3.11.2024 | 00:33
Dystópískar bíómyndir látnar rætast
Fólk verður heimskara og vélmenni verða gáfaðri.
Hægt að eiga samræður við ChatGPT á íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 130
- Sl. sólarhring: 181
- Sl. viku: 814
- Frá upphafi: 129929
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 626
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 101
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vélmennið verður ekkert gáfaðaðra en það sem kemur inn en já fólk verður heimskara á að nota þetta. Nota þetta ekki og hef ekki enn séð gera neitt annað en að gera fólk latara og í raun heimskara.
Rúnar Már Bragason, 3.11.2024 kl. 02:37
Ég átti við að vísindamenn eru að þróa vélmennin til að gera þau líkari mannlegri greind, og telja að þau fari yfir mannlega greind eftir nokkur ár. Það er klikkun eins og kjarnorkan. Bara til að græða?? Það er búið að vera við þessu í Terminator kvikmyndunum ofl...
Á meðan verða börnin ólæs, osfv... þessi hnignun er hraðari en hnignun Rómaveldis, miklu hraðari. Augljós.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 3.11.2024 kl. 04:17
Í sálfræði hefur mannleg greind verið flokkuð í 7 flokka (kannski fleiri). Eitt af því sem tölvur ná ekki og erum engu nær er tilfinningagreind. Horfðu á vísindaskáldskap og þá sérðu að þetta er stærsta vandamálið við gervigreind. Þótt tölva geti verið með betra viðbragð þá hefur hún samt ekki tilfinningu. Annað er t.d. huglægt mat á efni en tölvan er engu nær þar en áður. Forritið les gögn og ef nógu margir segja eitthvað þá er það valið en það er ekki huglægt mat heldur hlutdrægt út frá fjölda.
Mín skoðun á gervigreind í dag er að það er verið að ýkja virkni þess til að geta selt þetta.
Rúnar Már Bragason, 3.11.2024 kl. 12:54
Ég tek undir þetta, hef kynnt mér þetta svolítið. Já, tölvurnar hafa ekki tilfinningagreind, það er rétt og það sést í vísindaskáldsögunum. Þótt ég sé ósammála Gunnari Rögnvaldssyni að gervigreindin sé stormur í vatnsglasi, þá er það rétt hjá honum að sömu hindranir eru enn og voru fyrir 50 árum, hraðari örgjörvar og slíkt er aðalframþróunin.
En hættan felst í því hversu mörg störf þarfnast ekki tilfinningagreindar. Til dæmis vegna þess að á Vesturlöndum þar sem öll heimspeki er rokin útí veður og vind þarf ekki tilfinningar, það er búið að ákveða hvað er gott og hvað er vont.
Þar af leiðandi væri hægt að gera næstum allt samfélagið vélrænt. Eftir standa aumingjar sem drepast og rotna niður og örfáir hámenntaðir hálfmenn með tölvukubba grædda í sig til að lækna sig.
Dómskerfið væri hægt að manna með róbótum og verður gert, eins og flest önnur störf. Það er ekki pláss fyrir efa nema utan Vesturlanda. ESB stefnir þangað.
Nema það sem ég held eins og margir fleiri, BRICS, þessi lönd yfirtaka heiminn. Kína yfirtekur Evrópu, og deyr út sjálft vegna sömu hnignunar.
Það gæti orðið afturhvarf til villimennsku og fullkomið hrun allrar hámenningar. Alnetið gæti lagzt á hliðina og velferðarsamfélögin farið í rúst.
Eða ef Elítan er með pottþétt plan, fullkominn ósigur mennskunnar. Örfáir mennskir drottna yfir vélrænum heimi með manneskjur á botni píramídans?
Ingólfur Sigurðsson, 3.11.2024 kl. 17:08
Sæll Ingólfur, athugasemd þessi varðar ekki færsluna hér að ofan heldur vildi ég grennslast fyrir um plötuna þína „Ísland skal Aría griðland”. Ég er búinn að þaulreyna netleitarvélarnar en ekkert virðist koma upp. Er einhver leið til þess að nálgast þessa plötu? Ég bý erlendis svo mér er ekki fært að kaupa hana í plötubúð á Íslandi því miður. Fyrirfram þakkir.
aumhugi, 3.11.2024 kl. 17:09
Sæll aumhugi, já ég á enn fáein eintök eftir. Skrifaðu mér á iqno@hive.is og þá er auðveldara að segja mér heimilisfang og slíkt. Þessi diskur er víst uppseldur hvort sem er í búðum og ég er ekki enn búinn að setja þetta allt á netið. Úr því að bara eru eftir nokkur eintök vil ég helzt fá einsog 5000 krónur fyrir stykkið, en sendi hann hvert sem er.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 3.11.2024 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.