24.11.2024 | 05:12
Glitsýndin, ljóð frá 5. maí 2018.
Hliðstæður kemur þá aldur, gervigreind,
glitsýndin prufureynd, staðvirkt fremi.
Jafnvel frá ístíma, Vili var þar einn,
vaknar í haugum dauðra þannig gremi.
Tapari sæktu sigur þinn!
Sálin er aðeins botnsins steinn!
Eins og hvert verður efni neind!
Aftur hið gamla betur finn!
Krjúpandi fortíð er næst í henni næs,
neðan frá séð er það draumur rættur.
Látum þær krjúpa í haugum handan lífs,
héðan af verður enginn máni bættur.
Rofarnir blasa við þér Víll!
vaknar þá meðvit, stjórnun kífs!
Hennar var aðeins hatur fnæs.
Hefur þú sannfærzt? Fjarri kíll?
Vélhrossið þýðist ei fyrr en fimur ert,
fitan er einhverfa tapsins sára.
Harðmennið lýtur enn þjóðarkonu í kröm,
kvelur sig breyttur, neitun sannra tára!
Fánýtt að treysta á ræður, rök,
rollunum helzt er gegndin töm.
Valdið svo holdið birtir bert,
bara ef virðist fjarlægð sök.
Getur þú kropið og logið líkt og þau?
Loka svo glæsifríð, Hrungnir talar...
Flestar með sérkóða; auðmýkt umfram hitt -
ennfremur missir, löngu týndir skalar!
Vélrænar iðrast einskis þá,
enda þókt vakni minni þitt...
gegnum þá fer að tala tau,
tapari þytinn fer að sjá.
Reiðin er hennar því stutta gredduglóð,
góðlyndi faðirinn, móðir ræður.
Rekur þó knúann í borðið, brýtur þrjót,
byrjar að sanna gildið, toga í slæður.
Aðeins þín skynjun skökk og röng,
skuggarnir víkja, smáa ljót.
Býður sig aftur reið og rjóð,
rækallinn bættur, fór um göng!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 40
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 130426
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 564
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.