10.11.2024 | 02:02
Ekki eru mennskar meyjar, ljóð frá 6. nóvember 2018.
Berjumst bræður,
barinn mælti snjall.
Móðir mín
mér til halds og trausts.
Æskunnar heimili elskum við bæði,
óvinir lífsins í sífelldri bræði,
geimverur, vinstrivillan,
varganna hillan.
Þegja um þetta skræður,
þú færð ekki að vita um rétta sýn.
Bíða ber til hausts,
böðlar segja, þar til verður ljóst að kemur fall.
Djöflur, konur, stúlkur, stefnan ranga,
stríðið skárra, allir munu hanga.
Hórur herja,
heldur sef ég vær.
Þökk færð þú,
þegar birtir til.
Bækistöð heiðninnar blasir við öllum,
búa svo smámenni í lágstemmdum höllum?
Ekki eru mennskar meyjar,
minnkandi peyjar...
Fáir fjörið verja,
finnst þeim jafnvel skaðleg lífsins trú...
Trauðla varginn vil,
Valhöll bíður, hulin löngun dæmdan kappa slær.
Öfugsnúin orðin þeirra veikjast,
eins og þau til Vítis stöðugt feykjast.
Ég var í Víti,
og villan enn er hér.
Sífelld sorg,
sjúkir felldir burt.
Umvafinn hlýju á heimili manna,
hitt skaltu sigra og jafnvel loks banna!
Geimverur, góðar konur,
getur margt sonur...
Lífið finnst þeim lýti,
líka skera vítis til þá borg.
Eitruð alheimsjurt,
er að sigra, þó mun hafa betur réttur her.
Allt er blekking, engu skaltu trúa,
eða þar til mun hann geiminn brúa.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 120
- Sl. sólarhring: 170
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 127125
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 518
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning