16.11.2024 | 00:00
Kynið dýrka drósir, ljóð frá 8. febrúar 1997.
Gyðjan þeirra grimm
gerðist, sem og dimm.
Kynið dýrka drósir,
deyja allar rósir.
Karen var svo blíð í bænum,
bjarta hrönnin grætur.
Frigg ei fregnar þetta,
frá sér jafnvel andann lætur.
Gegnum kvenna þungu þrætur
þú munt dansa, meður Vila hænum.
Mannleg ekki er
ef nú styður her.
Sannleik réttan sjáðu,
sundurlyndi fáðu.
Get ég elskað þig og þessa?
Þú ert gölluð líka.
Köld við kvalarif?
Kalla hana alltof ríka?
Mér þó aðeins mætti klíka,
mikil er á litla stráknum pressa.
Falleg yzt sem innst,
aldrei hef ég kynnzt
slíkri sem ei sleppur,
slöngutaminn keppur?
Þegar logar æskuástin
ýmsir þurfa að brennast.
Það er aðeins þeirra
þráhyggja að verða að grennast.
Ef ég vil þó annars nennast
ætla að leyfa, fer þá jafnan skást inn.
Gerði hún sér gagn?
Glatað þetta magn?
Eru aðrir betri?
Einnig þeim á vetri?
Heiftargaldur hefur skyldu,
hanna máttu bölbæn.
Kvölin líka kvenna,
kom ei skárri til mín ölvæn.
Rauð en ekki feykist fölgræn,
frúrnar ekki þetta sanna vildu?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 5
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 588
- Frá upphafi: 126548
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 415
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning