Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?

Fyrsta fréttinum í kvöldfréttum RÚV var á þá leið að kvennamorðum hefði fjölgað í ÖLLUM löndum heims, vestrænum sem og öðrum. (Kvennamorð eru dráp á konum en ekki dráp framin af konum).

Femínistar hafa áhuga á svona tölfræði, en hún getur líka sagt öðrum eitthvað, sem aðhyllast aðrar skoðanir.

Konan sem rætt var við kallaði þetta mikið bakslag í réttindabaráttu kvenna, um það bil.

Þetta munu vera tölur sem eiga við allan heiminn frá 2021 til dagsins í dag, ef ég skildi þetta rétt og fer rétt með. Þar á undan var víst minnkandi ofbeldi gegn konum á Vesturlöndum, en ekki þó í sumum heimsálfum og löndum jarðarinnar.

Kvenréttindakonan sem talað var við sagði að lausnin við þessu væri meira af því sama, meira af femínískum áróðri og barátta gegn feðraveldinu og þannig gildum.

Hér er rétt að rifja upp aðrar heitar deilur á bloggsíðu Ómars Geirssonar um Úkraínustríðið og hvernig rétt sé að bregðast við því.

Hann er sammála Þórdísi Kolbrúnu um að hægt sé að sigra Rússa, og að svara þeim í sömu mynt muni leiða til sigurs Vesturlanda á Rússagrýlunni að þessu sinni. Ég kom með allskonar mótbárur við því og nokkrir fleiri.

En þessi tölfræði sem vitnað er í hér í upphafi blogggreinar minnar er nokkuð sem hörðustu femínistar taka mark á og svo Rússaandstæðingar og Natóvinir og ýmsir fleiri.

Þessi tölfræði sýnir svo ekki verður um villzt að Vesturlönd eru í krýsu og vandræðum sem ná miklu lengra en til brota Pútíns á alþjóðalögum og ásælni hans í land sem talið var frjálst og sjálfstætt.

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur skipti um gír fyrir nokkrum árum, og fór að blogga um Aðalstein Kjartansson, Þórð Snæ Júlíusson, byrlunarmálið og Heimildina og spillingu vinstrifjölmiðla, að ráðast á Samherja en ekki viss fjármálaöfl úti í heimi og hér sem eru glóbalísk að eðli, en sem hægt er að finna ýmislegt á, eins og að auka ójafnvægi og óréttlæti í heiminum.

Þar áður hafði hann mjög fastan þráð í sínum bloggskrifum sem mér fannst skemmtilegri og áhugaverðari, en þá bloggaði hann oft gegn fjölmenningu og femínisma, og ýmsu öðru líku því.

Þá ritaði hann oft á þá leið um Boris Johnson og Donald Trump að þeir væru til marks um að glóbalisminn væri liðinn undir lok en þjóðríkin aftur á uppleið, þjóðernishyggja og hefðbundin gildi, fjölskyldugildi og kristileg gildi. Ég var sammála því, vonaði að þetta væri þannig. En auðvitað er veruleikinn flóknari en óskhyggja og einfaldanir, hjá mér og öllum öðrum.

Í þessum pistli langar mig að minna á áherzlur Páls Vilhjálmssonar í þessum gömlu pistlum fyrir nokkrum árum.

Hafði hann ekki rétt fyrir sér með það að femínisminn getur ekki sigrað? Ég man ekki hvort það var ég eða einhver annar, en einhversstaðar heyrði ég eða lærði þau orð að femínistar væru eins og Don Quikóti, alltaf að berjast við vindmyllur, sem sagt að berjast við andstæðinga sem ekki er hægt að sigra, eru ekki mennskir heldur fyrirbæri, eða forskrift, sniðmát eða frummynd, eins og Plató orðaði þetta, eitthvað sem á að vera, samkvæmt vilja Guðs, hver sem hann nú er.

Það var í Kiljunni eða Silfrinu viðtal við írska konu sem hafði gegnt ýmsum störfum, stjórnarstörfum. Hún sagði eitthvað á þá leið að nauðsynlegt væri að fá þessa slaufuðu karlmenn aftur til að taka þátt í samfélaginu, og hún sagði að þessi gjá á milli kynjanna væri mjög slæm.

Ég hef haldið því sama fram um Úkraínustríðið og Gazastríðið. Þetta byrjar í deilum og endar í líkamlegu ofbeldi, stríðum og hryllingi. Það merkir að fólk hefur misst af tækifærum til að sættast.

Að slaufa karlmönnum er stríðsathöfn og hatursathöfn, og það er ofbeldi, eins og einn vinur minn á Fésbókinni sagði þegar við ræddum um þetta þar, og ég tók undir það hjá honum.

Konur vilja ekki fara aftur inná heimilin. Þær vilja ekki missa réttinn til þungunarrofs, fóstureyðinga, eða réttinn til að vinna við listir og karlmannastörf eða að vera í skólum og úti á vinnumarkaðnum almennt. Þær óttast það margar að ef Pútín nær allri Úkraínu muni hans feðraveldisviðhorf og allra Rússa breiðast út um heiminn, en ef Pútín verði sigraður og Rússar þá gerist það ekki.

Maður gæti haldið að þar sem normið er orðið helfemínískt eins og á Íslandi breytist ástandið aldrei í áttina að feðraveldinu, en þannig er þetta ekki. 

Ef femínistar vilja óvinavæða og skrímslavæða karlmenn, þá er varla hægt að búast því að friður ríki á milli kynjanna.

Það er kannski ekki hægt að útkljá Úkraínustríðið í svefnherbergjunum á Vesturlöndum, enda á ástin að snúast um virðingu og gleði en ekki nauðganir og hótanir, en kannski í Háskólum og í fjölmiðlum og í stjórnmálum. Úkraínustríðið snýst um öfgafemínisma og jafnaðarfasisma (Úkraínu) sem berst við feðraveldi (Rússland).


mbl.is Traust til kvenleiðtoga fer minnkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti. (1. Tím. 2:11-15).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 21.11.2024 kl. 06:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottur pistill Ingólfur en ætli "öfgafemínistarnir" lesi hann nokkuð  og taki hann enn síður til sín eða hugsi nokkuð hver sé ástæðan fyrir þessu meinta "bakslagi"..........

Jóhann Elíasson, 21.11.2024 kl. 07:05

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka ykkur báðum fyrir innlitið og merkar athugasemdir. Kannski guð Biblíunnar sé að minna á sig eins og lesa má út úr athugasemd Guðmundar.

Ingólfur Sigurðsson, 21.11.2024 kl. 07:10

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ástæðan fyrir því að það tók marxískan femínisma allt að því öld að rústa menningunni, er eins og Guðmundur bendir á, hóglæti trúaðra kvenna sem ekki létu ýta sér útaf sporinu og ólu upp börn sín og siðuðu menn sína af árvekni og innsæi.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 21.11.2024 kl. 13:18

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Guðjón orðar vel í stuttu máli það sem ég vildi sagt hafa, en það er einmitt að þær hinar sönnu alvöru kvenréttindakonur sem ég hef kynnst eru ætíð kyni sínu einfaldlega til sóma.

Jónatan Karlsson, 21.11.2024 kl. 15:09

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Guðjón og Jóhann, þið neglið þetta mjög vel. Ömmur mínar báðar voru dæmi um slíkar sómakonur sem héldu uppi menningunni.

Marxisminn er kenndur í skólum, en þetta bakslag þeirra sýnir manni að kannski eru ungar konur farnar að komast á þessa skoðun, að eitthvað sé bogið við marxísku heimsmyndina sem kennd er í skólum.

Og þá rifja þær upp hvernig ömmur þeirra eða langömmur voru. 

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 21.11.2024 kl. 23:35

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Guðjón og Jónatan, þarna misritaði ég, var að svara Jóhann fyrr í dag.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 21.11.2024 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 166
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 774
  • Frá upphafi: 133245

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband