Göfugur helzt sá er minnkar mest, ljóð frá 31. desember 2018.

Eins og hann mun elska konur

átti hatrið til.

Líti hver á sálar sinnar

sundurleita byl.

Fordæmir hræsnarinn sjálfan sig

er sér í öðrum

haug af bölsins blöðrum.

Betri verð ég þegar ekki fordæmi þig.

Klaustrið er fullt af fýlu, sonur,

fölar hér, ekki rjóðar kinnar.

 

Reglur drottins reynast vera

ráð sem hræðist þú.

Innihaldið ætti að skiljast,

þá öðrum gagnast trú.

Náunginn speglar hvern gallagrip,

er geð sitt vitrar.

Konur koma bitrar,

karla gera minni en ekki skipta um svip.

Aldrei þó skaltu ekkert gera,

ástúðin góða má ei dyljast.

 

Sá er mestur, synd vill bera,

sig á tekur gjall.

Fantur helzt vill forðast sakir,

flytur sig á stall.

Göfugur helzt sá er minnkar mest,

og mengar skrokkinn,

svo lofar fjandaflokkinn!

Fyrst þá jafnan læknar, skilur biðjandi gest.

Vilja svo margir þursa þéra,

það oft ið ranga fyrir vakir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 141199

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 447
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband