20.11.2024 | 00:40
Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
Sonur Baltasar Kormáks sem einnig er orðinn leikari hafði samband við mig og keypti af mér tvo tónlistardiska eftir mig nýlega. Það gladdi mig, þetta var eins og þegar 2011 þegar Steindi jr. hafði samband við mig og keypti af mér diska, mér fannst það svo mikill heiður því þá var hann rísandi stjarna á Stöð 2, grínisti sérlega frægur meðal unglinga.
Þannig að þótt ég hafi ekki getað lifað af listinni, ekki selt það mikið, þá er ég svona "költ hero", eða svona goðsögn í lifanda lífi, eins og Einar Kárason rithöfundur lýsti Megasi í Morgunblaðsviðtali árið 1984.
Já hann keypti af mér "Ísland skal aría griðland" og "Hið mikla samband", sem báðir hafa verið að seljast vel í gegnum árin - en með hléum.
Þetta gaf mér ástæðu til að finna gömlu tölvugrafíkina á bakvið diskana mína sem ég gaf út frá 1998 til 2010. Það er nú flest fundið, þannig að ég get annaðhvort selt af þeim lager sem enn er til af nokkrum diskum - eða búið til nýja með lítilli fyrirhöfn - en efnið kostar alltaf eitthvað, og því hef ég ákveðið að selja diskinn á 5000, nema menn vilji semja um annað, ég er til í að vera sveigjanlegur um verðið. En þetta er "raritet", eða "fágæti" eins og sagt er.
Allir sem kaupa svona sjaldgæfa tónlist geta nefnilega sjálfir fjölfaldað þetta eða búið til "búttlegga", "sjóræningjaútgáfur", ég hef gert mér grein fyrir því.
Ég hef ákveðið að setja mig ekki upp á móti því, það er að segja möguleikanum á að aðrir búi til "sjóræningjaútgáfur" af minni tónlist. Tæknin er til staðar og ég get ekki stöðvað það.
Halldór Ingi í Plötubúðinni á Laugaveginum sagði að þannig hafi tónlistarmenn litið á þetta á hippatímanum oft, að "búttleggar" væru auglýsing. Greatful Dead var með mikinn iðnað þannig.
Ég kaus Pírata einu sinni áður en þeir breyttust í kommaflokk, minnir mig, út af svona.
Það sem ég vil þó er að græða á minni tónlist nóg.
Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 129956
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.