Hvað merkir mikið fylgi Viðreisnar og Samfylkingarinnar?

Kristrún í Samfylkingunni endurtekur í fjölmiðlum að innganga í ESB sé ekki fyrsta forgangsmál hjá þeim. Geri maður ráð fyrir að úrslit verði svipuð könnunum þá verða tveir flokkar stærstir, Viðreisn og Samfylking - og hrun fjórflokksins augljóst eins og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor hefur sagt.

Þannig að eftir stendur að ef Viðreisn kemst til valda þarf Þorgerður Katrín að semja um að ljúka aðildarumsókninni og koma þjóðinni þarna inn.

Merkilegt að það er eins og Samfylkingin hafi tekið við af Sjálfstæðisflokknum að vera hikandi í ESB inngöngunni.

Um hvað snúast þá þessar kosningar? Hvað er það sem fólkið vill?

Tveir flokkar hafa lagt mesta áherzlu á að bæta kjör fátækra á Íslandi, öryrkja, eldri borgara, útlendinga, þrír eða fjórir þegar betur er að gáð.

Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið mest áberandi í þeirri orðræðu, því næst Sósíalistar og Viðreisn.

Ég gizka á að fylgi Samfylkingarinnar sé svona mikið því fólk treystir Kristrúnu betur en öðrum til að leiða "velferðarstjórn, félagshyggjustjórn".

Kannski er Þorgerður Katrín búin að taka við af Bjarna sem frjálshyggjumanneskja landsins númer 1.

Ég er að reyna að finna útúr því hvert fylgi Sjálfstæðisflokksins fór og hvað fólk vill og er að fara að kjósa um eftir viku.

Miðflokkurinn fær ennþá gott fylgi, þótt eitthvað hafi hann lækkað. Trendið og tízkan síðustu tvær vikur eða svo hafa verið frá Miðflokki í Viðreisn.

Ný könnun sem sýnir Framsókn með minna en 5% og ekki inni á þingi staðfestir rækilega svo ekki verður um villzt að Katrínarstjórnin hefur rústað fylgi allra flokkanna sem tóku þátt í henni og gera enn. Fólk er allt annað en ánægt með Katrínarstjórnina og enn síður með leifarnar af henni sem situr enn sem starfsstjórn.

Ég tel að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn rétti úr kútnum á endanum, en ekki endilega fyrir þessar kosningar, það er augljóst. Ef marka má söguna fær Framsókn að jafnaði um 10%. Ekki held ég þó að endilega sá árangur náist núna hjá þeim. Núverandi formaður, Sigurður Ingi, er sennilega á útleið, eftir að hafa mengazt af þessu stjórnarsamstarfi.

Ef ekki verða sameiningar á hægrivængnum verður Sjálfstæðisflokkurinn kannski smáflokkur héðan af. Þó má spá honum 10-20%, stefnuskráin góð en fólkið búið að víkja frá stefnunni sem þar telur sig eiga flokkinn.

Mér virðist sem fólkið í landinu sé ekki að biðja um inngöngu í ESB þótt Viðreisn og Samfylking séu í hæstu hæðum.

Ég held að þetta séu reiðir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að refsa Bjarna og dúkkulísunum með því að segjast vilja kjósa Viðreisn.

Síðan eru þetta þau sem slaufa Vinstri grænum og segjast vilja kjósa Samfylkinguna.


mbl.is Össur telur erindi Pírata í stjórnmálum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég vona að þetta þýði: Fólk lýgur á askoðanakönnunum.

Ef ekki, erum við í ansi vondum málum. 

Ásgrímur Hartmannsson, 23.11.2024 kl. 17:39

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég veit ekki hvort mikið mark er takandi á skoðanakönnunum, en tel þó að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nái eitthvað betri kosningu en sumar kannanir sýna.

Ingólfur Sigurðsson, 23.11.2024 kl. 20:48

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Íslendingar að missa vitið?

Birgir Loftsson, 23.11.2024 kl. 21:57

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Einungis með að beita útilokunaraðferðinni. þá mun ég kjósa Lýðræðisflokkinn, jafnvel þó (ótrúverðugar) skoðunakannanir hermi að atkvæðinu sé þannig kastað á glæ - frekar en að skila auðu, sem ég myndi ellegar gera.

Jónatan Karlsson, 23.11.2024 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 698
  • Frá upphafi: 130497

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband