Þorgerður Katrín hefur breytt um stefnu úr því að fólk er mótfallið þessu, en önnur frétt kom samt nýlega um þetta og það er í málefnaskránni þeirra.
En mig langar að velta hér fyrir mér merkingunni fasismi. Þjóðernisflokkar eru oft kallaðir fasískir af pólitískum andstæðingum, og þó er það meiri forræðishyggja og jafnvel fasismi að vilja stjórna fólki svona. Þetta skrifaði ég áður en þessi frétt birtist, upp úr þeirri frétt að Viðreisn vildi láta banna nýskráningu benzínbíla strax á næsta ári:
Þar höfum við það. Viðreisn virðist mesti wók-flokkur landsins. Vilja banna nýskráningu á benzínbílum strax á næsta ári!
Það er mjög áhugavert að hægri og vinstrilínurnar skarast. Meira að segja svo að flokkur sem á uppruna sinn í hægriflokki sýnir meiri vinstriöfga á sumum sviðum, kannski til að teygja sig til samstarfs og eygja möguleika á ríkisstjórnamyndun eftir kosningar.
Það er eitt annað sem er merkilegt.
Það er sagt að við Íslendingar séum oft 20 árum á eftir öðrum Evrópulöndum í þróun. Evrópusambandið og fjölmenningin fengu litla gagnrýni á meginlandinu eins og í Þýzkalandi þá, um 2000. Þá varð samruni og löndin gengu í ESB og þjóðirnar.
Nú er þróunin önnur á meginlandinu og sumir vilja breyta ESB og aðrir vilja leysa það upp eða ganga úr því.
Ef Viðreisn og Samfylking mynda nýja ríkisstjórn og fá um 40% saman, og Sjálfstæðisflokkurinn verði þarna líka í þeirri stjórn og gengið verður í ESB, þá má segja að sú kenning fái byr undir báða vængi að við Íslendingar séum 20-30 árum á eftir meginlandinu, Evrópu, og að loksins núna sé kominn sterkur vilji að sameinast ESB.
Við vitum ekki hvernig kosningarnar fara. Þetta er allt óljóst.
Óraunhæft að fara í svona bann á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 129
- Sl. sólarhring: 177
- Sl. viku: 698
- Frá upphafi: 127134
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorgerður Katrín talar um "METNAÐARFULLA ÁÆTLUN", ég get ekki með nokkru móti séð að einhver áætlun geti verið "METNAÐARFULL" þegar hún er eins RÖNG og hægt er?????????
Jóhann Elíasson, 11.11.2024 kl. 05:52
Já segðu!! Ég skil ekki að fólk trúi þessu og nú þegar við erum að losna við eina hörmulega stjórn! Maður vonar allavega að kosningarnar fari betur en bannsett könnunin sem sýndi þetta.
Ef Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og jafnvel Lýðræðisflokkurinn fá góða kosningu, þá myndum eitthvað skána. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, þótt lélegur sé orðinn.
Takk fyrir ágæta athugasemd.
Ingólfur Sigurðsson, 11.11.2024 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning