4.11.2024 | 01:02
Gamall kveðskapur eins og kvæðið Ýmir geymir í sér lausnir á vanda nútímafólks og lýsir firringu nútímans og hvernig allir selja sál sína Mammon
Einar Benediktsson er af mörgum talinn bezta skáld landsins fyrr og síðar, en það eru margir um hituna sem fá þann titil frá aðdáendum sínum enda eigum við mörg ljóðskáld lífs eða liðin bæði góð og miður góð og sum frábær og á heimsmælikvarða, eins og Megas til dæmis, sem hefur vissulega farið ótroðnar slóðir í sínum merkilega kveðskap.
Einar Benediktsson er kannski stærsta skáldið sem við eigum, eða í topp tíu meðal mestu þjóðskáldanna okkar að minnsta kosti.
Þegar ég var unglingur gerði ég lög við sum ljóðin hans, aðallega í janúar 1985, fjórtán ára og á fimmtánda ári.
Ég skildi ekki þennan stórkostlega kveðskap, en ég hreifst af hrynjandi og orðkynngi meistarans og þetta kenndi mér eitthvað.
Afabróðir minn, hann Ingvar Agnarsson, kenndi mér að meta skáldskap Einars að verðleikum, öðrum framar. Hann las kvæði fyrir mig eftir sig og aðra, og kenndi mér að hlusta eftir hrynjandi og hvernig ætti að lesa upp kvæði með áhrifaríkum hætti.
Þessi afabróðir minn hélt mest upp á síðustu kvæði Einars, í bókinni Hvammar sem kom út 1930. Að sjálfsögðu fannst mér þessi ljóð eins og latína þegar ég heyrði þau fyrst, full af torskildum orðum og enn flóknari og torskildari setningum. Um Einar Benediktsson hefur það verið sagt að hann hafi barið kvæði sín saman með miklum harmkvælum og troðið inní þau meiri speki en auðvelt sé að láta kvæði innihalda.
Þegar ég les þessar línur úr Ými fer hrollur um mig af hrifningu:
"Höfundur sólar bjó heiminum leiði.
Hofborgir guðs voru sokknar í eyði."
Þetta kvæði er hrein snilld, varla til betri kveðskapur á okkar máli. Höfundurinn, Einar Benediktsson, vefur saman norrænni goðafræði og stjörnufræði og stjörnulíffræði á sem snilldarlegastan hátt.
Kvæðið geymir stórkostlega vitrun um Big Bang, Miklahvell.
Ég horfði nýlega á Youtube rás vísindalega, "The Universe Existed Before Big Bang", Roger Penrose vísindamaður inntur svara og látinn útskýra.
Í þessu splunkunýja myndbandi er nýrri vísindakenningu lýst, en ég hafði sjálfur mótað mér svipaðar skoðanir miklu, miklu fyrr, eða um tvítugt, enda lærði ég það af Ingvari Agnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni að þeir efuðust um Miklahvellsfræðin og töldu alheiminn óendanlegan, eins og Giordano Bruno hélt fram.
Mjög merkilegt myndband frá vísindamanninum.
Ekki er hægt að rekja fyrsta Miklahvell. Endalausar raðir Stóruhvella. Ekki aðeins það, heldur:
A) Myndast nýr Miklihvellur áður en þenslan nær hámarki sínu.
B) Margir Mikluhvellir myndast á sama tíma í fjölheiminum og þróast á sjálfstæðan hátt, næstum því.
C) Þenslan er endalaus og eilíf, og sömuleiðis myndanir Mikluhvellanna.
D) Eins og Guð eða guðleg hönd stjórni þessu öllu, því til að líf myndist þurfa öll hlutföll að vera reiknuð svo nákvæmlega út að það er tæknilega ómögulegt fyrir mannlegan mátt að gera eitthvað slíkt. Eða með öðrum orðum, það er 1 á móti gríðarlegum og ótölulegum fjölda talna að við séum til, að heimurinn sé til og að allt sé eins og það er! Það er kraftaverk og meira en það, og þó trúir Penrose ekki á guð, heldur vill útskýra þetta vísindalega, reyna það.
Kvæði Einars Benediktssonar um Ými, það í raun lýsir þessu og Penrose hefur verið að uppgötva nýlega. Slíkur var innblástur snillingsins Einars, og hefur hann án efa verið undir áhrifum Nýalanna og dr. Helga Pjeturss.
Í kvæðinu fjallar Einar um "skaparans reiði".
Já, hann blandar saman kristni og heiðni á snilldarlegan hátt og jafnvel náttúruvísindum þeim sem voru að mótast á hans tíma en komin nokkuð langt, eins og afstæðiskenning Alberts Einsteins og fleira.
Þetta stórbrotna kvæði Einars Benediktssonar gerir það auðveldara fyrir heiðið fólk að standa hnarreist og vera stolt af sinni lífsskoðun, já eins og sköpunarsaga Snorra Eddu standist vísindalega gagnrýni nútímans!
Hér eru fleiri línur úr Ými sem eru gjörsamlega tímalaus snilld:
"Hver laut sínum auði, var aldrei ríkur.
Öreigi bar hann purpurans flíkur.
Sá stærðist af gengi stundar, var smár.
Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur."
Og svo:
"Ævi, sem hvergi ber harm né sár,
himninum rænir - og sjóðinum eyðir."
Þetta talar beint inní okkar samtíma, við lifum á tímum auðróna og eiginlega allir lúta sínum eigin auði. Slíkt fólk er aldrei ríkt, samkvæmt Einar Benediktssyni. Það eru öreigar sem bera purpurans flíkur. Purpurinn er litur föstunnar, sá litur hefur verið notaður á páskum til að sýna þjáningar Krists á krossinum, og að neita sér um jarðnesk gæði.
Kvæði Einars segir okkur að hin mikla auðsöfnun nútímans sé merki um andlegan skort og andlega fátækt þeirra sem þannig haga sér.
Facebook og aðrir samfélagsmiðlar ganga eiginlega allir út á það sem fjallað er um í þriðju línunni:"Sá stærðist af gengi stundar, var smár."
Og fjórða línan, hún fjallar um það sem eiginlega allir gera ekki nú til dags, þegar allt er svikið, þjóðrækni og samvizka, kristilegar og heiðnar dyggðir og sálin sjálf:
"Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur."
Samkvæmt Einar Benediktssyni erum við ÖLL smámenni fyrirlitleg, bara mismikil! Það er satt og rétt.
Áttunda línan í þessu erindi er gagnrýni á Bubba Morthens og fleiri og ástæða fyrir því að ég tel að Bubbi Morthens geti aldrei kallazt þjóðskáld, heldur aðeins lýðskrumari og kommúnisti:
"Ævi, sem hvergi ber harm né sár,
himninum rænir - og sjóðinum eyðir."
Að vísu hampar Bubbi mikið dópfortíð sinni, og réttlætir sig eiginlega af henni.
En síðan hann kynntist Brynju sinni og skildi við hana og svo Hrafnhildi, sem er núverandi kona hans, hefur líf hans verið dans á rósum og hann hefur varla sungið um neitt annað en eigin hamingju og ríkidæmi sitt sem fjölskyldumanns og sigurvegara á öllum sviðum.
Það er hamingjuganga Bubba Morthens frá 1985 til nútímans með örlitlum frávikum.
En fólk lýtur sínum eigin auði nú til dags.
Meta, áður Facebook tilkynnir breytingar í byrjun 2025. Ef fólk samþykkir þær ekki þá verður það að eyða sínum gögnum af Facebook og hætta að eiga þar samskipti við fólk, en því er boðið að afrita gögnin sín fyrst til einkanota.
Eða í stuttu máli sagt: Hypjaðu þig eða steinhaltu kjafti!
Vafalaust snúast þessar breytingar um að sé hert að frelsinu til að tjá sig, og fólk þurfi að verða enn ópersónulegra og vélrænna en áður þarna, og nóg var þó fyrir af slíku.
En þetta kvæði Einars Benediktssonar segir okkur einnig þetta, að sjálfar "hofborgir guðs" geti verið sokknar í eyði! Hvílíkt orðfæri, svo um mann fer hrifningarhrollur þegar slíkur sannleikur er sagður!
Það er einmitt þetta sem við erum að upplifa í nútímanum.
Kirkjurnar eru tómar um alla Evrópu nema á stórhátíðum. Þær eru notaðar sem tónleikasalir eða undir félagsleg störf kommúnista og kvenréttindafrömuða eða fjölmenningarpostula.
Hversu mikið eyðilegri getur borg Guðs orðið?
Prestynjurnar heiðnu boða trú á Egóið og réttindi mannsins (en langmest réttindi konunnar þó) yfir Orðið og Kirkjuna, og allt slíkt.
"Hofborgir guðs voru sokknar í eyði."
Hið trúlausa líf, hinn guðlausi nútími.
Segist ekki hafa sýnt forseta Íslands óvirðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Heimurinn færist nær meiri hernaðarhyggju, virðist manni
- Heimskunnar bryggja, ljóð frá 19. desember 2018.
- Mammon á að ráða á RÚV og þau stefna á gróða á næstunni. Mun ...
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu vi...
- Fæðingardagur frelsarans er 25. desember. Jafnvel þeir sem ek...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 56
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 633
- Frá upphafi: 130666
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Ingólfur.
Þetta er svakaleg færsla fyrir einfaldan mann sem aðeins reynir að glugga í ævisögu Einars Ben á völdum tímum - ógnvænlegt ástand!
Jónatan Karlsson, 4.11.2024 kl. 07:33
Skemmtileg lesning Ingólfur, -Einar var einstakur og því kannski ekki sanngjarnt að bera önnur þjóðskáld saman við hann.
Það var sama hvort Einar Benediktsson orti heilu kvæðabálkana eða stutta ferskeytlu, þar var oft á ferðinni tímalaus snilld.
Stundin deyr og dvínar burt
sem dropi í straumaniðinn
Öll vor sæla er annaðhvurt
óséð - eða liðin
Magnús Sigurðsson, 4.11.2024 kl. 14:24
Takk fyrir innlitið og skemmtilegar athugasemdir félagar. Já Einar Ben var einstakur og maður er lengi að fatta hann.
En hann var eins og Megas: Langt á undan sinni samtíð og spáði kannski fyrir um eitthvað eins og Nostradamus.
Ingólfur Sigurðsson, 4.11.2024 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.