6.11.2024 | 07:26
Sögulegar kosningar
Nú er farið að lýsa yfir sigri Trumps og vert að rifja upp ýmislegt sem sagt var á CBS kosningavaktinni.
Konur kusu Trump miklu meira en búizt hafði verið við.
Bann við fóstureyðingum fékk víða um 40% stuðning líka þar sem því var hafnað með 60% sem vildu ekki bann. 40% stuðningur við banni við fóstueyðingum er mikill og fréttaefni, miðað við umræðuna víða í okkar femínísku Evrópu. Sumsstaðar var bann við fóstureyðingum samþykkt í ríkjunum. Þetta þýðir að hið svonefnda bakslag sem talað er um er meira en bakslag, það er skriða sem hefur áhrif útum allan heim.
Margákærður Donald Trump af pólitískum ástæðum mun fá friðhelgi verði hann aftur forseti, sem allt stefnir í, er talið.
Hvernig fer fyrir þeim þúsundum dómsmála um allan heim sem eru svipuð og gegn Trump? Verða þá ekki dómstólar íhaldssamari aftur og minna wók - og einnig saksóknarar og fleiri sem við þetta starfa?
Enn á ný gefa skoðanakannanir kolranga mynd af ástandinu. Spekingar á RÚV sögðu jú að allt væri hnífjafnt, en gáfu í skyn að Trump væri slíkur skúrkur að hann hlyti að tapa!
Fólk furðar sig á því að þessi sorakjaftur og ruddi sem Trump er skuli enn á ný ná þessum ótrúlega árangri!
Þegar Silja Bára stjórnmálafræðiprófessor brosti yfir sigri Trumps núna undir lok kosningasjónvarpsins á RÚV, þá fannst mér eitthvað mikið gerast. Mér fannst Silja Bára fyrir 8 árum ósveigjanlegur femínisti, jú hún reyndi að vera hlutlaus, en maður skynjaði þykka og áþreifanlega andúðina á Trump.
Núna brosti hún yfir sigri Trumps! Og Birta líka! Ja, Trump á sér ýmsa leynda aðdáendur hlýtur að vera.
Þetta eru sögulegar kosningar. Eins og þau töluðu um á CBS, það er einstakt að maður eins og Trump sé endurkjörinn, eftir allar þær hörðu og látlausu árásir sem hann hefur mátt þola, og úrskurðaður gjörsamlega óhæfur sem frambjóðandi og forseti af ýmsum fræðimönnum innan kerfisins, eftir árásina á þinghúsið og öll dómsmálin, auk framkomunnar og ruddaskaparins við konur og fleiri hópa.
Hætt er við að öfundin komi með sínar klær, og þarf að huga að því að passa uppá Trump nú sem aldrei fyrr.
Hvernig taka pólitískir andstæðingar hans þessu?
Sigurinn í þinginu gerir þetta svo ekkert minna en stórsigur. Og það þegar margir spáðu því að hann yrði tapari í öllum skilningi og gjaldþrota maður og glímandi við dómsmál, sigraður alveg.
Óskar Trump til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 63
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 785
- Frá upphafi: 125471
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 598
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meðal íþróttakvenna var barátta í gangi um að kjósa Trump því hann hefur lofað að setja bann við keppni karlmanna, sem skilgreina sig sem konur, í kvennaíþróttum. Sundkonan sem tapaði fyrir karlmanni hefur barist harkalega á móti þessu óréttlæti og náð miklum árangri. Harris varði þessa karla, auk þess að eiga í vandræðum með skilgreininguna kona. Nú vona þessar íþróttakonur að Trump standi við stóru orðin, og þarf nokkur að efast. Þær sjá fram á að keppa á jafnréttisgrundvelli við stúlkur, ekki karla. Íþróttakonur hafa misst um 1000 titla til karlmanna sem er til háborinnar skammar.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 6.11.2024 kl. 07:44
Takk fyrir þessa viðbót Helga Dögg. Já þetta er mjög merkilegt og hefur áhrif á orðræðuna hér á Íslandi. Almenningur í Bandaríkjunum hefur sagt sína skoðun að nóg er komið af wókinu og kannski eins og presturinn hefur skrifað, Guðmundur Örn, að Trump sé útvalinn.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 6.11.2024 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning