15.11.2024 | 00:32
Kannanir sýna aftur og aftur ESB flokkana með um það bil 40% fylgi.
Ný könnun í gær sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn nær sér ekki á strik, 13%, og VG er botnfrosinn flokkur sem er með 3-4% en Sósíalistar gætu náð inn fólki, Viðreisn er enn hærri en 1. nóvember í þessari frétt, 19% og Samfylkingin á svipuðum stað. Samtals um 40% fylgi, nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn einn gat fengið hér einu sinni þegar landsmenn voru mjög hægrisinnaðir.
Ef kosningaúrslitin verða svona er það ákall um ESB-inngöngu. Flokkarnir sem hötuðu ESB hafa líka eyðilagt sig á svikum við sína kjósendur, VG og Sjálfstæðiflokkurinn.
Miðflokkurinn dalar, Sjálfstæðisflokkurinn fastur í 13%. Jafnvel þótt hann myndi fá 18% í kosningunum, þá er það ekki ásættanlegt fyrir marga gamla sjálfstæðismenn sem vilja hafa þetta öðru vísi. Það veldur keðjuverkunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer niður fyrir 20% þröskuldinn, þá hverfa margir vanafastir og áhrifagjarnir frá borði sem eru vanir að styðja sterkasta flokkinn, fara yfir í Viðreisn eða Samfylkingu.
Því má segja að Katrínarstjórnin hafi verið örlagavaldur, eða kannski var það Svandís Svavarsdóttir ein sem ber ábyrgð á því að rústa Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum, fyrst með fóstureyðingamálinu, svo með Hvalveiðibanninu, og margt fleira hefur verið umdeilt, Þríeykið og bólusetningarnar og fleira og fleira.
Pabbi minn er jafnaðarmaður, mitt föðurfólk kaus Alþýðuflokkinn áður, nú Samfylkinguna, eða margir þar.
Ég er áhugasamur um ESB inngöngu af sumum ástæðum.
Ég ber virðingu fyrir Þjóðverjum. Þeir eru þjóð Foringjans, Hitlers, þeir eru agaðir, gamla hámenningarþjóðin í Evrópu sem Íslendingar fóru til að læra í áður fyrr margir.
Einnig finnst mér það kostur að ESB býður uppá lágt vöruverð og vöruúrval.
Úr því að stjórnmálamenn okkar hafa klúðrað sjálfstæðinu, af hverju þá ekki að ganga alla leið, og fara inní ESB? Er það ekki mátulegt á gjörspillta stjórnmálastétt og alþýðu sem hefur svikið sjálfa sig með því að kjósa sömu vonlausu pólitíkusana aftur og aftur, eða einhverja verri?
Ný könnun: Fylgi Viðreisnar eykst og eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 782
- Frá upphafi: 129954
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með það Ingólfur, -að ef kosningaúrslit verða í takt við skoðanakannanir þá má túlka það sem ákall um ESB inngöngu frá þjóðinni, -svo taktlaust sem það nú er.
ESB innganga nú yrði álíka taktlaus og eitthvað ríki hefði óskað eftir inngöngu í Sovétið árið 1990. En þú hefur nú reyndar bent á að það er eins og þessari þjóð lánist ekki annað en gera sömu mistökin og aðrar gerðu áratugum fyrr.
Ég ætla að spá því að næsta ríkisstjórn samanstandi af Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Viðreisn, munurinn á flokkunum verði samt minni en kannanir gefa til kynna.
Þjóðin muni þá sitja uppi með þríhöfða þursamey; -kúlulánadrottninguna, stríðæsinga dúkkulísuna og þá sem datt í lukkupott Kviku, -svo geðslegt sem það nú er.
Magnús Sigurðsson, 15.11.2024 kl. 06:18
Það er rétt hjá Magnúsi að sækja um ESB núna er eins og sækja um aðild að Sovétríkjunum 1990. Það er allt að molna niður þarna. Hef á síðustu 5 árum farið árlega til Hollands og séð hvernig verðlagið stöðugt hækkar. Jú vöruverð er lægra en hér einfaldlega vegna fjöldans en ekki vegna góðrar stjórnunar. Við getum talað um raforkuverðið sem er örugglega 5X hærra en hér á lsndi og þarft að hita allt vatn. ESB aðild stoppar alltaf á því sama - sjávarútveginum. Hvaða vit er í því að skrifstofufólk í Brussel (inni í landi með niðurgreiddum sjávarútvegi), sem kannski hefur farið í lúxussiglingu, sjái um kvóta til fiskveiða á Íslandsmiðum?
Við eigum áfram að sjá um rannsóknir en borga Brussel fyrir að ákveða kvótann. Síðan þurfum við að leyfa öðrum að veiða (jú jöfnuður milli landa) sem hafa engan áhuga á að landa fisk hér á landi. Svo kallar fólk þetta að halda lýðræðinu, kjaftæði. Ef eitthvað er þá eykst spillingin enn meira.
Öðruleiti er ég sammála að það er algerlega galið að þessir tækifærissinnar komist að. Held það endi bara með ósköpum.
Rúnar Már Bragason, 15.11.2024 kl. 10:47
Takk fyrir þessi ágætu innlegg.
Nú er mér spurn, hvernig ætla fylgismenn þessara flokka að útskýra það eftir 4 ár ef flestir verða óánægðir? Nei vandinn við sérstaklega mestu jafnaðarfasistana að þar er öllu snúið á hvolf og uppá andstæðinginn, afneitun.
Nei þetta er ekki töfralausn, þetta ESB. Mér finnst Gunnar Rögnvaldsson hafa útskýrt þetta einna bezt og notað gögn til stuðnings. Hann hefur fjallað um að ESB er bæði efnahagslegur skandall og félagslegur, allt á niðurleið, en þegar fólk er orðið fíklar í viðjum kommúnismans/jafnaðarstefnunnar þarna inni, þá er erfitt að venja sig af því.
Mér er nokkuð þungt að skrifa svona pistla og þeir valda manni þunglyndi, en þetta er raunveruleikinn samkvæmt könnunum, og maður reynir að líta á björtu hliðarnar, einhverja kosti við þetta.
Ingólfur Sigurðsson, 15.11.2024 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.