Hallarekstur Dags, er ekki ráð að hætta við borgarlínuna?

Dagur B. Eggertsson skildi eftir sig gjaldþrota Reykjavík er sagt af mörgum og rökstutt vel. Við embættinu tók Einar Þorsteinsson, sem kallaður er Dagur II af sumum. Sagt er að hann stjórni með svipuðum hætti en reyni þó að stjórna meira eins og sjálfstæðismaður, hugsa um sparnað og rekstur sem er sjálfbær. Enda er hann framsóknarmaður en ekki samfylkingarmaður.

Í umræðuþætti sagði einhver að vinstrimenn miðuðu rekstur borgarinnar við að selja Perluna. Það er svipað og að selja dýrgrip vegna mistaka í rekstri sem hefði verið hægt að komast hjá.

Perlan var reist í tíð Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra. Útlit hennar minnir mjög á stjörnusambandsstöð. Þær hugmyndir setti dr. Helgi Pjeturss fyrst fram í blaðagreinum á fyrri hluta 20. aldarinnar og svo í bókum sínum. Nefndi hann strax í upphafi 20. aldarinnar staðsetninguna, og kallaði þetta "sambandsstöð við stjörnurnar í Öskjuhlíðinni", eða eitthvað slíkt.

Skrifaði hann á þá leið að ástand mannkynsins myndi mjög færast í rétt horf ef reist yrði stöð til sambands við aðra íbúa stjarnanna í Öskjuhlíðinni.

En nú er svo komið að heimska stjórnar okkar mannkyni, Íslendingum eins og öðrum. Kemur þeim því ekki í hug samband við stjörnurnar - nema þessar myrku stjörnur sem nefna sig stjörnur í ómenningunni okkar.

Í dag er svo komið að fólk getur ekki einusinni átt samskipti hvert við annað. Í stað þess að elska náungann lærir fólk að hata náungann á grundvelli femínisma og jafnaðarfasisma.

Ingvar Agnarsson afabróðir minn var myndlistarmaður og rithöfundur og forstjóri Barðans einnig, og Gúmmívinnustofunnar þar áður.

Hann skrifaði margar greinar í Morgunblaðið um langt árabil. Þar fjallaði hann oft um Nýalskenningarnar.

Frá honum munu vera komnar teikningarnar að stjörnusambandsstöð í Öskjuhlíðinni - sem gætu hafa verið fyrirmyndin að útliti Perlunnar, því hvolfþakið glæsilega á byggingunni  með rúðunum er jú í fullkomnu samræmi við teikningar Ingvars frænda, og hann birti þessar teikningar oft með pistlum sínum í Morgunblaðinu um þetta efni, sem hann skrifaði.

Nei það er kannski ekki hægt að búast við því að okkar mannkyn sé komið uppá svo göfugt stig að halda sambandsfundi, miðilsfundi í Perlunni, en kannski gerist það síðar, eftir 20-50 ár. Aldrei að vita, breytingar verða stundum í hina betri átt, það er nú svo.

En úr því að ég er að fjalla um þrotrekstur Dags B. Eggertssonar þá vil ég endilega fjalla um Borgarlínuna hér eins og svo oft áður.

Þótt ég hafi hrósað Degi í pistli nýlega fyrir að hafa sinnt umhverfisverndinni vel sem borgarstjóri, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að hann stjórnaði eins og dæmigerður vinstrimaður, með hallarekstri.

Það er líka dæmigert fyrir vinstrimenn að vilja græða á Perlunni núna og selja hana, en mig minnir að þetta hafi verið kallað bruðl á sínum tíma, þegar hún varð byggð.

Væri ekki betra að hætta við Borgarlínuna?

En þennan pistil vil ég enda á jákvæðum nótum.

Samfylkingarfólk er mjög hrifið af samvinnu á milli þjóða. Löngun þeirra um að ganga inní ESB er af þeim meiði.

Mikið fylgi Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í skoðanakönnunum bendir kannski til að á næsta kjörtímabili verði reynt að ljúka við aðildarferlið að ESB.

Mér finnst sumt jákvætt við fjölmenninguna.

Mér finnst hún vera skref í þá átt að fólk fari að hugsa um líf á öðrum stjörnum.

Fyrr eða síðar hlýtur það að gerast.

Eitt af því sem fólk þarf að læra er þetta, að geimverur líta ekki endilega út öðruvísi en þetta mannkyn okkar.

Til eru mannkyn sem eru sérhæfð í útliti.

Á sumum hnöttum eru bara aríar. Á öðrum hnöttum eru bara indíánar. Annarsstaðar er aðeins asískt fólk eða bara svart fólk eða brúnt. Sumsstaðar blandað fólk eins og hér.

DNA blöndun í fortíðinni var svo haganlega unnin að falin voru ummerkin.

Við verðum að gera ráð fyrir því að guðirnir hafi verið miklu klárari en við, gert ráð fyrir því sem gerist núna og ókominni framtíð, sem og fortíð þeirri sem er liðin.

Ég er andvígur hverskonar jarðmiðjuhugsun.

Giordano Bruno kenndi okkur að geimurinn er endalaus, og engin miðja, ekki jörðin, ekki sólin, ekki búlgurinn, okkar takmarkaði alheimur.

Til að setja kynþáttahatrið til hliðar eða kynjahatrið eða önnur leiðinleg og niðurrífandi samskipti þarf að hætta að upphefja konur eða karla.

Þessvegna skrifaði Emanuel Swedenborg um það að Helja væri full af fólki sem væri sjálfselskt.

Himnaríki sagði hann að væri staður þar sem fólk elskaði Guð og náungann. Guð væri síðan sannleikur, og það vissi hann sem vísindalega menntaður maður.

Sá sannleikur þarf að vera afstæður og ekki sannleikur eigingirninnar sem hver og einn græðir á. Hann þarf að vera algildur.

Þegar fólk sér sannindi sem standa utan við það sjálft og kemur sér saman um þessi sannindi þá myndast nokkurskonar friður. Pólitísk sannindi eru ekki mjög uppbyggileg, því þau eru hagsmunasannindi.

Því miður er talsvert mikil hætta á því að mynduð verði næst stjórn þar sem reynt verður að komast inní ESB og halda áfram með aðildarferlið.

Klúður og vesen undanfarinna ára lætur jafnvel almenning gefast upp á sjálfstæðinu.


mbl.is Gera ráð fyrir sölu Perlunnar á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 625
  • Frá upphafi: 133096

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 475
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband