Eitthvað gott ég hélt að þarna væri, ljóð frá 16. október 2018.

Hve þægur var ég, þráði hinna rembu,

en þær oft beztu köppum sendu dembu

af skömmum, skröttur þær.

Ég vildi bara verða þá

ei veifiskati, fyllast djörfung, þrá,

nú Skrattinn aðeins hóra hlær.

Viðlag(kór):

Eins og skinu augun fögru þín

eitthvað gott ég hélt að þarna væri.

En stundum verður grimmlynt gleðisvín,

ég gat ei komizt við þig gott í færi.

 

Mér leiðist, gleði og líf er alveg horfið,

að löngun, virðingunni hefur sorfið,

en tæfan sálgar sér.

Í einsemd híma allir nú,

og einnig dauð er fyrri kvennatrú,

ja ömurlegt er okkar sker.

 

Sálin berst um samfelld augnadjúpin,

samt var ekki viss um kvennahjúpinn.

Æ, Vínsteinn var og hét.

Við höfðum áður frelsi, frið,

og fjarskalega skemmtilegan sið,

að kássast uppá kvendi er grét.

 

Vissi þá að varstu trygg og hlýðin,

voru fjarri mér og okkur stríðin,

en kappinn klári féll.

Hatrið mun þig hengja, fljóð,

helvízk varstu aldrei nógu góð,

enda er veröld okkar pell.

 

Þá er líkt og þetta engu skipti,

þegar ég loks samningunum rifti,

og hefndin hefur klær.

Feginn verð að fara burt,

fíknin þessi afsökunarjurt,

er svo varla annars tær.

 

Hef þau misst og heimur glottir bara,

hef ei fyrir því að reyna að svara.

Deyr í hatri hann.

Verðum púkar vinir því,

vopnaheimur andans, stöðugt ský,

féndur mínir fíla bann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 632
  • Frá upphafi: 133103

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband