Tynja, duga og gera, allt orð sömu merkingar, sem eitt sinn voru algeng samheiti, orðsifjar.

Skrýtin orð í Kappsmáli síðast vöktu ekki undrun mína. Ég fór að velta fyrir mér orðinu ígerð, samsett orð sem sennilega er mjög gamalt.

Nafnorðið gerð getur merkt tegund, verknaður, athöfn, samningur, lögun, snið, verk, verksmiðja, þroski plantna, hertygi og fleira. Gerð getur einnig þýtt gerjun eða ólga. Gerða sem sögn getur þýtt að girða, eða belti á kvenbúningi, sem nafnorð.

Forsetningin í hefur margar merkingar. Ígerð getur þýtt gerjun, hiti í heyi eða graftarbólga.

Samkvæmt orðsifjabók Ásgeirs Blöndal þá er hin algenga sögn að gera dregin af merkingu sem tengist gerjun í öli! Það þýðir að orð eins og ígerð hefur í sér geymda eldri og upprunalegri merkingu en sögnin að gera, að framkvæma. Vel að merkja, ekki er allt rétt sem í þessari orðsifjabók stendur, þetta eru tilgátur studdar af beztu málvísindarökum þess tíma, en umdeilanlegt.

Þetta kemur svolítið á óvart, því maður hefði haldið að svona neikvæðar merkingar hafi komið síðar.

Þó ber að athuga að íslenzkan hefur losað sig við mörg forskeyti, sem ennþá finnast í þýzku og öðrum germönskum málum. Þær forsetningar finnast enn í latínunni og öðrum fornmálum, og svo ýmsum sem yngri eru líka, til dæmis enskunni.

Tun og do úr ensku og þýzku voru orð sem voru algeng til forna í merkingunni að framkvæma eða gera. Sögnin do á ensku er samstofna og sögnin að duga á íslenzku og merkingin er svipuð. Þannig má segja að við eigum sögnina að duga, og do er sama orðið, en merkingin hefur sérhæfzt eilítið hjá okkur.

Tun á þýzku gæti trúlega verið skylt Óðinsheitinu Þundur, sem þó er kannski talið skylt sögninni að gera hávaða, drynja sem þruma. Þundur er einnig galdratákn, eða bogi. Sögnin að duna eða dynja tel ég sé sama sögn og tun á þýzku.

Á íslenzku væri þýzka orðið tun tynja eða þynja eða dynja væntanlega. Ég þyn ég þan. Þenja, þandi, þetta gæti verið leif af týndu orði af þessu tagi. Hvað þynur þú á morgun? Hvað gerir þú á morgun?

Öll þessi orð eru skyld tar- orðinu ten, ton, í indóevrópska frummálinu. Það er dregið af nafni þrumuguðs sem var tignaður víða undir þannig heitum.

Þegar einn guð er talinn frumhreyfill veraldarinnar, eins og Þór, þá er skiljanlegt að fólk tali um að þynja, að öll verk mannanna séu afleiðing af þrumunum sem Þór sendir til og frá.

Sögnin að duga er talin koma frá orði sem skylt er dúzij, sterkur á rússnesku, daúg, mikið á litháísku, en upprunalega orðið er væntanlega týnt, en þessar leifar finnast. Upprunalega orðið lýsti styrk, og var kannski guðaheiti eða gyðjuheiti í fyrndinni.

Ótrúlegri finnst mér skýring Ásgeirs Blöndal að hin algenga sögn að gera sé dregin af geri, og gerjun í öli!

Thermós, heitur á grísku telur hann upprunaorð fyrir sögnina að gera.  Gharmá á fornindversku, guher, hita á fornindóvrópsku.

Allt er þetta tilgátukennt, enda segir hann að uppruninn sé óljós.

Ekki álítur hann að hundur eða úlfur Óðins, Geri, hafi neitt með þetta að gera. Það orð mun einnig geta þýtt hrafn, hundur eða úlfur almennt, og gæti þýtt hinn gráðugi.

 

Mjög augljóst er að Ásgeir Blöndal vildi ekki finna jákvæðar merkingar við nein orð sem hafa heiðna og forna skírskotun, nema það liggi mjög augljóslega fyrir. Trúarfordómar hefta starf slíkra manna.

Mannsnafnið Georg rekur hann hinsvegar réttilega. Merkir það jarðyrkjumaður. Geórgós á grísku þýðir bóndi, jarðyrkjumaður. Af Géa, jörð, og orgos - sem kemur af vorgos, verk.

Takið eftir því að vorgos, sem er eldri mynd en orgos, það er sama orðið og verk á íslenzku, en með -os endinguna sem var algeng á þessum tíma og einnig meðal Latverja.

Íslenzkan geymir því upprunalegri mynd þessa orðs en jafnvel forngrískan!

Ég myndi segja að það sé hulinn ráðgáta hvað sögnin að gera þýddi upphaflega, eða af hvaða orði eða orðum þessi sögn var dregin. Allar skýringarnar í orðsifjabók Ásgeirs Blöndal finnst mér ótrúverðugar og lítt nothæfar.

Sum orð í nútímanum eru dregin af týndum og horfnum orðum, eða að þau eru ranglega ættfærð opinberlega, því vísindamönnum verður á eins og öðrum.

Organon á grísku þýddi verkfæri, áhald, líffæri.

Ef sögnin að gera er komin af fornindversku, pakvá, soðinn, fullþroska, tilbúinn, þá vantar marga milliliði í þróun merkingar. Fornslavneskan, goreti, brenna, gæti skipt máli, eins og Ásgeir Blöndal taldi.

Var þarna guð eða gyðja sem tengdist eldi eða sólinni? Það gæti skýrt þessa málþróun.

Geri og Freki eru orð svipaðrar merkingar. Freki er skylt frekur, pragnác, á pólsku, heimta ákaft, prahnouti á tékknesku, að girnast.

Freki er samkvæmt þessi ímynd girndarinnar en Geri er ímynd ofbeldis og starfsgleði, framkvæmdavilja.

Guðrún Kristín Magnúsdóttir skrifaði að Geri og Freki séu hula Helju. Efnisheimurinn sé því hundar eða úlfar Óðins, sem hann lætur éta mat sinn en nærist aðeins á miði, sem er tákn fyrir andleg sannindi.

Meira vit er kannski í fræðum Guðrúnar Kristínar en orðabók Blöndals, þótt hún í sjálfu sér komi manni á sporið.

Ef sögnin að gera er dregin af Gera, úlfi Óðins, þá verður þetta allt skiljanlegra.

Við mennirnir hljótum að vera kraftbirting af æðri mætti, og af hundum Óðins þess vegna, það er ekki verra en hvað annað.

Sögnin að gera þýðir þá að Geri sé sá sem standi á bakvið viljann til gjörðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 54
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 128204

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 379
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband