Endurútgáfa á mínum hljómdiskum, ekki enn orðin að veruleika en úr ýmsu óútgefnu efni er að velja, afgangslög, aðrar, styttri útgáfur af því sem kom út

Hljómdiskarnir sem ég gaf út 1998-2003, 8 talsins, þeir voru gefnir út samkvæmt áætlun sem gerð var 1998. Allir hljómdiskar gefnir út í litlu upplagi, 20 stykki af hverjum, en 40 stykki stundum af þeim sem ég taldi að gætu selzt vel, og síðan endurútgefið árið eftir ef salan var nógu góð.

Þetta var á þeim árum þegar hræódýrt var að gefa út eigin tónlist, í eins litlu magni og maður vildi án þess að upplögin yrðu að vera stór og maður gat prentað út í tölvunni umslögin, eins og maður getur gert enn, og gæðin verið mikil í útprentun á myndum.

Ég var óánægður með afraksturinn 1996 og 1997 í Fellahelli, en 1998 þegar Adam Wright hinn kanadíski var við stjórnvölinn, þá fannst mér hann taka þetta rétt upp. Þessvegna tók ég upp sem samsvarar 12 hljómdiskum, hvorki meira né minna, frá janúar til september 1998 og með Adam Wright sem hljóðmann.

Síðan kom í ljós að ég vildi nota aðrar upptökur að þessu lögum.

 

Svona leit diskurinn út sem kom út 2003, Jafnréttið er framtíðin:

 

1. Jafnréttið er framtíðin (Taktur og tregi)

2. Kúgaðu allar konur

3. Jafnréttið á að ríkja (Taktur og tregi)

4. Endalokin séð í nýju ljósi (Spuni)

5. Stelpur stinga

6. Ríkir jafnréttið núna (Taktur og tregi)

7. En sérð þú ekki eymdina? (Taktur og tregi)

8. Sumar í Helvíti

9. Sannleikurinn er ekki í blöðunum (Taktur og tregi)

10. En sérð þú ekki eymdina? (Taktur og tregi)

 

Taktur og tregi innan sviga merkir að þetta er blús, spunalag þar sem notaðar eru setningar, hver setning endurtekin tvisvar og önnur að auki, stundum viðlagssetning, endurtekin aftur og aftur.

 

Að minnsta kosti tvo aðra "masterdiska" bjó ég til af þessum sama diski, með öðru lagavali, en þeir komu ekki út, en ég er kannski sáttari við þá. Ákveðnir fastar eru til staðar, sömu lögin, en ekki alltaf.

 

Hér eru lög sem eru að mestu leyti tekin upp í hljóðverinu heima á Digranesvegi 92, þann 1. júlí 2003, lagaval því annað en á hinum, sem að grunni til var tekinn upp í Fellahelli 1998, um vorið.

 

1. Jafnréttið er framtíðin

2. Gleypt af þessu Evrópusambandi

3. Konur þurfa miklu hærri laun

4. Nú almenningur ábyrgð þarf að taka

5. Jafnréttið í þér

6. Jafnréttið er framtíðin (Taktur og tregi)

7. Stelpur vil ég stórar

8. Jafnréttið er okkar martröð

9. Endalokin séð í nýju ljósi

10. Sumar í Helvíti

11. Jafnréttið er fortíðin ef það fer allt í hringi

12. Og Kárahnjúkar drukkna, foldin fögur

 

Eins og sjá má af þessu lagavali fjallar eitt lag um Kárahnjúkavirkjun, og andstöðu mína gegn þeim áformum. Þannig að ekki er allt um jafnréttið.

 

Sú útgáfa af þessum hljómdiski sem ég er ánægðastur með er með 14 lögum og kemst á eina LP, vinylskífu. Svona eru lögin á henni:

 

1. Jafnréttið er framtíðin

2. Kona þú mér komst á rétta skoðun

3. Konur þurfa miklu hærri laun

4. Nú almenningur ábyrgð þarf að taka

5. Jafnréttið í þér

6. Jafnréttið er framtíðin (Taktur og tregi)

7. Stelpur vil ég stórar

8. Allir vilja umburðarlyndið

9. Endalokin séð í nýju ljósi

10. Sumar í Helvíti

11. Mannkosti ekki margir hafa

12. Og Kárahnjúkar drukkna, foldin fögur

13. Jafnréttið góða tignum trú

14. Ef ég þoldi einmitt hana

 

Lagið sem heitir "Nú almenningur ábyrgð þarf að taka" fjallar um Framsóknarflokkinn. Ég hélt nefnilega áður að Framsóknarflokkurinn væri grænn, umhverfisvænn flokkur eins og græna merkið hans gefur til kynna. En þegar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra gaf það út að farið yrði í Kárahnjúkavirkjun með hennar samþykki, þá fannst mér það svik við fólkið í landinu og umhverfisverndina. Þetta lag bjó ég til út af því árið 2003. Lagið fjallar um það að almenningur þurfi að "rísa upp", gera byltingu, gegn slíkum áformum og styðja náttúrunverndina á landinu, koma í veg fyrir þessi áform um þessa virkjun.

Annað lag samdi ég einnig af því tilefni sem er þarna: "Og Kárahnjúkar drukkna, foldin fögur".

Eitt annað lag vil ég fjalla um, það er lagið:"Kona þú mér komst á rétta skoðun".

Það eru svona svipuð sinnaskipti og menn telja að Þórður Snær hafi gengið í gegnum, að hafa eitt sinn hatað konur en síðan orðið femínisti.

Ég hef alltaf haft áhuga á því að yrkja um málefni sem hægt er að skoða frá mörgum hliðum, eins og femínisminn er.

Ég er eins og skáld fyrri tíma. Mínar persónulegu skoðanir koma ekki endilega fram í mínum kvæðum eða söngtextum, heldur brot af þeim. Maður lýsir skoðunum í fyrstu persónu sem stundum eru manns skoðanir en stundum ekki.

Ljóðmælandinn í "Kona þú mér komst á rétta skoðun" er vissulega karlremba sem varð femínisti. Fyrst og fremst valdi ég þetta þó vegna þess að það er ljúft lag og það býr til blæbrigði sem auðga plötuna, hljómdiskinn. Textinn er hluti af heildinni, merkingin, eða sú merking sem fólk les útúr ljóðinu.

Minn tónlistarferill er dálítið mikið eins og þegar Bob Dylan notaði eigið hljóðver, "Run down studios", frá 1977 til 1982. Það er að segja, mörkin á milli hljóðversútgáfanna og demóupptakanna mást út, en demóupptökur eru prufuupptökur svonefndar, jafnvel á meðan maður er að semja lagið, eða 3 mínútum eftir að maður samdi lagið.

En viðtökur fólks við mínum lögum fara eftir því hvernig andrúmsloftið í þjóðfélaginu er. Ég er ekki eins og Bubbi Morthens að vilja syngja um pólitískan rétttrúnað. Ég vil koma með boðskap sem mér finnst skipta máli, þótt aðrir skilji ekki eða séu ósammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 87
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 132767

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband