26.11.2024 | 00:26
Feimin fælist máttinn, ljóð frá 19. júní 1991.
Feimin fælist máttinn,
fárlega móðgar hinn rétta.
Vinnur úr sér vitið,
veröld ei mun kaupa.
Lostinn hana lætur hlaupa,
loksins kemur hennar gretta.
Saman standa stelpur raunar,
stefna þó í haf.
Háðið, öfund, hennar rós,
hefnd þá getur sig í bitið.
Heimur henni launar,
hann mun fara í kaf.
Ekki mun hann metta,
meyjar sér að hyggja.
Fer ekki síðan þar sátt inn,
syndin ei kann neitt að byggja.
Eitt ég vildi elska ljós.
Ört sem enginn hleypir,
andarnir nálunum stinga.
Skelfing skellir niður
skruggum þeim er dugðu.
Annað betri, heitar hugðu,
heimur mun um vindinn þinga.
Elskar hann en ekki segir
óskum sínum frá.
Hef ei rofið hefðir ég,
hún er þarna, vart þess biður.
Þráin aðeins þegir,
þig ei muntu sjá.
Viltu viljann þvinga?
við hvern ertu að tala?
Slímugir sannleikar, sleipir,
sleppirðu því enn að fala?
Hver er þinn að velja veg?
Niður nautnir tróðu,
náttúran hunzuð að baði.
Um það svannar svíkjast,
svakavélin glæðist.
Sonur minn þá samt ei fæðist,
sérhver auðgur heim þókt vaði,
virðast ráða vondar tíkur,
varla kjósa frið.
Nú þá andar nærast á
nöfum horfnum, þoku líkjast.
Auðlegð efnis víkur,
annað tekur við.
Prýði, skömm og skaði,
skemmd og enginn glæstur.
Eiginhygð persónuplóðu,
í pyttinum hver er sér næstur.
Munum okkar syndir sjá.
Persónuplóða: Niðurtroðning persónu. Plóða: Niðurtroðsla.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 138
- Sl. sólarhring: 141
- Sl. viku: 588
- Frá upphafi: 132321
Annað
- Innlit í dag: 112
- Innlit sl. viku: 465
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta ljóð er um þegar fólk nær ekki saman, er of feimið, gjarnan á unglingsaldri, enda samið þegar ég upplifði slíkt.
Ingólfur Sigurðsson, 26.11.2024 kl. 00:28
Ég les ljóðin þín Ingólfur, -og finnst þau auðga bloggið.
Takk fyrir að birta þau.
Magnús Sigurðsson, 26.11.2024 kl. 06:07
Takk kærlega fyrir þetta góða hrós, Magnús. Ljóðin eru persónulegri en flest annað sem maður skrifar, það kemur eitthvað sem kemur meira úr sálardjúpunum í þau. Svo eru þau einskonar dagbókarfærslur um liðna tíð og sýna oft margt í skemmtilegu ljósi.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 30.11.2024 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.