Hefnd taparans, ljóð frá 8. desember 2018.

Óhefnt verður einskis framar,

enn það reglan bauð.

Tívanna réttvísi ríkir,

rolan á afleiður kíkir.

Herleiðing Jahves í heimi,

hinum þótt oftlega gleymi.

Stór er stefnan ein,

stúlkan jafnvel hikar þessi.

Koma þær kunnáttusamar,

krafturinn býr í því andartaki.

Ekki aftur rauð,

eftir fallna grein.

Þótt ég í kvölunum Vila enn vaki,

vöntun ei meira svo hvessi.

 

Ef þú drepur okkar hami

upp þá sálin rís.

Kennslugögn koma að gagni,

konurnar tapa því magni.

Vitund mín verður þinn grunur,

vakna svo þrábættar runur.

Haugur hinna féll,

heima enginn, mitt svo þýtur.

Af upphefð þótt ætíð mest stami,

ýmislegt vitraðist, mönnum birtist.

Fjandann kvölin kýs,

finnst þeim burðugt svell.

Athöfnum fárveiki galdrarinn gyrtist,

gjafarinn syndarann brýtur.

 

Mundi sigrar, miði beitir,

mær þá öfugt snýr.

Gagnið sem grunurinn leyfir,

getsökum sannleikans dreifir.

Týr er sá drottinn sem dæmir,

djöflana minni burt flæmir.

Klaustrið hefur kennt,

körlum nokkuð, saman standa.

Heilögu heljanna reitir,

hórkarlinn, risinn og skáldið eina.

Þar við bölið býr,

blíð en vígatennt.

Barnið vill dauðann á búk sínum reyna,

bölvaða manndómsraun landa!

 

Andinn fénda okkur kennir,

yfir mannlegt þrek.

Brennandi byggingar skipta

brátt engu máli og rifta

samningum samvizku þinnar,

síðan þau horfa loks innar.

Sá er kenndi sök,

situr ein og keyri beitir.

Hetjuna heimsins enn brennir,

hofin svo grafið upp, endurreisið!

Forna Vani vek,

vantar ekki rök.

Heimskunnar afleiður fellendur feisið!

Fannbarðir sigursins reitir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 133247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband