvað var Inga Sæland að tala um að fólkið sjálft þyrfti að meta hvað það treysti sér að gera eða hversu mikið það teldi sig geta unnið, ef nokkuð, væri það á örorku.
Það er ýmislegt sem þarf að skilja í þessu.
Sá sem er öryrki skammast sín oftast fyrir það. Það er á þessu skammarstimpill, þessir gömlu aumingjafordómar, því við Íslendingar höfum yfirleitt metið manngildið eftir dugnaðinum, eða þannig var þetta í gamla daga og eimir eftir af því enn. "Hvað gerir þú?" hefur oft verið aðalspurningin þegar fólk kynnist, ekki "Hvað segir þú?", eða "Hvernig líður þér?" eða "Hvað liggur þér á hjarta?".
Þó eru Íslendingar sennilega metnir eftir aurgildinu og auðgildinu mest nú til dags, en ekki hjálpar það öryrkjum, sem eru allir fátækir, því annars fá þeir ekki þessa ölmusu.
Það er aukaskömm sem hvílir því á öryrkjum, að búa við fátækt, og ekki bara skerta færni eða getu til vinnu eða náms.
Síðan eru það fordómarnir. Í fjölmiðlum er stundum alið á þeirri firru að glæpamenn séu allir geðveikir, eða að það hljóti að vera. Síðan er það ekki skýrt nánar, - en sérfræðingar mótmæla þessu og tölfræðin sýnir þetta ekki.
Þegar þjóðin sjokkerast af voðaverki er oft ásökun og kjaftasaga sem hljómar svona og þýtur í gegnum þjóðarsálina sem þá er full af ótta og ásökunarhneigð: Sú eða sá er gerði þetta hlýtur að vera snarvitlaus. Langflestir sem eiga við fötlun að stríða eru jafn friðsamir og aðrir. Það er einhver ákveðin prósenta sem fær umfjöllun í glæpamyndum og spennusögum, það eru til ljót dæmi þar sem geðsýki og afbrotahneigð fara saman, og allur fjöldinn er dæmdur eftir þessum fáeinu dæmum sem eru ljótust.
Það getur verið erfitt eða ómögulegt að meta starfsgetu rétt. Sumir bera sig vel, en hafa svo ekki þrek eða taugaró til að sinna starfinu. Sumir bera sig hörmulega en hvorki nenna né hafa áhuga, og útkoman er alltaf sú sama: Verkið er ekki unnið.
Síðan er það þetta, að breyttar lífsvenjur eru mörgum ofviða.
Öryrkjar er oft dæmdir til einveru því atvinnuþátttaka hefur í sér fólginn ókeypis bónus sem er félagslífið á vinnustaðnum.
Félagsfærni er að hluta til eins og vöðvi sem er ekki í þjálfun og að hluta til meðfæddur eiginleiki sem fólk hefur mismikið af.
Oft er kannski auðveldast fyrir hvern og einn að hjakka í sama farinu, og það á við um eiginlega alla býst ég við, ríka sem fátæka af öllum stéttum og kynjum.
Áherzlan á að hjálpa mismunandi minnihlutahópum hefur verið til staðar og komið frá vinstrafólki og jafnaðarfólki.
Þannig eru til uppáhaldshópar þeirra sem hafa fengið eiginlega alla athyglina.
Um 1980 voru konur aðalhópurinn sem fékk athygli og sem skyldi fá jafnrétti.
Rúmlega 20 árum síðar breyttist það, á milli 2000 og 2010, þá voru það útlendingar sem fengu mesta athygli, og hinseginfólk líka, en sá hópur fór snemma uppúr 1980 einnig að fá sífellt meiri samúð og athygli, stuðning og réttindi.
Ég veit um marga "villinga" sem ég þekkti eða kannaðist við sem krakki og unglingur sem blómstruðu í atvinnulífinu. Jafnvel ýmsir strákar sem hættu í námi urðu ríkir, eða vel stæðir og eignuðust börn og konur. Ákveðin prósenta þeirra lenti í dópi og slíku, en þau vandamál gátu verið samfara dugnaði og velgengni að vísu.
Í dag eru börnin lyfjuð niður áður en þau verða dugleg eða ofvirk. Þau eru greind áður en þau fá sérkenni og persónuleikaeinkenni.
Það er mjög skrýtið ef Viðreisn og Samfylking verða einu flokkarnir sem standa uppúr í kosningunum á Lokadaginn. (Eða Lokudaginn). Guðinn og Ásinn Loki er af sumum talin Loka, kvenkyns goðmagn.
Ég held að í því felist ákveðin uppgjöf landsmanna við að takast á við vandamálin ef Viðreisn verður stærsti flokkurinn eða Samfylkingin. Viðreisn er flokkur ESB-væðingar frekar en aðrir flokkar. Regluvæðing er þar einnig ofarlega.
En kannski er inngangan í ESB rökrétt framhald á þróun íslenzks samfélags og íslenzkra stjórnmála síðustu áratugina.
Vandamál nútímans verða samt ekki leyst með plástrum.
Skilur við Viðreisn vegna geðheilbrigðisstefnu flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 12
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 579
- Frá upphafi: 127781
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning